Austurland


Austurland - 26.11.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 26.11.1998, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 26. NOVEMBER 1998 Askorun um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun I Morgunblaðinu 22. nóvember s.l. birtist heilsíðuauglýsing þar sem nokkur fjöldi einstaklinga undirritar áskorun „á Alþingi og ríkisstjórn Islands að fyrirskipa lögformlegt mat á umhverfis- áhrifum Fljótsdalsvirkjunar". Nokkrir einstaklingar staðgreina sig á Austurlandi: Anna Guðný Árnadóttir, for- stöðumaður; Árni Halldórsson, lögfræðingur; Astvaldur Erlings- son, rafmangnsverkfr.; Björn Ingvarsson, rafmagnsiðnfr.; Bragi Björgvinsson, verkamað- ur; Eyjólfur Finnsson, námsráð- gjafi; Helga Ruth Alfreðsdóttir, íþróttakennari; Helgi Hallgríms- son, náttúrufræðingur; Hrafnkell A. Jónsson, forstöðumaður; Jó- hanna Bergmann, safnstjóri; Karen Erla Erlingsdóttir, kenn- ari; Laufey Eiríksdóttir, skóla- safnsfr.; Ragnhildur Rós Indriða- dóttir, hjúkrunarfr.; Stefán B. Guðmundsson f.v. bóndi; Stein- unn Ásmundsdóttir, framkvæmda- stjóri; Þorbjörn Rúnarsson, á- fangastjóri; Þorsteínn P. Gúst- afsson, kennari; Þórey Hannes- dóttir, hjúkrunarfræðingur og Þórhallur Þorsteinsson, rafveitu- virki öll frá Egilsstóðum og Fellabæ, Gunnar Ólafsson, framhaldsskólakennari og Þórð- ur Júlíusson, bóndi, báðir Nes- kaupsstað. Pétur Kristjánsson, þjóðháttafr. og Þóra Bergný Guðmundsdóttir, Seyðisfirði: Jóhann Þórhallsson og Jón Þór Þorvarðarson, bændur, Fljótsdal: Jón Víðir Einarsson, bóndi, .Tökuldal: Jökull Hlöðversson, eftirlitsmaður, Grímsárvirkjun og Sigrún Harðardóttir, for- stöðumaður, Eiðum. Fleiri kunna að vera á þessum lista, sem ekki hafa kosið að staðgreina sig. Flest er þetta fólk, sem hefur um langt skeið búið á svæðinu. Kjarninn er á Mið-Héraði, Egilsstöðum og Fellabæ, á opinberu framfæri og margir við uppfræðslu barna og unglinga staðarins og nágranna- sveitarfélaganna. Kynni vera, að þetta fólk eigi sinn þátt í því að mennta ungmenni svæðisins burt með því að halda að þeim þeirri firru, að hér megi ekkert aðhaf- ast og í engu hrófla fossum eða farvegum? Hafið þið spurt ungmennin, nemendurna!!! Stuðlar fólkið í starfi sínu í nokkru að þeim byggðavanda, sem við er að etja? Eða hvort sér það framtíð í því að horfa á fossa og geldfugla á heiðavötnum og stússa í kringum bakpokatúrista? Er viðhorf þess jákvætt til upp- byggingar og sköpunar verkefna og verðmæta úr orku fallvatn- anna og öðrum auðlindum svæð- isins? Spyrja verður hvað gengur þessu fólki til? Hefur það ekki fylgst með þeirri miklu kynn- ingu og umfjöllun sem verið hef- ur á þessum áformum? Hefur ekki helsti talsmaður þessa áróð- urs, Skarphéðinn Þórarinsson, líffræðingur, þegar komið að gerð „Samanburðar á umhverfis- áhrifum nokkurra tilhagana á stórvirkjun á Austurlandi" svo- nefndri SINO skýrslu frá 1993 ásamt með öðrum. Hvað vill fólkið fá fram með „lögformlegu umhverfismati"? Eru það ein- ungis verkefni við frekari skýrslugerð og greinargerðir fyr- ir úrskurði, sem ef til vill breytir engu? Gerir það sér grein fyrir því hvaða tíma það tekur, burt séð frá kostnaði og hvaða afleið- ingar það getur haft? Engum blandast hugur um, að þeim sem staðið hafa fyrir því að þyrla upp moldviðri um þessi áform, gengur það eitt til að koma í einu og öllu í veg fyrir, að af þeim verði nokkru sinni. Til þess er hverjum nóg að hafa fylgst með undirróðri eða þeirri einhliða framsetningu, sem þeir hafa viðhaft í ræðu, riti og myndrænni framsetningu, hvarvetna á sérvöldum vettvangi eða fjölmiðlum. Þó er til efs, að öllum þeim er undir framan- greinda ályktun skrifa, gangi það til. Til þess hlýtur þessu fólki að vera nógu vel ljós tilgangur virkjana til uppbyggingar at- vinnu og fjölgunar fólks á svæð- inu með tilheyrandi tækifærum qeRi qjafaköRfuh vid öll tækipeRi Jfyfi \ [JCaffiÁö. ?onnur Ue UeÁanar ðúÁÁu/aðí opidá UuqaRöaqinn fRá kL. ti -17 •*¦*•_ ^ÉSUgr nesBíR eqiLsBRAut 5 neskaupstact s. 4771115 og aukinni þjónustu. Eða er það ef til vill ekki það, sem fólk vill? Umhverfismat virkjunar mun hins vegar vart varpa ljósi á þennan þátt máls. Það gerði öllu fremur umhverfismat fram- kvæmdaaðila stóriðju, álvers eða annars þess valkostar, sem til þess veldist. Umhverfismat virkj- unar mun heldur ekki taka til lagningar háspennulínu til Reyð- arfjarðar eða norður um heiðar. Þar um yrði sjálfstætt mat. Umhverfismat, samkvæmt einfaldasta skilningi laga þar um, gerir ekki annað í fyrstu en draga saman í eina skýrslu allar fyrirliggjandi upplýsingar um áform framkvæmdaaðila og aug- lýsa þau til kynningar fyrir þeim er málið kann að varða. Þar með er talinn almenningur. Gefst þá tækifæri til að gera athugasemd- ir, sem svara verður og taka tillit til eftir aðstæðum og eðli. Þetta ferli til enda þarf í sjálfu sér ekki að skýra. Það hljóta þeir að þekkja, sem undir fyrrgreinda ályktun skrifa. í allt á það ekki að taka lengri tíma en 24 mánuði frá auglýsingu til endanlegs úr- skurðar. Hér kynni þó reyndin að verða önnur, því um Fljóts- dalsvirkjun gilda þegar lög. Þeim yrði að breyta, ef um- hverfismat á að gera sem ætla verður, að „lögformlegt um- hverfismat" tákni í reynd. Þann tíma, sem það tæki, höf- um við ekki, ef við ætlum að nýta orkuna heima fyrir til efl- ingar byggðar. Það er margreynt að erlendir samstarfsaðilar hafa nánast talið sig vera komna á hjara veraldar og til endimarka nútíma samfélags, þegar þeir hafa komið til Reyðarfjarðar að líta það sem þeim hefur staðið til boða. Þrátt fyrir góðan vilja stjórnvalda hefur þar litlu orðið um breytt. Meiri skilnings hefur hins vegar gætt af hálfu frænda okkar Norðmanna á vegum Norsk Hydro, vegna þeirra að- stæðna, sem þeir þekkja vel heima fyrir. Helst kysu þeir þó Keilisnes eða meiri nálægð við þéttbýlið við Faxaflóann. Við stöndum því ef til vill nær því en nokkru sinni að ná fram mark- miðum um nýtingu orkunnar heima. Aðstæður haga því hins- vegar svo að viðræður þyrftu að vera lengra á veg komnar og fleiri þyrftu að gera sig gildandi um að ná þeim markmiðum í höfn. í dag eru í stöðunni marg- víslegir valkostir. Við getum ekki bara beðið eftir að lausnir komi á silfurfati. Byggðin er að bresta og þá verður flóðið óheft. I sjálfu sér er ekkert að því, að Fljótsdalsvirkjun fari í um- hverfismat og það myndi hún gera, ef um nýja framkvæmd væri að ræða. Virkjunin var hins vegar eins og allir vita heimiluð með lögum frá Alþingi 1981 og auglýsingu framkvæmdaaðila 1991. Engar athugasemdir bár- ust þá viðvíkjandi það að Eyja- bökkum yrði sökkt eða vatns- föllum breytt, sem nú virðist aðalmálið. Aðrar athugasemdir voru smávægilegar og hefur virkjunaraðili tekið tillit til þeirra. Verkið var boðið út og framkvæmdir hafnar. Þarf því ekki annað en taka til við þær að nýju. Um það hafa ábyrgir aðilar á sveitarstjórnarstigi oft- lega ályktað með mikilli sam- stöðu og krafist, að þegar yrði hafist handa á ný. Yrði með því strax stöðvaður sá leki, sem orð- inn er í byggðunum og íbúum aukin bjartsýni á framtíð sína og svæðis. Mikill meirihluti fólks á Austurlandi er fylgjandi virkjun- um norðan Vatnajökuls. Fljóts- dalsvirkjun er tilbúin til áfram- haldandi framkvæmda. Lengri tími mun líða þar til virkjun Jök- ulsár á Dal verður það og þá að afstöðnu umhverfismati. Því skorar undirritaður stuðn- ingsmenn virkjana til að fylkja sér og snúa bökum saman um kröfuna um að hið fyrsta og strax á næsta ári verði haldið áfram framkvæmdum við Fljótsdalsvirkjun. Sveitar- stjórnarmenn verða af einhug að fylgja kröfum eftir og láta ekki moldviðri né fagurgala fárra villa sér sýn. Þetta eru í dag mikilvægustu hagsmunir svæð- isins og þeirra sem þar vilja búa auk þjóðarheildarinnar, þó nokkru sé til fórnað. Hér verður ekki lagt mat á möguleg annarleg viðhorf ein- hvers hóps fólks á öðrum hlutum landsins. Ekki heldur vilja þeirra til að bæta Austurlandi og til- tölulega litlum hluta þjóðarinnar sem þar vill búa þann missi, sem hljótast kann af því, ef komið verður í veg fyrir að orkan verði nýtt heima í „héraði". Fyrr eða síðar verður alltaf virkjað. Hefur þessi hópur ef til vill boðið upp á einhverja þjóðarsátt og hvaðan ættu þá bætur að koma? Græningjum alheimsins ef til vill!! Þá hefur það farið fram hjá undirrituðum. Fámennan hóp heimafyrir getum við hinsvegar ekki, Aust- firðingar góðir, þegjandi látið kúga okkur. Hefur hann í ein- hverju komið fram með ráð eða tillögur, sem orðið gætu til að sporna gegn þeirri byggðaþróun, sem fjórðungurinn hefur staðið frammi fyrir að öllu óbreyttu? Eða er það vilji manna að svo farrþar fram sem horfir og Aust- urland verði að Hornströndum 20. aldar? Austfirðingar, „Alver er það eina sem við sjáum framundan", segir í fyrirsögn viðtals við fjölda málsmetandi manna og birtist á öðrum stað í sama Morgunblaði. Heikjumst ei þeg- ar á hólminn er komið. Höldum okkar striki! Egilsstöðum 23. nóvember 1998 Sveinn Jónsson Sameinað sveitarfélag Eskifjarðarkaupstaðar, Neskaupstaðar og ReyðarfjarSarhrepps. Tilkynning um aðsetursskipti Þeir aðilar sem hafa haft aðsetursskipti í sveitarfélaginu og ekki tilkynnt það eru vinsamlega beðnir að gera það nú þegar á bæjarskrifstofunum. Áríðandi er að allir séu á réttum stað í íbúaskrá 1. desember. Húsráðendur eru minntir á skyldu sína í þessum efnum. Skorað er á atvinnurekendur í sveitarfélaginu að þeir gangi eftir því að starfsfólk fyrirtækja þeirra eigi lögheimili í sveitarfélaginu. Bæjarstjóri

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.