Austurland


Austurland - 26.11.1998, Page 6

Austurland - 26.11.1998, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 Verður byggðavandinn Á dögunum lagði forsætisráð- herra fyrir Alþingi þingsályktun- artillögu um stefnu íbyggðamál- um fyrir árin 1998-2001. Tillag- an byggir á viðamiklum rann- sóknum sem farið hafa fram á orsökum byggðavandans og er helst byggt á rannsóknum Rann- sóknarstofnunar Háskólans á Akureyri og dr. Stefáns Olafs- sonar, félagsfræðiprófessors. Með tillögunum stefnir ríkis- stjómin djarflega á að fjölgun á landsbyggðinni verði ekki undir landsmeðaltali og skal hún nema 10% til ársins 2010. Tillagan er fjórþætt að uppbyggingu og er lagt til að gripið verði til aðgerða á þremur sviðum: I atvinnulífi, í menntunar-, þekkingar- og menn- ingarmálum, leitast verði við að jafna lífskjör og bæta umgengni við náttúruna. Við skulum skoða tillögurnar á þessum fjórum sviðum í stuttu máli: 1. Nýsköpun í atvinnulífi Vinna á markvisst að aukinni fjölbreytni atvinnulífs á lands- byggðinni. Það á helst að gera með því að efla þróunarstofur og treysta þannig grundvöll til ný- sköpunar og aukinnar fjöl- breytni. Þróunarstofurnar eiga að auka samkeppnishæfni fyrir- tækja á landsbyggðinni og að- stoða fyrirtæki að afla sér fjár- magns í formi lána og styrkja. Lánastarfsemi Byggðastofnunar á að efla og hana á að reka á arðsemisgrundvelli. Til þess að tryggja nauðsynlegt eigið fé í nýsköpunarverkefni á að koma á fót eignarhaldsfélögum á lands- byggðinni með aðild Byggða- stofnunar og verði til þess sér- staklega varið allt að 300 millj- ónum króna á fjárlögum hvers árs. Þátttaka Byggðastofnunar getur samt ekki numið nema 40% af hlutafé viðkomandi fé- lags. Skapa á skilyrði til þess að styðja sérstaklega aðgerðir á af- mörkuðum svæðum þar sem veruleg röskun verður á atvinnu- háttum og búsetu og verði sér- staklega hugað að þeim byggð- um þar sem atvinnulíf er fábreytt og útgerð á í vök að verjast. Leggja á áherslu á að opinberum störf- um fjölgi eigi minna hlutfalls- lega á landsbyggðinni en á höf- uðborgarsvæðinu. Því markmiði á m.a. að ná með því að staðsetja nýja starfsemi hins opinbera á landsbyggðinni. Nýjum stóriðju- verkefnum á að finna stað utan athafnasvæða höfðuborgarinnar og þannig á að stuðla að varan- legri fólksfjölgun á landsbyggð- inni og fjölbreyttara framboði at- vinnutækifæra þar. Einnig á að fara fram greining á möguleik- um einstakra landshluta á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins og miðist opinberar aðgerðir við að nýta styrkleika hvers svæðis til atvinnusköpunar. 2. Menntun, þekking, menning Menntun á að stórefla á lands- byggðinni, sérstaklega hvað varðar verklegar greinar tengdar atvinnulífinu og tölvunám. Koma skal á samstarfí milli skóla og atvinnulífs á landsbyggðinni um endur- og símenntun og áhersla lögð á að fólk fái færi á að afla sér þekkingar í samræmi við breytingar á atvinnuháttum. Há- skólamenntun á að taka upp þar sem kostur er og verði mögu- leikar fjarkennslu gjörnýttir á öllum sviðum kennslu. Einnig á að efla rannsóknarstarf á landsbyggðinni og stuðla að því að háskóla- og sérmenntuðu fólki fjölgi í fyrirtækjum. Auknu fé á að verja til menningarstarf- semi hverskonar. M.a. á að leitast við að varðveita menning- ararf til að hann verði sýnilegur ferðamönnum og sérstakt átak verði gert til endurbyggingar og varðveislu gamalla húsa á landsbyggðinni. Þá á að efla starfsemi ríkisfjölmiðla á lands- byggðinni, m.a. með aukinni dagskrárgerð og útsendingum frá starfsstöðvum Ríkisútvarps- ins þar. Aðstöðu til miðlunar og útsendinga fjölmiðla verði jöfn- uð og hin sama um allt land, m.a. með breytingum á gjaldskrá Landssíma Islands hf. 3. Jöfnun lífskjara - bætt samkcppnisstaða Vinna á að því að jafna húshit- unarkostnað og verði verð á dýr- um svæðum fært til samræmis Hönnum vefsíður fyrir fyrirtæki, & stofnanir og einstaklinga j£l ELDSMIÐURINN Sími: 478-1600 webmaster@eldhorn. is byggðaröskun og er þá fjárhags- staða ríkissjóðs eflaust látin ganga fyrir. Stjórnvöld hafa ekki einu sinni tekið á sig þá rögg að ákveða að opinberum störfum muni fjölga hlutfallslega meira á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvæðinu, þrátt fyrir að rann- sóknir sýni svart á hvítu að út- þensla í starfsemi rikisins hafi síðustu árin verið hlutfallslega miklu meiri í höfuðborginni. Annar þáttur sem ekki er minnst á í tillögunum er þáttur kvótakerfisins í þeirri byggða- röskun sem hefur átt sér stað (Reyndar er ekki nema rétt minnst á þann þátt í rannsókn- unum sem tillögurnar byggja á og er það athyglivert út af fyrir sig). Kvótakerfið hefur fækkað aðilum í útgerð og gert fiskveið- amar sjálfar hagkvæmari. Hins vegar höfðu sum bæjarfélög nánast allt sitt lífsviðurværi af smábátaútgerð og þau byggðar- lög eru í hvað mestum vanda í dag á meðan bæir sem höfðu stærri sjávarútvegsfyrirtæki hafa staðið breytingamar ágætlega af sér. Það er samt dálítið uggvekj- andi að skoða hvað hefiir gerst í bæ eins og Norðfirði þar sem vom gerðir út um 120-130 smá- bátar fyrir áratug síðan, en ekki nema um 20 í dag. Þó að það hefði vissulega flækt málin að flétta umræðu um kvótakerfið inni í umræðuna um úrbætur í byggðamálum þá hefði verið sjálfsagt mál að minnast á þátt kvótakerfisins í vandanum. eitthvert vandamál. Menn eru að átta sig á því að það er æskilegt að halda landinu öllu í byggð og ef svo á að verða þarf að grípa til aðgerða. Að þessari niðurstöðu hafa menn m.a. komist vegna þeirrar staðreyndar að byggða- röskun á íslandi hefur aukist síðustu árin og er mun meiri en á sambærilegum landsvæðum er- lendis. Einnig hefur verið bent á að þrátt fyrir umfang vandans erum við að leggja minna fé í að finna lausnir á honum heldur en nágrannaþjóðirnar, sem hafa náð verulegum árangri í að draga úr byggðaröskun. Störfum í hefð- bundnum greinum á lands- byggðinni heldur einnig áfram að fækka og er því spáð að sú þróun haldi áfram og m.a. mun störfum í sjávarútvegi klárlega fækka frekar. Menn hafa gert sér grein fyrir því að síaukin umsvif og atvinnutækifæri á höfuðborg- arsvæðinu, auk fleiri tækifæra hvað varðar menntun, listir, afþreyingu og fjölmiðlun, eiga stóran þátt í þróuninni og til slíkra þátta verða menn að líta þegar gripið er til aðgerða. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig stjórnvöldum mun ganga að vinna eftir þessari stefnu og hvernig hún mun birtast okkur landsbyggðarbúum í framkvæmd eða hvort hér er bara um ein- Húsafriðunarsjóður Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til Húsafriðunarsjóðs sbr. ókvæði í þjóðminjalögum. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: - undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar og til framkvæmda vegna viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og húsum sem hafa menningarsögulegt og listrænt gildi. - byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. febrúar 1999 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Lyngási 7, 210 Garðabæ, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin verða póstlögð til þeirra sem þess óska. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2260 milli kl. 10.30 og 12.00 virka daga. Húsafriðunarnefnd ríkisins loks tekinn við verð á meðaldýrum svæðum á næstu þremur árum. Gera á átak í uppbyggingu vega í þeim landshlutum þar sem samgöngur eru ófullnægjandi svo að þær verði í samræmi við nútímaþarf- ir. Sveitarfélögunum skal gert kleift að losa sig við félagslegt húsnæði sem stendur autt á al- mennum markaði. Stefnt skal að því að færa fleiri verkefni í hendur sveitarfélögunum og skal stefnt að því að hlutur þeirra í opinberum rekstri verði ekki minni en ríkisins. 4. Bætt umgengni við landið Gera á átak til að stöðva hraðfara landeyðingu þar sem náttúruöfl hindra ekki framkvæmdir. Sveit- arfélög verði aðstoðuð við gerð framkvæmdaáætlunar í um- hverfismálum. Með hliðsjón af aukinni ferðamennsku og kröf- um um óspillt umhverfi verði geit átak til umhverfisbóta. Rann- saka á langtímaáhrif stofnvega á miðhálendinu m.t.t. umhverfis, hagkvæmni, ferðaþjónustu, at- vinnumála og búsetu. Verður unnið eftir tillögunum? Þetta er að sjálfsögðu nokkuð ágripskennd umfjöllun um til- lögurnar, en þó má glögglega sjá að stjórnvöld eru loks að gera sér grein fyrir að byggðaröskunin sé alvariega? hverja kosningakippi að ræða. A.m.k. er það ljóst að íbúar landsbyggðarinnar verða að pressa á stjórnvöld um að tillög- urnar verði að veruleika og nýta sér þá möguleika sem í þeim liggja tii fulls. En hvað vantar í tillögumar ef við berum þær sam- an við þann fróðleik sem kemur fram í fylgiskjölum þeirra? Hvað vantar í tillögu forsætisráðherra? Nokkrar gagnrýniraddir hafa heyrst um þingsályktunartillögu forsætisráðherra og sumir telja þær aðgerðir sem lagðar eru til séu alls ekki nægilega róttækar. T.d. er ekki gerð tillaga um að landsbyggðarbúar eða -fyrirtæki njóti neinna sérstakra fríðinda eða ívilnana svo sem í formi lægri skattgreiðslna og annarra gjalda. Slíkar ívilnananir eru vel þekktar úr nágrannalöndum okk- ar og eru þær taldar hafa skilað góðum árangri. I nágrannalönd- unum er endurgreiðsla námslána gerð auðveldari íyrir það mennta- fólk sem kýs að starfa úti á lands- byggðinni, en ekkert slíkt er heldur að finna í tillögunni, jafn- vel þótt hlutfall sérmenntað starfsfólks á landsbyggðinni sé mun lægra hér en t.d. á hinum Norðurlöndunum. Það er sem sagt ljóst að stjómvöld vilja ekki leggja út í veiulega kostnaðar- samar aðgerðir til að stöðva

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.