Austurland


Austurland - 26.11.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 26.11.1998, Blaðsíða 8
Tiiþoð Rauðvmslegið lambalæri Reykt folaldakjöt Bitasagaður hangiframpartur Urval af jólaseríum < NESBAKKI S477 1609 og 897 1109 s i 1 Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Austurland Neskaupstað 26. nóvember 1998. Verð í lausasölu kr. 170. Reiknað á íjöllum Grunnskóli Eskifjarðar tók upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að senda nemendur 10. bekkjar í stærðfræðiútlegð upp á fjöll um síðustu helgi. Hugmyndin var borin upp af stærðfræðikennara bekkjarins og tóku nemendur afar vel í hana og dvaldi bekkur- inn í skíðaskálanum í Odds- skarði í heilan sólarhring og mestur hluti þess tíma fór í stærðfræðigrúsk. Börnin reikn- uðu frá kl: 15:00 til 22:30 á föstudaginn og frá 8:00 til 14:30 á laugardag. Þar sem kennslan fór fram í kyrrð fjallanna og ekkert var til að trufla þau tóku börnin heilmiklum framförum í ferðinni. Að sögn Hilmars Sig- urjónssonar, skólastjóra, er um nýbreytni í skólastarfinu að ræða og hann segist ekki vita til þess að nemendur hafi tekið slíkar lærdómstarnir án þess að safna fyrst áheitum og fá þar með peninga út úr því. Jón á Ketilsstöðum ræktunarmaður ársins Jón Bergsson, bóndi á Ketils- stöðum, hefur verið valinn hrossa- ræktunarmaður ársins af Búnað- arfélagi Islands, en það mun vera einn mesti heiður sem austfirskri búfjárrækt hefur hlotnast. f samtali við blaðið sagðist Jón vera mjög ánægður með útnefn- inguna og sé þetta staðfesting á því hversu framarlega Austfirð- ingar standa í greininni. Jón segir góðan árangur austfirskra hesta vera athyglisverðan í ljósi þess að einungis um 2% hesta landsins séu austfirskir. Reyndar var það svo að Ketilsstaðir áttu flesta hesta í keppni kynbóta- hrossa á landsmótinu í sumar og ber það starfi Jóns fagurt vitni. Jón segir útnefninguna skipta talsverðu máli fyrir rekstur bús- ins og að eftirspurn eftir hross- um hans muni sennilega aukast jafnt innan lands sem utan, en hestar frá Ketilsstöðum hafa verið seldir bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. Barðamenn ekki sprengjuhræddir Eins og Austurland greindifrá í síðasta blaðifékk Barði NK tundurdufl í trollið hjá sér á dögunum. Duflið reyndist vera óvirkt og kveikjubúnaður þess sennilega ónýtur. Hins vegar ráðlögðu sprengju- sérfrœðingar Landhelgisgœslunnar Barðamönnum að halda duflinu blautu því sprengjuefni getur verið hœttulegt efþað þornar. Barðinn kom svo í land á þriðjudag vegna bilunar og stoppaði stutt við. Barðamenn höfðu ekki meiri áhyggjur af duflinu en svo að þeir sáu ekki ástœðu til að setja duflið í land og héldu þeir því aftur með það á haf út. A myndinni má sjá Friðrik Vigfússon við hlið duflsins, en hann héltþvífram þegar blaðamaður Austurlands tók myndina að hann vœri sprengju- hrœddasti maðurinn um borð. Þetta er íannað sinn á skömmum tíma sem tundurdufl kemur á land í Austfjarðahöfnum og er greinilega fyllsta ástœða fyrir sjófarendur að hafa vakandi auga með þessum minjum úr seinni heimsstyrjöldinni. Ljósm S.Ó. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir í briðja sæti Hjördís Þóra Sigurþórsdótt- ir, formaður Verkalýðsfél- agsins Jökuls á Hornafirði, mun skipa þriðja sætið á lista samfylkingar félags- hyggjufólks á Austurlandi. Þetta þykir nokkrum tíðind- um sæta þar sem Hjördís Þóra hefur ekki haft opinber afskipti af stjórnmálum áður. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum mun Einar Már Sigurðarson skipa efsta sæti listans en Gunnlaugur Stef- ánsson annað sætið. Að sögn Einars Más hefur starf sam- fylkingarinnar gengið sér- lega vel hér fyrir austan, enda sé þeim Austfirðingum, Einar Már Sigurðarson mun skipa fyrsta sœti lista samfylkingarinnar á Austurlandi. Hér sést hann „við störf sín" í ritnefnd Vikublaðsins Austur- lands. Ljósm. as sem að starfinu koma, mjög umhugað um að draumurinn um samfylkingu félags- hyggjufólks verði að veru- leika. Einar Már segist ekki telja samfylkinguna snúast um sameiningu gömlu flokk- anna heldur sé um miklu viðameira fyrirbæri að ræða og ekki sé hægt að láta flokkshagsmuni spilla starf- inu. Til vitnis um þessa stað- reynd er að listinn hér fyrir austan verður að öllum lík- indum aðeins skipaður 4 flokksbundnum einstakling- um og 6 óflokksbundnum. Einar Már segir að með þessum skjótu vinnubrögð- um vilji austfirskir félagshyggju- menn sýna í verki að samfylk- ingin sé raunverulegur mögu- leiki sem sé kleift að gera að veruleika. Framboðslisti aust- firsku samfylkingarinnar verður tilbúinn á næstunni og verður kynntur 5. desember, fyrstur austfírskra framboðslista. Slippfélagið Málningarverksmiðja SIMI: 588 8000 Fagþjónusta Nýsmíði úr járni og áli Æ" ratugi SVN Vélaverkstæði S 477 1603

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.