Austurland


Austurland - 03.12.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 03.12.1998, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR3. DESEMBER 1998 Ný stjórnmálasamtök: Samfylkingin á Austurlandi Eins og fram hefur komið í frétt- um hafa forystumenn Alþýðu- bandalagsins, Alþýðuflokksins og Kvennalistans á Austurlandi unnið að því að undirbúa fram- boð til næstu Alþingiskosninga í kjördæminu. Er sú vinna vel á veg komin og stefnt að því að birta sameiginlegan framboðslista á fundi sunnudaginn 6. desemb- er næstkomandi. Verður það lfk- lega fyrsti framboðslisti þessara stjórnmálaflokka, sem gerður verður opinber, en unnið er að uppstillingu í öllum öðrum kjör- dæmum. Ljóst er að mikil vinna er óunnin fram að kosningum og brýnt að stuðningsfólk listans skipi sér í eina samstillta sveit, svo að árangurinn í kosningunum verði sem glæsilegastur. Því er í ráði að stofna ný samtök í kjördæm- inu, sem í raun munu taka við hlut- verki kjördæmisráða flokkanna Vefari með opið hús Hin finnska Taina Otsamo hefur listsköpun sína. Taina hefur búið á Norðfirði síðan í sumar haldið nokkrar einkasýningar í ásamt manni sínum, Pétri Sigur- Finnlandi og eina sýningu hér á við undirbúning kosninganna. Þetta verða samtök einstaklinga sem starfa munu óháð ákvörðun- um „gömlu" flokkanna, en þó í fullu samræmi við þá stefnu sem þeir hafa markað við upphaf væntanlegrar kosningabaráttu. Hugmyndin er að starfa í einni félagseiningu í öllu kjördæminu, a.m.k. til að byrja með, ef það mætti verða til að hafa samtökin lýðræðislegri, þjálli og opnari. Stefnt er að því að kjósa undir- búningsstjórn um leið og listinn verður birtur, en til þess að gefa fólki kost á því að kynna sér hug- myndina betur áforma aðstand- endur framboðsins að kynna hin nýju samtök á sérstökum kynn- ingarfundum í stærstu byggðar- lögum austanlands. Verða nokkr- ir kynningarfundanna haldnir fyrir helgi, en aðrir eftir því sem tími vinnst til eftir að framboð hefur verið kynnt. Fundarstaður og tími verður auglýstur nánar á hverjum stað. Með stofnun þess- ara samtaka er líklegt að Aust- firðingar verði brautryðjendur við að koma á fót nýju stjórn- málaafli, sem ef vel tekst til mun með tímanum Ieysa af hólmi þá flokka sem staðið hafa að svo- kallaðri samfylkingu vinstri flokka. Stjórnmálamenn þurfa stöðugt að vinna að bættu þjóðlífi. Það er út af fyrir sig göfugt að viðhalda lífi stjórn- málaflokka, sem margt gott hafa látið af sér leiða á liðnum áratug- um. En þegar nauðsyn krefst sam- stöðu gegn skipulögðu og ört vaxandi misrétti meðal þjóðar- innar er það skylda allra sannra félagshyggju- og jafnaðarmanna að tryggja að til verði vettvang- ur, þar sem allt áhugafólk um félagslegar lausnir geti starfað saman og beitt sér gegn þeim sem telja allar framfarir byggjast á takmarkalausu frelsi fjármagns og þjóðfélagslegu misrétti. Því er mikilvægt að vinstra fólk á Austurlandi og í öllum öðrum kjördæmum landsins efli sam- stöðu sína og skipi sér í eina órofa fylkingu á bak við þá sem verða í kjöri fyrir hið nýja stjórn- málaafl í næstu kosningum. Sigurjón Bjarnason og Hreinn Sigmarsson formenn kjördœmis- ráða Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins í Austu rlandskjördœm i. jónssyni og tveimur dætrum þeirra. Taina er listmenntuð og hefur hún einbeitt sér að vefnaði í listsköpun sinni. Hún hefur komið sér upp vinnustofu að Hólsgötu 6, en það er í sama húsi og Hárgreiðslustofa Hönnu Stínu og hún hefur fengið vef- stól að láni til að geta stundað Islandi. Hún segist hafa stundað handavinnu frá barnæsku og móðir hennar stundaði ætíð vefnað. Taina ætlar að hafa opið hús hjá sér um helgina og gefa fólki tækifæri til að koma og kynna sér þessa listgrein og skoða verk hennar sem eru mörg hver hrein unun á að líta. Nýtt afgreiðslukerfi sparisjóðanna Sparar nokkra hektara skóglendis árlega Hinfinnska Taina við vefstólinn, en heima í Finnlandi á hún þrjá slíka Mynd SÓ Sparisjóður Norðfjarðar hefur nú tekið upp nýtt afgreiðslukerfi, en breytingin á sér stað í Spari- sjóðum um allt land. Með kerf- inu munu stórar breytingar eiga sér stað á allri afgreiðslu. Banka- bækur hverfa og viðskiptavinur- inn þarf nú að kvitta á þar til gerðan tölvuskjá í staðinn fyrir eyðublað í þríriti. Nýja kerfið heldur utan um alla almenna gjald- keravinnslu, sjóðsuppgjör, sam- antekt á öllum fjárhagslegum upplýsingum um viðskiptavini, ber saman undirskriftir og prent- ar út kvittanir svo nokkuð sé nefnt. Nýja kerfið er tekið í notkun til að auka þjónustu við viðskiptavini Sparisjóðanna. Ánægjuleg hliðarafleiðing við nýja kerfið er minni þörf á Bókmenntadagar á Austurlandi Helgina 4. til 6. desember næst- komandi verða hinir árlegu Bók- menntadagar á Austurlandi. Dag- skráin hefst í Miklagarði á Vopna- firði 4. desember, fer síðan yfir í Skaftfell, lista og menningar- miðstöð Seyðisfjarðar 5. des. og endar í Félagslundi á Reyðar- Lögformlegt umhverfismat heppilegasti farvegurinn Síðastliðinn sunnudag var hald- inn á Egilsstöðum opinn fundur Félags um verndun hálendis Austurlands. Um 20 manns mættu á fundinn og þar var meðal ann- ars samþykkt eftirfarandi ályktun: „Fundur Félags um verndun hálendis Austurlands hvetur til málefnalegrar og drengilegrar umræðu um verndun og nýtingu náttúruauðlinda á Austurlandi. Fundurinn telur að lögformlegt mat á umhverfisáhrifum Fljóts- dalsvirkjunar sé heppilegasti far- vegurinn fyrir slfka umræðu þar sem sjónarmið verndunarsinna annars vegar og virkjunarsinna hinsvegar fengju faglega um- fjöllun. Fundurinn harmar blaðaskrif, þar sem ráðist er að einstökum persónum og starfsheiðri þeirra og heitir á stuðningsmenn fé- lagsins að forðast þess konar orðræðu. Virðum andstæð sjónarmið". firði 6. des. en þetta er í fyrsta sinn sem slík bókmenntakynning er haldin þar. Allsstaðar verður boðið upp á, auk upplestrar, kaffi- húsastemmningu með kaffi, kök- um, konfekti og tónlistaratriðum. Að venju lesa nokkrir lands- þekktir rithöfundar upp úr verk- um sínum en það verða að þessu sinni eftirfarandi: Auður Jónsdóttir úr bókinni „Stjórnlaus lukka", Dagur B. Eggertsson úr „Ævisögu Stein- gríms Hermannssonar", Gerður Kristný úr bókinni „Eitruð epli", Kristín Helga Gunnarsdóttir úr bókinni „Bíttu á jaxlinn Binna mín", Sigurður Pálsson úr bók- inni „Parísarhjólið" og Sindri Freysson úr bókinni „Augun í bænum". Einnig verður lesið úr nýjustu bók Þórarins Eldjárn „Sérðu það sem ég sé". pappír, þar sem færslur fara í auknum mæli yfir á tölvutækt form og því má segja að kerfið sé umhverfisvænna en það sem fyrir var. Viðskiptavinir Sparisjóðsins kvitta nú fyrir viðskiptin á þar til gerðan tölvuskjá, en það sparar umtalsvert magn afpappír. Mynd SÓ 20% afalálttÝ yjfl**** tiL jéla Glæsileg jólakort fyrir Ijósmyndina þína. Kort, umslag og Ijósmyndin þín frá kr. 64 - 105,- Kort og umslag (án Ijósmyndar) kr. 40 - 85.- €b 3ólaleikur Allir, sem panta jólakort eoa stækkanir hjá okkur og láta þessa auglýsingu fylgja pöntun, lenda í jólapottinum. Dregiö veröur úr innsendum miöum skömmu fyrir jól. Vinningar: I. vinningur: 5.000 kr. vöruúttekt og/eöa framköllun. 2-5 vinningur: Framköllun á 24 mynda filmu. Nafn: Sími: Dynskógum 4 Egilsstöðum Sími 471-1699 Umboðið í Neskaupstað er í SÚNbúðinni

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.