Austurland


Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 5
Jól 1998 5 skreyta hýbýli með jólatrjám fyrr en um 1850. Trjádýrkun sem slfk er hins vegar ævaforn, samanber ask Yggdrasils í norrænni goða- trú og skilningstré góðs og ills í Paradís kristinna manna. Róm- verjar hafa ætíð skreytt hús sín með grænum greinum eða gefið sem gæfumerki. Má líkja sið Róm- verja við þá hefð Englendinga að skreyta um jólin með greinum af misdlteini. I Evrópu var almennt talið að ljósin og greinamar myndu hræða burt djöfla. Innan vébanda kristinnar trú- ar urðu helgileikir tíðir um 1100. Fjölluðu þeir meðal annars um sköpun mannsins, syndafallið og brottreksturinn úr aldingarðinum Eden. Stóð skilningstréð á miðju sviðinu og var það grænt og héngu á því epli og borðar. Líktist það jólatré að mörgu leyti nema því að kertin vantaði, lfkt og á fyrstu heimatilbúnu jólatrjánum. Seinna var farið að bæta kertum á trén sem notuð voru í helgileikjun- Saga jólatrésins - að fornu og nýju I heila öld hefur jólatréð verið eitt helsta tákn jólanna um heim allan. En hvert getum við rakið sögu þessa Ijósum prýdda stofustáss? Uppruni jólatrésins Jól hafa verið haldin á Islandi frá heiðni , en kristin jólahátíð fór ekki að tíðkast fyrr en um 1100. Segir það sig sjálft að sú hátíð hafi ekki verið svipuð því um- stangi sem við nútímafólk erum vant, en helgi og fegurð jólanna hefur líklega verið svipuð. Það sem setur helst svip sinn á jóla- hald Islendinga sem og annarra Evrópuþjóða, er jólatréð. Hið eina og sanna jólatré er ungt að árum. Á íslandi var ekki farið að um, og áttu þau þá að standa á myndrænan hátt fyrir Jesú, sem var ljós heimsins. Á sama hátt var kristþyrnir notaður í jólaskreyt- ingar vegna þess að hann átti að tákna þyrnikórónu Jesú. Elstu spumir af hinum hefð- bundnu, lifandi jólatrjám koma frá Þjóðverjum seint á 16. öld. Þau voru sett upp á jólaskemmt- unum fyrir böm félagsmanna iðnfélaga og skreytt með sætindum og pappírsblóm- um. Á seinni hluta 17. aldar og byrjun þeirrar 18. tók jólatréð að breiðast út á meðal aðalsmanna og kóngafólks víða um Evrópu og var þá farið að festa kerti á grein- amar. Fram yfir 19. öld þekktust jólatré ekki hjá öðrum en þeim sem voru efnaðir, enda þurfti rúmgóð húsakynni til að hýsa hin stórvöxnu jólatré. Hinirefna- minni létu sér nægja litla pýra- mída eða krónur sem gátu staðið á borði eða hangið úr lofti en aðventukransinn er afsprengi slíkra skrautmuna. Það var ekki fyrr en fransk- þýska stríðsveturinn 1870-71 að jólatréð fór að vera almennings- eign í Þýskalandi. Til að efla hugrekki hermanna sinna létu Þjóðverjar reisa jólatré í herbúð- um þeirra. Eftir hinn mikla sigur á Frökkum var jólatréð síðan nánast gert að þýsku þjóðernis- tákni. Jólatréð breiddist út til Norðurlanda skömmu eftir 1800 og náði fyrst verulegri fótfestu í Danmörku, en fyrsta jólatréð kom til Danmerkur um 1807. Siðurinn náði fyrst til borgarbúa og breiddist síðan út til sveit- anna. I Danmörku voru jólatré ekki orðinn sjálfsagður hlutur fyrr en eftir síðustu aldamót. At- hyglisvert er að áður en hið hefð- bundna jólatré kom til sögunnar höfðu Svíar og Þjóðverjar lengi haft þann sið að reisa grænt tré, svokallaðan „maístöngul“, fyrir utan hús sín um jólin. Stóð tréð þá fyrir hinn sílif- andi gróður. 1 Englandi var jólatré hins vegar ekki algengt fyrr en eftir að konungs- fjölskyldan tók það upp í Windsor árið 1847, en eins og áður var minnst á var gömul hefð að skreyta hús og kirkjur á jólum með grænum greinum. Jólatréð á íslandi Til Islands virðast hin allra fyrstu jólatré hafa borist um miðja 19. öld, sennilega með dönskum fjöl- skyldum. Hið sígræna tré vakti furðu manna og þótti búa yfir leyndardómum. Jón Ámason seg- ir í Þjóðsögum sínum frá reynitré sem brunnu á ljós alla jólanótt- ina, en frásögnin gæti hafa orðið til vegna erlendra áhrifa. í blað- inu Þjóðólfi er sagt frá jóla- skemmtun sem Thorvaldssenfél- agið hélt fyrir rúmlega hundrað böm, 28. desember 1876. Ritstjór- inn sá ástæðu til að útskýra ná- kvæmlega hvað jólatré væri fyrir lesendum: „Jólatré eru náttúrulega greni- tré, ekki hærri en svo að húsrúm leyfi; eru greinamar alsettar vax- kertum og allt tréð alsett stássi (jólagjöfum) og sætindum eins og ódáinseplum og aldinum. Þegar börnin hafa dansað og sungið í kring um trén og ljósin taka að fölna er gjöfunum skipt upp á milli þeirra. Jólatréð má og búa til úr spýtum og eini, ef vill“. (Saga Daganna, Árni Björnsson, bls. 362). Jólatréð sem var sett upp á Thorvaldssenskemmtuninn var skreytt með vaxkertum, jólagjöf- um og ýmsum sætindum og var því mjög ríkmannlegt. Almenn- ingur hafði ekki efni á slíkum munaði. Jólatrjám fjölgaði ekki að ráði fyrr en komið var fram yfir aldamót. Siðurinn breiddist afar hægt út og varð ekki algeng- ur að neinu marki fyrr en komið var nokkuð fram yfir aldamótin 1900. Virðast flestir hafa búið til jólatré á síðustu áratugum 19. aldar, enda nær ógerlegt að verða sér út um grenitré. Var þá tekinn mjór staur, ívalur eða strendur og festur á stöðugan fót. Á staurinn voru negldar álrnur eða boruð göt og álmunum stungið í. Voru þær lengstu neðst en styttust eftir því sem ofar dró og stóðu á mis- víxl og voru kertin látin standa yst á álmunum. Tréð var venju- lega málað grænt og skreytt með sortulyngi, beitilyngi eða eini. Síðan voru mislitir pokar hengd- ir á. Heimatilbúin tré voru notuð fram yfir 1940, en þá fór inn- flutningur frá Evrópu á greni- trjám að færast í aukana. Lengi vel tíðkaðist það þó að halda jólaball í hverri sveit þar sem eitt stórt og vel skreytt grenitré var látið nægja fyrir alla íbúana. I því allsnægtar þjóðfélagi sem við búum í, rnyndi slfkt þykja heldur þunnur þrettándi, enda verða örugglega allflest heimili á Islandi prýdd með skrautlegu jólatré. Gleðileg jól. Rannveig Þórhallsdóttir Heimildir: Saga Daganna. Arni Björnsson. Jól á Islandi. Arni Björnsson. Bernskan - Líf leikir og störf íslenskra barna fyrr og nú. Símon Jón Jóhanns- son, Bryndís Sverrisdóttir Egilsstöðum - Seyðisfirði - Eskifirði Reyðaríirði - Borgarfírði 7 v Kaupfélag Hémðsbúa V w/ Starfsfólki okkar, viðskiptavinum og öllum félagsmönnum óskum við gleðilegra jóla og farsæls komandi árs r OsknM /VcvðfiívðingtiM soc cg /\. uslfeiÝðinqunt cUiam qlcðUcqiM jcCa cq foavs&CbaÝ á kcManbí áýí Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. NESBAKKI @477 1609 og 897 1109 Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Klif hf. Grandagarði 13 Reykjavík

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.