Austurland


Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 9

Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 9
Jól 1998 9 Austurland berst víða. I öllum „dauða“ tímanum í Bosníu er ágœtt að slaka á og komast að því með lestri Austurlands að allt er eins og það á að vera í hinni hjartkœru heimabyggð. um allt (kallast MORAL því þær vekja svo mikla hrifningu er þær sjást), köngulóarvefír eru aðal og eina skrautið á veggjum og að- staða til að framkvæma hjúkrun- arverk er ekki til staðar. Þessi ófögnuður tekur brátt enda því það er stefnt að því að taka í notkun spítala í 16 gámum með góðri aðstöðu til allra hluta í desemberbyrjun hérna á miðju verksmiðjugólfinu. Þessi verksmiðja er staðsett í litlu þorpi er heitir Sipovo. I þorp- inu búa um sex þúsund manns, bara Serbar. Þetta þorp er stað- sett í lýðveldinu Serbiu (Republic Serbia) sem segja má að sé í miðri Bosníu. Serbar vilja ekkert með okkur hafa héma. Af þess- um sökum voru nokkuð miklar varúðarráðstafanir er NATO hugð- ist varpar sprengjum á Kosovo og jafnvel lýðveldið Júgoslavíu (Serbíu fyrrum). Við urðum þá daga að fara um allt með hjálm á höfði, fullvopnaðir og í skot- heldum vestum. Af þessum sök- um var ekki farið mikið út þessa daga. Það komu upp nokkur tilfelli þar sem byssum var mið- að á breska hermenn er voru að fara á milli staða hérna í ná- grenninu en ég var aldrei sjálfur í hættu. Bretamir sáu til þess að passa upp á íslensku gestina sína á meðan á þessu stóð. Aðstaðan og lífið: Híbýli mín hjá breska hemum er 14 feta gámur þar sem ég hef minn bedda og þarf að deila þessum gámi með þremur öðrum foringjum. Þessi gámur er líka staðsettur á verksmiðjugólfinu, nákvæmlega 23 skref frá spítal- anum. Ég hef reynt að láta fara vel um mig en það er erfitt þegar lítið sem ekkert er plássið og einnig þegar einn af herbergis- félögunum hrýtur svo hátt að fólk í þriðja gámi frá okkur er farið að kvarta yfir andvökunótt- um. Daglegt líf hérna er frekar einfalt. Maður vaknar, fer í morg- unmat, fer í vinnu eða heldur áfram að sofa eftir því á hvaða vakt maður er, fer í hádegismat, fer í leikfimi, fer í kvöldmat, fer að horfa á sjónvarpið og fer svo að sofa. Hermennirnir hérna úti kalla þessa daga „Groundhog day“ í höfðuðið á vel þekktri amerískri bíómynd. Ég reyni að brjóta upp vanann með því að lýsa yfir stríði við þyngdarlög- málið og einnig við það að kenna bömum hérna í grunnskólanum á aldrinum 10 til 13 ára ensku. Jú, þú last rétt: Islendingur að kenna serbneskum bömum að tala ensku í skóla í Bosníu. Það er eitthvað sem ég hef ómælda ánægju af að gera hérna úti. Þessa dagana er ég ásamt tveimur öðrum her- mönnum að kenna krökkum að syngja ensk jólalög til að flytja á jólaskemmtun hérna í verk- smiðjunni 11. des. BBC ætlar að senda myndatökulið og frétta- mann til að taka þetta upp og sýna í Bretlandi. Við ætlum í staðinn að bjóða krökkunum í mat hérna í verksmiðjunni þenn- an dag og einnig erum við að læra að syngja jólalög á serb- nesku til að flytja fyrir þau í skólanum þeirra er þau halda upp á jólin. Það er ekki mikið um sjúkl- inga þessa dagana vegna þess að það er verið að endurbyggja spít- alann. í staðinn hef ég notað tím- ann til að ferðast um landið. Þeg- ar maður ferðast um hérna blasir við manni eyðilegging hvar sem maður horfir. Stundum hef ég velt fyrir mér hvort það sé nokk- ur staður til héma í Bosníu sem ekki hefur orðið fyrir árás í þessu stríði, enn sem komið er hef ég ekki fundið þann stað. Allsstaðar eru ónýt hús, merki til að vara við jarðsprengjum, gígar eftir sprengjur og fólk að betla. Þetta eru hörmungar sem blasa við manni allsstaðar þar sem maður ferðast héma úti. Þetta er styrjöld sem maður getur ekki skilið og vill ekki skilja og vonar sannar- lega að enginn þurfi að upplifa slíkar hörmungar aftur. Þetta var hörmulegt stríð og á hverjum degi fáum við fréttir af því þegar SFOR finnur fjöldagrafir hingað og þangað um landið. Maður sér börn illa til fara og veit ekki hvað verður um þau þegar vetur kon- ungur gengu í garð. Lífið heldur samt áfram og fólk vinnur á jörð- um sínum við að tína ávexti erf- iðisins, sumir hafa vinnu en það er alger lúxus að vera svo hepp- inn. Hjá breska hernum hérna í Sipovo vinna um 20 manns við þrif, í eldhúsi sem túlkar. Þessir einstaklingar eru mjög þakklátir fyrir að hafa vinnu. Hérna vinnur hámenntað fólk, t.d. vinnþur héma maður á miðjum aldri sem er efnafræðingur en hann segist hafa það betur núna við að þrífa borðið í eldhúsinu og borðsaln- um og fá fyrir það 635 Þýsk mörk á mánuði (ca. 25 þúsund íslenskar) heldur en hann hafði fyrir stríð. Þeir sem ekki eru svo heppnir að geta borgað fyrir það sem þeir þurfa með peningum borga fyrir það með annarri vöra eða þjónustu. Vöruskipti eru mál málanna hérna úti í daglegum viðskiptum manna á meðal. Ég hef sagt héma úti að Bosnía- Hersegovina sé land andstæðna. Hérna sér maður hestakerru með illa til höfðum bónda og á eftir honum kemur Mercedes Bens með manni í jakkafötum. Maður sér hálfhrunin hús með gervi- hnattadiski á, maður sér börn og gamalmenni illa til fara og bet- landi sér til matar og framhjá þeim gengur kona í pelsi, háhæl- uðum skóm með sólgleraugu og svo mætti lengi telja. Munaðarleysingjarnir: Ef einhver spyrði mig hvað það væri sem hefði snert mig mest á þessum þremur mánuðum myndi ég svara heimsókn á munaðar- leysingjaheimili í Sarajevo. Ég fór í heimsókn til Sarajevo helgina 14. - 16 nóvember síðastliðinn. Borgin sjálf er enn í rúst eftir mikla bardaga í stríðinu og það er ekki mikið um ferðamenn en allsstaðar má sjá hermenn í bún- ingum þrammandi um göturnar og skoða þær stíðsminjar sem borgin er full af. Aðalgatan í bænum kallast „Sniper Alley“ en við hana standa þau háhýsi sem sáust í fréttamyndum frá borg- inni meðan á stríðinu stóð. Öll háhýsin við götuna eru í rúst, helst þó háhýsi er hýsti þing fyrr- um Júgoslavíu og einnig háhýsi það er hýsti helsta dagblað Júgo- slavíu fyrir stríð. Munaðarleys- ingjaheimilið sjálft er staðsett í gamla hluta Sarajevo. Það er í nýju húsi er byggt var fyrir söfn- unarfé árið 1996. Þar búa 115 böm, flest á aldrinum 2 daga til 11 ára og einnig nokkur eldri en það. Heimilið er fallegt að innan og bömin virðast heilbrigð og hraust en hvers eiga þau að gjalda? Þarna voru börn sem voru alveg stjörf eftir að hafa séð foreldra sína myrta, sum alla sína ættingja, í stríðinu. Þau bara lágu þarna starandi út í loftið og hafa verið þannig í nokkum tíma. Erfitt er að segja hvaða áhrif þetta hefur á sálarlíf þessara barna en ljóst er að áhrifin era slæm. Nokkur af bömunum hafa verið skilin eftir á fæðingarheim- ilum af mæðrum sínum sem ekki hafa geta séð fyrir þeim. Þessi heimsókn fékk mikið á mig og var ekki annað hægt en að fella tár yfir þeim hörmungum sem þessi saklausu börn hafa mátt þola í stríðinu. Lokaorð: Vonandi hefur mér tekist að fræða ykkur svolítið um þann heim sem ég hef lifað í núna í þrjá mánuði og sem ég á eftir að lifa í aðra 3 mánuði. Það er erfitt að skilja ástandið til fulls í þessu landi og ég gæti eflaust skrifað heila bók um það sem ég hef séð héma í Bosníu því það er af mörgu að taka. Héma hef ég stiklað á stóru en ég vona að þetta hafi verið bæði skemmtileg lesning og fræðandi. Að lokum óska ég og fjölskylda mín ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ingi Þór Agústsson Hjúkrunarfrœðingur í Bosníu (Captain, Agustsson 16 AFA GP Royal Britis Army) Skrifað í byrjun desember í Bosníu WSm, r Rórðun^fjúkrahúfið í Nesluupstai dÚtU OCf oð*lUfít- s4udt£úiðiucfum Cfteðí£e<ýpu& ýáC<z, <vte oct friabcin með faz&6Ccetc ásiab eetti en. eub Caba AaiifiskáUim óskav (jUðíUgM jcCa cg fiatsæls nýávs '-þókkuut qcð oíðskipli á árinu sc.m c.ý að líða Jla u tfiskáú inn y\ías#ötu 3 ^Ajeskaups tað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.