Austurland


Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 10

Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 10
10 Jól 1998 Öðruvísi jólasaga Ég opnaði bæjardyrnar og leit út í mjallarysjuna. Það snjóaði jafnt og þétt, stórar flyksur - hund- slappadrífa sagði fullorðna fólk- ið. Hún settist á allar ójöfnur og þverrivöndurinn frammi á hlað- varpanum var orðinn gildur eins og stóreflistré. Það yrði lagleg stórhríð ef hvessti! En ég átti mjög brýnt erindi úr bæjarskjól- inu. Ég var búin að tosa grófa ullarleista vel upp á fótleggina utan við svörtu ullarsokkana, sem náðu upp á mitt læri. Allra verst var hvað snjórinn vildi troðast niður með skóvörpunum á gúmmískónum. Um höfuðið vafði ég löngum blágráum ullar- trefli og var þá komin með „strút“ og „koppagjörð" eins og mamma hafði eftir „einhverri kellu“. Höndunum stakk ég svo djúpt niður í vasana á gömlu kápunni minni og stóð nú þarna í dvínandi dagsskímu og var viss um að ég fengi litlar þakkir fyrir, þegar ég kæmi inn aftur alsnjóug og hefði líklega komið mér undan einhverjum skylduverkum. Ellefu ára stelpa, komin tals- vert á tólfta ár, átti nefnilega að vera til mikils léttis innanbæjar. Mér þótti þetta ekkert skemmti- leg tilhugsun, því innistörf voru ekki mitt uppáhald. Samt fannst mér nú dálítið ósanngjarnt að segja að ég gerði ekkert gagn, eins og Finna vinnukona hafði látið sér unt munn fara þá um morguninn. Ég vissi ekki betur en ég hefði sópað öll göngin frá bæjardyrum inn að baðstofu með stórum hrísvendi. Þetta voru harðtroðin moldargöng og sums staðar voru frostkúlur harðar og gljáandi, þar sem þakið lak, það var dálítið ónotalegt að reka tærnar í þær. í gær þvoði ég baðstofugólf- ið, að vísu var ég mjög lengi að því og einhver blettaskil sáust en það var líka erfitt að liggja á hnjánum á strigapoka - og sand- skúra blett eftir blett með óþjálli strigatusku. Ég var líka að reyna að læra kvæði með þessu, og þurfti því að líta í bókina öðru hvoru, svo að það var von að þetta tæki nokkurn tíma. Nú, ég hafði skorið út laufa- brauðið með pabba og systkinum mínum og tveimur krökkum af næsta bæ, sem hældu mér fyrir fallegan skurð. Það var fallegt af þeim. Mamma og Finna breiddu svo út allt brauðið og það var sannarlega handtak. Uppþvottur var hræðilega leiðinlegur og eins að stoppa í sokka, svo ég tali nú ekki um að prjóna. Ég vildi helst lesa og teikna og hjálpa svo til í fjárhús- unum og við heyskapinn á sumr- in. Ég vorkenndi mömmu vissu- Félögum og velunnurum sendum við hugheilar jóla- og nýársfeveðjur Þöfefeum stuðning og viðsfeipti á árinu sem er að líða Sjálfsbjörg Nesfeaupstað Ytra-Fjall íAðaldal íS-Þingeyjarsýsla en þar sleit liöfundurþessarar „öðruvísijólasögu“barnskón um en bœrinn er vettvangur sögunnar. lega þvottadagana, þegar hún stóð kófsveitt yfir stórum bala fullum af þvotti, sem þurfti að nudda á bretti og sjóða í stórum potti fram í gamla eldhúsi. Skola síðan þvottinn og vinda mörgum sinnum og hengja út á snúru. Ég var nú hreint ekki viss um að það væri svo gaman að verða fullorð- in, fullorðna fólkið hafði svo mikið að gera og þurfti ávallt að fara svo snemma á fætur. Nú voru alveg að koma jól og ég átti eftir að fást við og ljúka alvarlegu verkefni: Að skrifa rit- gerð sem skila átti kennaranum strax eftir áramótin. Ég ætlaði að ráðfæra mig við pabba um þetta verkefni, en nú var hann í fjár- húsunum - þar væri best fyrir mig að finna hann og betra næði til alvarlegra umræðna heldur en inni í bæ. Þetta var ég að hugsa um meðan ég kafaði snjóinn milli Hjallhóls og Grafarhóls í áttina að Hólshúsi. Bara að pabbi væri nú þar svo ég þyrfti ekki að leita víðar. Þverhús, Barðhús og Götuhús voru á víð og dreif um túnið - og nú var að verða dimmt. Sem betur fór voru dymar óhesp- aðar, ég ýtti þeim hægt upp og steig varlega innfyrir, fetaði mig að garðaendanum og þokaðist síðan varlega inneftir honum. Pabbi var búinn að gefa hálfa gjöfina og æmar voru svo ákafar að gæða sér á henni, að þær fóru alls ekki frá þó ég gengi um garðann. Það skipti líka máli að fara varlega - og það kunni ég. Pabbi brosti til mín og benti mér að koma inn í geilina í heytóft- inni, en þar var hann að losa hey- ið í næsta hneppi. Þangað inn barst dauf skíma frá olíutýrunni sem stóð á syllu á næstu stoð. Ég horfði á pabba beita gömlu hey- nálinni með beinhaldinu við að leysa heyið úr stabbanum. Hey- hrúgan hækkaði jafnt og þétt. „Það er kominn mikill snjór“, sagði ég. „Já, þá fer nú að eiga vel við að fara með kvæðið hans Stephans G. um Sigurð trölla“: í hnédjúpt lag var lognmjöll fallin í loðnum fylgsnum drífan hrundi. En dalsbrún, árgil, hliðarhallinn í hríðarþoku lá á sundi. í gráa raka rökkurmóðu var mnnið saman loft og haugur...“ „Já, einmitt svona er þetta úti núna,“, sagði ég. „En pabbi, ég á að skrifa heimastíl, helst jóla- □□m JSTFJARDALEID y Egilsstaðir, Reyðarfjöróur ÓSKUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR GLEÐILEGRA JÓLA 0G FARS/ELS KOMANDIÁRS ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEM ERAÐ LÍÐA ÖsKum Roröfiröingum og ^ust'ííröingum öllum gleöilcgra jóla og íarsasls homandi árs viðtöbur Föndurhús Jennýjar Miðstræti 4 Neslcaupstað Q) 477 1017 Sveiíarsfjórn Djúpavogshrepps sendir öllum ftustfirðingum bestujóla og nýársóshir og þahhar þeim árið sem er aö líða. Sveilarsljórinn í Bjúpavogshreppi

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.