Austurland


Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 11

Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 11
Jól 1998 11 ansaði þessu engu og einskis varð hann framar var að þessu sinni, og sagði heldur engurn hvað við hafði borið. Var nú tíðindalaust þangað til á næstu jólum. Þegar sauðamað- ur hafði þá lokið verkum sínum og var sestur að snæðingi, verður honum að orði. „Guði sé lof, snæði ég hér kjöt á öðrum jól- um“. Þá kvað við sama röddin og fyrra ár hafði ávarpað hann: „Hvað gerði það annað en það, að þú þagðir eins og vitur maður yfir vondum draumi“. Ekki varð sauðamaður fyrir frekara ónæði af óvætti þessari. Pabbi stóð nú á fætur og gekk inn í tóftardyrnar til að sækja seinna hneppið. Ég sat kyrr á heypokanum, en gaf fjárhús- „Aðalpersónur“þessarar „öðruvísi jólasögu“ eru Asa Ketilsdóttir, og faðir hennar. Myitdin af Ásu glugganum hornauga. Við fórum var tekin þegar hún var 22 ára gömul, eða 11 árum eftir að sagan gerðist. nú út, lokuðum hurðinni, hesp- uðum, ýttum síðan garðalónni að og ýttum einnig snjó upp með hurðinni svo ekki hjúfraði með henni, færi að skafa. Þegar við gengum heim hafði létt til, stjörnur og norðurljós sindruðu á himinhvolfinu og yfir Fjallshnjúk gægðist nýkviknað tungl. Það var sannarlega að verða jólalegt utandyra. Nú líður ennþá að jólum og hugur minn reikar þá til sauða- mannsins, sem ekki æðraðist þó forynja lægi á skjánum. Ennþá er nóg af tröllum, sem hrópa og kalla og reyna að rugla menn í ríminu, sumir nota jafnvel jóla- hátíðina til þeirrar iðju og margir svara þessum ávörpum. Mestu máli skipta samt ávallt viðbrögð þeirra, sem nú eiga að gæta „beitarhúsa“ lítillar þjóðar. Asa Ketilsdóttir Laugalandi v/Isafjarðardjúp sögu sagði kennarinn. Þú kannt nú ábyggilega eftirminnilega sögu handa mér“. Pabbi strauk ofurlitla heyvisk af agnhaldinu á heynálinni, þetta var fíngert mýrahey, sennilega ut- an úr Spildu. „Þá hef ég sennilega rakað það saman," hugsaði ég. „Svo víst hef ég nú gert gagn þá“. Pabbi leit nú á mig: „Ég minnist nú einnar sögu til að segja þér, en taktu nú vel eftir svo þú getir endursagt hana“. Við settumst nú saman á heypoka og horfðum á ærnar éta kvöldgjöfina sína. Ég stakk köldum lófa í hlýja hendi pabba og hlustaði á söguna af: Önfirska sauðamanninum I fymdinni voru beitarhús frá prestsetrinu í Holti í Önundar- firði, þar sem heitir Holtsel. Var þar margt sauða, og var þetta svo langt frá bæ að sauðamaður átti náttstað á húsunum og kom að- eins heim er vistir þraut. Nú gerðust þau tíðindi að sauðamenn fóru að hverfa á jóla- nótt og fundust ekki þó víða væri leitað. Nú lá nærri að leggja yrði af notkun beitarhúsanna, fengj- ust menn ekki til að ganga á þau. Þá réðist til prestsins nýr sauða- maður, mikið karlmenni. Hann tók við sauðageymslunni og fórst það vel úr hendi. Þegar svo leið að jólum vildu presthjónin að sauðamaður kæmi heim á aðfangadaginn, en hann tók því fjarri og kvaðst ekki bregða út af vananum, heldur gista á beitarhúsunum. Um kvöldið eftir gegningar settist hann á flet sitt og tók að snæða nesti sitt sem var vel útilátið. Þá heyrir hann að lagst er á skjáinn yfir fletinu og kallað með bylm- ingsröddu: „Ekki skaltu éta kjöt á öðrum jólum“. Sauðamaður OsUum víðskíptAvmvmi okkAr ^lcÖílc^rA \ó\& 05 forsxU köVHAHbí Árs #7 T 9 Verketæðí Uelga Meekaupetað Austur-Hérað Bæjarstjórn Austur-Héraðs sendir öllum Austfirðingum bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þakkar þeim árið sem er að líða Bæjarstjórinn á Austur Héraði Búöahrcppur Sveitarsíjórn Búöahrepps 5endir öllum ilustfiröingum besíu jóla og nýársóshir og þahhar þeim áriö sem er aÖ líöa. Sveifarsfjóri Búöahrepps FáshrúösíirÖi

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.