Austurland


Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 19

Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 19
Jól 1998 19 Robyii ásamt fjölskyldu sinni. Islensk jól eru dálítið kuldaleg m.v. þau sent Robyn aldist upp við, en í Astralíu er hásumar í desember. Ljósm. SO í mesta lagi var pakkað inn jóla- gjöfum og sungin jólalög. Aðal- hátíðarhöldin voru á jóladag og hófst dagurinn á því að gjafirnar voru opnaðar. Að sögn Robyn fengu börn aldrei neitt annað en dót í jólagjöf og fengu þau bara mjúka pakka ef þau höfðu verið óþekk. Börnin í Ástralíu hafa ekki eins mikla þörf fyrir föt og íslensk börn, því þau fara í sér- stökum búningum í skólann og þar að auki er hitinn yfirleitt hár. Gjafir voru bara gefnar innan heimilisins. Þessi morgunn var alltaf mjög skemmtilegur, bömin þurftu ekki að borða hafragraut eins og aðra morgna, heldur fengu þau kökur og stundum glas af sherry, þynntu með vatni, en afi Robyn var vínræktarbóndi og fengu bömin stundum að smakka afurðirnar á jólunum. Jólamál- tíðin var svo borðuð í hádeginu. Fjölskyldan fór alltaf til ömmu og afa á jólunum og þar hittu þau frændur og frænkur. Amma og afi Robyn bjuggu fyr- ir norðan Adelaide í vínræktarhér- aði. Amma hennar var af þýsk- um ættum og þess vegna voru oft þýskir réttir á borðum, t.d. smákökur o.fl. Allir ættingjarnir sem mættu í jólamatinn, yfirleitt um 20-30 manns, komu með eitthvað matarkyns og oft var rifist um hver ætti að koma með hvað. Afi Robyn fór með borð- bæn fyrir matinn þar sem hann þakkaði Guði fyrir gjöfult ár og góðan mat. Jólasteikin var yfir- leitt kjúklingur, en þá var kjúkl- ingur ekki hversdagsfæði. Með kjúklingnum var borðað salat og ýmislegt meðlæti. I eftirmat var María Gaskell kom fyrst til ís- lands árið 1991 og kenndi hún einn vetur norður á Blönduósi. Hún hélt svo aftur út til Englands í frekara nám, en að því loknu fór hún aftur til Islands og í þetta skipti til Seyðisfjarðar þar sem hún hefur starfað sem tónlistar- kennari og kórstjóri síðar.. María er gift Jóhanni Frey Aðalsteins- syni og eiga þau eitt bam, Freyju, sem er að verða eins árs. María er frá bæ sem nefnist Oakham og er stærsti bærinn í Rutlandsýslu á Mið-Englandi. Bærinn er á stærð við Akureyri og er hann gamall verslunarbær. María vann þar við kennslu og tónlistarút- gáfu, en hún hefur alla tíð verið að fikta við tónlist. María fræðir okkur um enskt jólahald sem reyndar er skylt því ástralska. Fyrstu merkin um jólin sjást mjög snemma á Englandi. Marg- ar verslanir byrja að auglýsa jólatilboð í september, skreyta sýningarglugga sína og fylla hill- ur af jólavarningi. Hins vegar er misjafnt hvenær fólk byrjar und- irbúninginn inni á heimilunum. Algengt er að fólk fari að senda út jólakort í byrjun desember. svo borðaður sérstakur ávaxta- grautur, sem var soðinn í tusku í 6-8 tíma daginn áður, en svo borðaður kaldur daginn eftir. I grautinn var settur smápeningur og mátti sá sem fékk peninginn á sinn disk, óska sér. Stór hluti jóla- dagsins fer í að borða og liggja á meltunni. Menn verða skiljanlega slappir af því að kýla vömbina í 38 stiga hita og því var þetta yfir- leitt rólegur dagur og sat fólk gjaman í skugganum á verönd- inni og slappaði af á milli mál- tíða. Um klukkan fjögur síðdegis var kaffitími og þá voru borðað- ar ávaxtakökur og drukkið engi- feröl. Kvöldmaturinn samanstóð svo af léttu hlaðborði þar sem menn gæddu sér á afgöngum frá því um daginn. Robyn segir sína fjölskyldu ember. Þeir baka líka svokallað- ar „Mince pies“ sem eru kökur úr eplamauki, rúsínum, koníaki og rjóma. Um það bil tveimur vikum fyrir jól fara svokaliaðir „Christ- mas Carollers" af stað, en það eru sönghópar sem fara um og syngja jólalög. Þessir hópar fara hús úr húsi og syngja og þeir syngja einnig á torgum og í versl- unum. Hjálpræðisherinn og lúðra- sveitir em einnig duglegar að koma sér á framfæri á þessum tíma og setur þessi tónlist svip á þessar síðustu vikur fyrir jól. Margir fá sér jólatré u.þ.b. tveimur vikum fyrir jól og eru þau skreytt strax og stillt upp í stofunni. Fyrir jólin fara margir með börn- in sín og leyfa þeim að hitta jóla- sveininn sem yfirleitt kemur sér fyrir í verslunarmiðstöðvum eða ekki hafa farið í kirkju á jólun- um, þar sem þau fóru alltaf í heimsókn til ömmu, en hún segir foreldra sína iðulega hafa farið í kirkju sunnudag fyrir eða eftir jól. Hins vegar er kirkjusókn rnikil í Ástralíu á jólum almennt séð. Robyn segir börnin þó ekki hafa farið í kirkju, því smáfólkið sé ekki vinsælir kirkjugesdr og er látið duga að senda þau í sunnu- dagaskólann. Á annan í jólum eru ekki mikil hátíðarhöld. Þessi dagur er kallaður “Boxing day”, eða kassa- dagur. Á þeim degi gefur fjöl- skyldan öllum sem hún á í dag- legum viðskipum við, s.s. mjólk- urpóstinum, póstmanninum, blaðastráknum og kjötkaup- manninum, smágjafir. Á þessum degi eru gjaman haldnir íþrótta- ur og eru alltaf sungin sömu lögin. Þorláksmessa er ekki sérstak- ur hátíðisdagur á Englandi. Þor- láksmessan er mikill verslunar- dagur og þá kaupa flestir í jóla- matinn. Aðfangadagur er í raun ekki sérstakur hátíðisdagur held- ur, en þá er lögð lokahönd á jóla- undirbúninginn. Börnin fara kappleikir af ýmsum toga og er t.d. keppt í tennis og krikket. Á þessum degi fóru krakkarnir oft á ströndina eða í sund. Þá var alltaf borðaður góður matur þó að hann væri ekki mikill helgi- dagur. Robyn segir jólin í Ástralíu eflaust hafa breyst síðan hún óx úr grasi. Menning landsins verð- ur sífellt fjölskrúðugri þar sem innflytjendum frá Asíu hefur fjölgað mikið og stór hluti þess fólks heldur jólin ekki hátíðleg. Einnig hafa amerísk áhrif senni- lega aukist þar eins og hjá okkur og víðast á Vesturlöndum. Robyn segist ekki hafa haldið í nema lítinn hluta af jólasiðum heima- landsins, en þó hefur hún bakað ástralskar kökur og búið til engi- feröl. snemma að sofa, enda er þeim sagt að jólasveinninn komi ekki ef þau fari seint í háttinn. For- eldrarnir pakka svo inn gjöfun- um eftir að börnin fara að sofa. Gjöfunum er troðið í sokkabuxur eða koddaver og þær eru settar til fóta í rúm barnanna eftir að þau sofna. Stærstu pakkarnir eru hins vegar geymdir undir jóla- trénu. Á aðfangadagskvöld er al- gengt að fólk kíki á barinn og geri sér glaðan dag, enda opið til miðnættis á flestum börum og skemmtistöðum. Þetta hefur það í för með sér að miðnæturmessa á aðfangadag er oft full af góð- glöðu fólki sem kemur þar við á leiðinni af barnum og er sjaldan eins vel tekið undir sálmana og þetta kvöld, enda sjaldgæft að kirkjugestir séu fylltir jafn mikl- um anda, þótt reyndar sé hann ekki sá heilagi! Á jóladagsmorgun vakna allir snemma, og þá sérstaklega börn- in sem vitanlega eru spennt að opna pakkana. I pökkunum eru yfirleitt leikföng og þá oft eitt- hvað sem börnin hafa verið að suða um lengi. Misjafnt er hvað Bretar eyða miklu í jólagjafir, en yfirleitt eru ekki gefnar mjög dýrar gjafir. Hins vegar sendir fólk gjarnan ættingjum sínum pakka, eða kíkir í heimsókn og skiptist á gjöfum. Að sögn Maríu leggja Bretar ekki sérstaka áherslu á að gefa bækur í jólagjöf og finnst henni sá siður Islendinga vera merkilegur. Á meðan krakkamir opna pakk- ana og leika sér að dótinu, standa Gieöiteg jóí og íarsœíí komandi ár BIRTA Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóia og farsæls nýárs Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða QLERAUGU UR SC KLUKKUR SKART H G]AFAVARA SÍHI 47 I 2020 / 471 1606 FAX 471 2021 LAGARAS 8 - POSTHÓLF 96 - 700 EGILSSTAÐIR Bresk jól Fara góóglaðir í kirkju Þegar fólk fær kort þá eru þau leikfangaverslunum til að taka yfirleitt opnuð strax, en ekki viðóskumbarnannaumjólagjaf- beðið fram að jólum eins og við ir og gefur jólasveinninn öllum þekkjum hér. Þó að Bretar geri eitthvað smáræði að skilnaði. ekki mikið af því að baka fyrir Síðasta sunnudag fyrir jól fara jólin þá baka þeir ávaxtakökur margir í kirkju og syngja níu og gera jólabúðinginn í lok nóv- jólalög og hlusta á níu dæmisög- María Gaskell ásamt dóttur sinni, Freyju. Hiín er ekki vön að halda aðfangadaginn hátíðlegan. Ljósm. SO

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.