Austurland


Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 29

Austurland - 23.12.1998, Blaðsíða 29
Jól 1998 29 minningar frá hemámsárunum. Hann segist meira að segja muna að það kom ný lykt með Bretun- um, lykt sem hafði ekki fundist áður og minni hann æ síðan á þessi ár. í skálum hermannanna var lykt af brilljantíni og tóbaki og virtist þessi lykt fylgja þeim. Einnig var sérstök sótthreinsun- arlykt af öllum birgðum og bún- aði sem herliðið fékk. Jóhann segist líka hafa í fyrsta sinn séð svertingja þegar einn daginn var ekið með vörubíl fullan af svört- um sjóliðum í gegnum bæinn, en þeir munu hafa særst í sjóorrustu úti fyrir landinu. Jóhann segir að Islendingar hafi ekki bara stolið frá Bretum, heldur hafi Bretarnir einnig stolið frá Islendingum. Það voru hermenn með aðsetur skammt fá heimili Jóhanns og hermennimir stálu oft frá þeim eggjunum, jafnvel glereggjunum sem áttu að örva varpið hjá hæn- unum. Þessa eggjaást Bretanna uppgötvuðu strákamir í bænum fljótt og sumir gerðust stórtækir eggjaþjófar og stunduðu þeir ábatasöm viðskipti við Bretana. Bretamir urðu fljótlega mikil fyrirmynd drengjanna í bænum og sérstaklega höfðu þeir áhuga á vopnabúnaði þeirra. Jóhann sagðist fljótlega hafa eignast vini meðal hermannanna og leyfðu þeir strákunum oft að fylgjast með þegar þeir hreinsuðu byssur sínar og æfðu sig að skjóta. Þeir leyfðu strákunum að bera byss- urnar og marséra með þær á öxlunum. Þarna kviknaði áhugi Jóhanns á byssum, en hann á stórt byssusafn sem samanstend- ur af tugum vopna. Jóhann segir hermennina hafa verið mjög vingjamlega í garð Islendinga og sérstaklega hafi gjafmildi þeirra verið eftirtektarverð. Þeir gáfu nefnilega krökkunum oft bita af kökum sem þeir fengu sendar að heiman eða súkkulaði sem herinn úthlutaði þeim. Jóhann segist hafa talsvert oft orðið vitni að átökum styrjaldar- innar. Hann þurfti að ganga nokk- uð langa leið í skólann, en hann bjó utarlega í bænum á hæð þar sem verksmiðja SR-mjöls er nú. Oft kom það fyrir að loftárás hófst þegar hann var á leið í skólann og því varð hann oft vitni að loftvarnarskothríðinni. Hættulegt gat verið að vera úti við þegar skothríðin hófst, því oft féllu sprengjubrot til jarðar. Harðasta skothríðin sem hann man eftir var árið 1941, um jólin, en þá hófst loftárás Þjóðverja. Bretar upphófu gífurlega loft- varnarskothríð til að bægja Þjóð- verjum á brott og var skotið úr byssum allt í kringum bæinn svo loftið varð svart af sprengikúlum og reyk. Hins vegar drógu loft- vamarbyssumar ekki upp í þýsku vélarnar, sem flugu mjög hátt. Tveir tundurspillar voru að taka olíu úr olíubirgðaskipi á firðin- um og losuðu þeir sig frá skipinu og hófu skothríð með stórum fallbyssum. Þessar byssur drógu upp til þýsku vélanna og mátti sjá þær hristast til þegar kúlumar sprungu. Hins vegar náðu Bretar ekki að skjóta niður neina þýska vél í þetta sinn. Skothríðin var svo mikil að hún heyrðist víða um Austurland. Jóhann man líka greinilega eftir atviki þegar þýsk flugvél flaug inn fjörðinn að kvöldlagi. Jóhann var kominn í rúmið ásamt systkinum sínum, þegar dóms- dagsvælið í loftvamarflautunum hófst. Þau þustu öll út í glugga og sáu þá hvar þýsk sprengju- flugvél flaug inn fjörðinn fram- hjá húsinu og flaug hún svo lágt að þau sáu merkin ofan á henni. Þessi lága flughæð vélarinnar olli miklum vandræðum þar sem ekki var hægt að skjóta á hana með öflugum loftvarnarbyssum án þess að eiga það á hættu að hæfa eitthvað hinum megin við fjörðinn. Vélin flaug lágt inn yfir allan bæinn en þá hækkaði hún skyndilega flugið og hvarf án þess að setuliðið næði að skjóta hana niður. Jóhann segist einnig muna eftir því að hafa séð þýskan kaf- bát í firðinum, en kafbáturinn mun hafa laumast í gegnum kafbáta- girðinguna undir skipi sem sigldi inn fjörðinn. Þjóðverjar munu þó ekki hafa gert neinn usla í þessari heimsókn sinni og tilraunir til að granda bátnum bám ekki árang- ur. Jóhann var sendur í sveit í Loðmundarfjörð á sumrin og þar varð hann eitt sinn vitni að sjó- orrustu, þegar herskip sem var að sigla út úr Seyðisfirði varð fyrir árás þýsks kafbáts. Skipst var á skotum milli skipsins og kafbáts- ins og að lokum kom sprengju- flugvél á vettvang til að aðstoða skipið og kafaði þá kafbáturinn, en Jóhann segist ekki vita hvort hann hafi orðið fyrir sprengju. Jóhann segir þó ljóst vera að skip fórust oft úti fyrir Austurlandi því hann hafi oft gert sér að leik ásamt fleiri drengjum, að ganga fjörur og hirða brak og muni sem greinilega komu úr herskipum. Þeir fundu m.a. sjóliðahúfur og eitt sinn fann Jóhann heilan sjúkra- kassa, fullan af sjúkragögnum og þ.á.m. var morfín í kassanum. Loftárásir Sökum hinna miklu umsvifa her- námsliðsins á Seyðisfirði á stríðs- árunum höfðu Þjóðverjar mikinn áhuga á staðnum. Seyðisfjörður var helsta flotastöðin á Austur- landi og þaðan vom m.a. gerðar árásir á Noreg og einnig lágu stöðugt olíubirgðaskip inni á firðinum sem sá flotanum fyrir eldsneyti. Þjóðverjar sendu því oft flugvélar til að njósna um umsvif flotans á Seyðisfírði og nokkrum sinnum gerðu þýskar sprengjuflugvélar minniháttar loftárásir á flotann. Yfirleitt var hins vegar einungis um njósna- vélar að ræða og vom þær gjarn- an flæmdar á brott með mikilli loftvamarskothríð frá byssu- hreiðrum og af skipum sem stödd vom á firðinum á hverjum tíma, þótt reyndar hafi Banda- ríkjamenn verið mun duglegri við loftvamir en Bretar. Þjóð- verjar flugu hins vegar sjaldan beint yfir bæinn heldur héldu sig yfir fjöllunum í mikilli hæð og því kom það aldrei til að þýskar vélar væru skotnar niður. Reynd- ar héldu hermenn því fram nokkr- um sinnum að þeir hefðu hæft vélar, en ekki eru til heimildir um að þýskar vélar hafi brotlent á láði eða legi vegna loftvarnar- árása setuliðsins. Seyðfirðingar vom ekki sérlega smeykir við loftárásir Þjóðverja, enda hafði fólk ekki kynnst hroðalegum af- leiðingum slíkra árása. Þó hljóta yfirvofandi árásir að hafa valdið fólki kvíða. Alla glugga átti að hylja svo ekki sæist ljós úr þeim, en um leið og vart varð við þýsk- ar sprengjuflugvélar var raf- magnið tekið af bænum. Þegar árásimar hófust átti fólk að fara niður í kjallara húsa sinna og láta þar fyrir berast þar til merki væri gefið um að hættan væri liðin hjá. Ef fólk hafði ekki kjallara til að leita í þá átti það að skríða undir borð. Fyrsta loftárásin sem olli Seyðfirðingum verulegum óhug átti sér stað laugardaginn 5. september 1942, en þann dag tóku Bandaríkjamenn við vörn- um Seyðisfjarðar af Bretum. Loftárásin 5. september 1942 Þennan dag var mikill fjöldi skipa inni á Seyðisfirði og var um að ræða herskip af öllum stærðum og gerðum, sennilega um 50 talsins. Þar á meðal flug- vélamóðurskip, þrjú beitiskip, 20-30 tundurspillar, a.m.k. þrír kafbátar og geysilega stórt olíu- skip. Um kl: 11:00 hófst vél- byssuskothríð frá flugmóður- skipinu og í sama mund heyrðist í flugvél og sást hún á milli skýjabólstra stefna suður yfir fjörðinn, á að giska í hæð við fjallstindana við fjarðarbotninn. 1 næstu andrá gaus upp mikill reykjarstrókur, sem bar við him- inn og síðan heyrðist dynkur eða drunur. Þá var ljóst að Þjóðverjar höfðu varpað sprengju á bæinn. Sprengjan féll í götuna skammt fyrir innan íbúðarhúsið Björg- vin, sem var eign Guðfinns Jóns- sonar. Við sprenginguna mynd- aðist heilmikill gígur og þeyttust möl og grjóthnullungar upp í loftið og dreifðust umhverfis gíginn. í fjörunni, rétt fyrir neð- an staðinn sem sprengjan hæfði, voru drengir að leik í árabát. Rigndi grjóti úr gígnum yfir drengina og slösuðust tveir þeirra alvarlega. Einn drengjanna, Grét- ar R. Oddsson, fékk sprengjubrot í fótinn og voru meiðslin svo al- varleg að taka þurfti af honum fótinn, en drengurinn var aðeins sjö ára gamall. Annar drengur, Aðalbergur Þórarinsson, slasað- ist einnig alvarlega, en leikbræð- ur þeirra meiddust minna. Bátur- inn, sem drengirnir voru hjá, fór í spón og einnig bryggja nokkur. Sjóbúðarskúr sem var þar nálægt hrundi til grunna. Ibúðarhús sem stóð um 20 metra frá þeim stað er sprengjan kom niður, skemmdist einnig talsvert, allar rúður í því brotnuðu og skemmdir urðu einn- ig á innanstokksmunum. Banda- ríkjamenn bættu það tjón sem varð eftir fremsta megni og m.a. var drengurinn sem missti fótinn sendur til Bandaríkjanna þar sem hann fékk gervifót og gekkst undir endurhæ.fingu á kostnað hersins. Talið er víst að þýska sprengjuflugvélin hafi varpað tveimur sprengjum, en aðeins önnur þeirra virðist hafa sprung- ið. Sprengjunum var eflaust mið- að á olíuskipið sem var skammt undan landi þar sem sprengjan sprakk, en ekki tókst loftárásin nú betur en raun varð á og verður að teljast merkilegt að Þjóðverj- um skyldi ekki takast að hitta eitthvert af hinum 50 skipum sem lágu á firðinum. Daginn eft- ir að þetta gerðist komu þrjár þýskar flugvélar fljúgandi yfir bæinn, en þær voru flæmdar á brott með gífurlegri loftvarnar- skothríð. Loftárásir Þjóðverja voru þó ekki alltaf svona árang- urslausar. E1 Grillo Eins og áður sagði lá jafnan olíu- birgðaskip á höfninni á Seyðis- firði. Skip þessi voru fullfermd af olíu þegar þau komu til fjarð- arins og sáu þau flotanum fyrir eldsneyti þar til þau höfðu verið tæmd og kom þá jafnan annað skip í stað þess sem tæmt hafði verið. Haustið 1943 kom eitt slíkra skipa, fullfermt af olíu og lagðist norðan miðfjarðar á „Kringlunni“, undan Háubökk- unum í u.þ.b. 3-400 metra fjarlægð frá landi. Skipið hét E1 Grillo, um 10.000 smálestir að stærð og 147 metra langt. Skipið var síðan notað sem olíustöð í u.þ.b. eitt og hálft ár. Allan þann tíma lá það á sama stað á höfninni. Þegar það var orðið tómt, kom strax annað olíuflutningaskip og fyllti það aftur af olíu. Á þessu tímabili var skipið fyllt og tæmt hvað eftir annað og það hafði einmitt ný- lega verið fyllt þegar það varð fyrir árás þýskra flugvéla. Eftir- farandi lýsing er úr bókinni „Seyðfirskir hernámsþætúr", efúr Hjálmar Vilhjálmsson sem var bæjarfógeti á Seyðisfirði á her- námsárunum. „Hinn 16. ferbrúar 1944 var afar gott veður á Seyðisfirði og raunar mun svo hafa verið um land allt þann dag. Það var blæja- Jóhann Sveinbjörnsson með hið merkilega byssusafn sitt, en íþví er að finna tugi vopna úr báðum heimstyrjöldum. Jóhann er með breskan Enfield riffil í höndunum og með breskan herhjálm á höfði. Ljósm. SÓ

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.