Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 70
68
Höskuldur Þráinsson
gæfara er að notað sé að (at), bæði í fomu máli og síðar, en þó má
finna dæmi þess frá ýmsum tímum eins og sýnt er í (32)-(34).19
(32) 1 þann seyþe raufar þú þar, at betr være, at eige ryke
(Heusler 1962:164)
2 hér er maðr, at ek vil, at þú taker við (Nygaard 1966:269)
3 at þeir menn fengu margir framkvæmð, at miklu vára síðr á
legg komnir en hann (Bjarnar s.:113)
(33) 1 eg hefi eigi þann mann þa vatnit hrærist at lati mig i dikit
(Málið:129)
2 Huer er sa i Heluijte ad þier seige Þacker (Sprache:362)
3 margt annad fleira eg giet hier til dreigid at þetta mitt mal
ma styrkia (OH, 17. öld)
(34) 1 Enda skortir ekki þá röksemdina, að einsömul nægi, sem er
framburðurinn (OH, 19. öld)
2 engin er sú í mínu ríki að mér geðjist (OH, 19. öld)
2.2.2
Eftir því sem Björn Karel Þórólfsson (1925:47-49) segir, bætist smá-
orðið eð í hóp tilvísunarorða á 15. öld. Það lifir enn í sambandinu þar
eð og í samböndum eins og í nótí eð leið en varla annars. Nokkur
dæmi era sýnd í (35):20
(35) 1 þorsteinn einarsson ed seger (ísl.orðm.:48-49, 15. öld)
2 fyre spamanninn | ed seiger (Málið:129)
3 allt til þess stadar edheiter Sichem (Sprache:361)
4 Er þar nockur ed sege, ad Gud sie ei til? (OH, 18. öld)
2.2.3
Óbeygjanlega orðið sem, sem nú er nær einhaft í tilvísunarsetning-
um í daglegu tali, virðist nokkra yngra í málinu en er t. d. Nygaard
(1966:263), Lindblad (1943:115-116) og Knudsen (1967:73) telja allir
að sem komi fyrr inn í fornnorsku en forníslensku, en þó munu elstu
dæmi um sem í íslensku hugsanlega vera frá 11. öld (Haraldur Matt-
19 Athyglisvert er að áfn. sá kemur oft fyrir í setningunni á undan at (Heusler
1962:164).
20 Bæði Jón Helgason (1929:129) og Bandle (1956:361) nefna að áfn. fari
gjarna á undan eö.