Íslenskt skákblað - 01.10.1925, Blaðsíða 4

Íslenskt skákblað - 01.10.1925, Blaðsíða 4
26 i’Slenskt skákblað 14 ára, þegar harrn fór að gefa sig að tafli. Skal hjer til gamans tekið upp það, sem hann segir sjálfur um upphaf skákiðkana sinna: »Jeg get alls ekki talist meðal þeirra undrabarna, sem máta föður sinn og aðra góða skákmenn þegar á fyrstu barndómsárum. Jeg var fremur seinn að læra frumreglur skáktaflsins og beið oftast ósigur fyrstu 3 árin. En þegar jeg var búinn að lesa og athuga gaumgæfilega litlu kenslubókina hans Dufresne’s, þá fór mjer að ganga betur —.« Dr. Lasker hlaut þýska skákmeistaratign á þingi skáksambands- ins þýska í Breslau 1889. Úr því tók hann að gefa sig mjög við skák. Hann fór til Englands og háði^fnvígi í London við stór- meistarana Bird og Blackburne og sigraði þá með + 7 : 2 = 3 og -f- 6 0 = 4. Næsta ár fór hann til Bandaríkjanna og sigraði þar hvarvetna. Eins og áður er getið, hlaut liann heimsmeistara nafnbót eftir sigra sína við Steinilz 1894 og 1896. Síðan varði hann þessa tign sína í einvígum við efldustu skákmenn heimsins, og má þar til nefna: Marshall árið 1907, sigraði með +8-+-0 = 7; Tarrasch 1908, sigraði með -f 8 -s- 3 = 5, og affur við sama 1916 og sigr- aði þá með +5-+-1 = 1; Janowski i París 1909, sigraði með + 7-5-1 =2 og í Berlín 1910 með +8-+-0 = 3; Schlechter í Wien 1910, sigraði með + 1 -+- 1 = 8, og hlaut Schlechter, hinn nafnkunni austurríski skákmeistari, þar af sinn mesta orðstír. Dr. Lasker hefir kept á 14 alheims-skákþingum og gengið 11 sinnum frá borði með 1. verðlaun, en annars hefir hann skift með 2. og 3- — Eini ósigur hans er, þegar liann varð að bíða lægri hlut fyrir Capablanca í viðureigninni við hann í Havanna um heimsmeistara- tignina árið 1921 og tapaði 4 töflum, en gerði 10 jafntefli og misti með því heimsmeistaratignina. Eftir einvígið við Capablanca hjelt Dr. Lasker kyrru fyrir í rúmlega 2 ár. En í júlí 1923 kemur liann aftur fram á sjónarsviðið og teflir á meistaraþinginu í Márisch-Ostrau. Par vinnur hann 1. verðlaun án þess að tapa nokkurri skák. Síðan var honum boðið til skákþingsins mikla í New York í apríl 1924. Þar vinnur hann einnig 1. verðlaun.*) Næstur honum þar varð Capablanca — skák- heimsmeistarinn, — síðan Aljechine, skákmaðurinn mikli. Skákheim- urinn stóð undrandi yfir úrsliíum þessa skákþings. Sigur Dr. Laskers var hinn stórglæsilegasti. Spurningar voru settar fram: Hvor var *) Sjá „Skákpingið mikla í New York“ síðar í þessu blaði.

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.