Íslenskt skákblað - 01.10.1925, Blaðsíða 5

Íslenskt skákblað - 01.10.1925, Blaðsíða 5
ISLENSKT SKÁKBLAD 27 í rauninni skákheimsmeisíari, Capablanca eða Dr. Lasker? Mikið var um þetta rætt fram og aftur og margvíslegar skoðanir látnar uppi. Pó er eitt víst — eins og áður hefir veiið getið í þessu blaði — að Capablanca vann sigur sinn um heimsmeistaratignina rneð fullum sóma. Það er og álit meistara, svo sem Reti’s, Mieses o. fl., að Capablanca beri með óskoruðum ijetti þessi tign hans- En eftirtektarvert er þrek og þol Dr. Laskers, þegar tekið er tillit til aldurs hans (um 58 ára). Það hefir verið álit margra — og er enn þá, þeirra, er um þetta mál rita, — að Dr. Lasker hafi og geti enn þá haft dáleið- andi áhrif á mótstöðumann sinn í skák. Þess vegna sje sigurför hans öll svo mjög glæsileg. Reti og fleiri stórmeistarar liafa ritað og rita á þessa leið. En öllum ber þeim þó saman um það, að snild Dr. Laskers, aðgæini og stilling sje óviðjafnanleg, og að enda- töfl hans mörg sjeu þau fegurstu og að öllu leyti hin snjöllustu, sem enn þá hafi tefld verið. Skákheimurinn bíður nú með eftirvæntingu og óþreyju eftir nýju einvígi milli Dr. Laskers og Capablanca. En um tign heims- meistarans er hjer ekki lengur að ræða, því að Dr. Lasker þykist nú of gamall orðinn til þess að verja þá tign, þótt hann sigraði og ynni liana aítur, sem mjög væri tvísýnt. Dr. Lasker, þótt gamall sje, er enn fullur kapps og vinnuþreks. Ætlar hann nú innán skamms að heyja einvígi við Dr. Vidmar og bíða skákvinir með óþreyju eftir úrslitum þess. Að lokum skal þess getið, að Dr. Lasker hefir einnig unnið sjer frægð og álit með útgáfum ágætra skákrita og sem ritstjóri skákblaða — bæði í Englandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Auk þessa hefir hann samið merkileg og fræg heimspekirit. Látum vjer svo þetta nægja að sinni um þennan skákjöfur vorra tíma. Þótt Dr. Lasker sje hniginn að aldri, er ekki að efa, að enn á hann eftir að hita mótstöðumönnum sínum í skák og blað vort að geta lians að maklegleikum. Að lokum skal bent á, að síðar í þessu hefti verða birtar 4 af frægustu skákum Dr. Laskers til þess að sýna enn betur skák- styrk lians. J. H. H. A L) A D F U N D IJ It Skáksambands íslands var haldinn á heimili Kristjáns hjeraðslæknis Arinbjarnarsonar á Blönduósi 23. júní síðastliðinn.

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.