Íslenskt skákblað - 01.10.1925, Blaðsíða 25

Íslenskt skákblað - 01.10.1925, Blaðsíða 25
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ 4? frammistöðuna. Aljechin er nú talinn einhver hinn snjailasti skák- þingstaflmaður, sem uppi hefir verið. Skákþing fyrir drengi (til 17 ára aldurs) var nýlega háð í Hast- ings á Bretlandi. Skákmeistari varð W. H. Pratten, 16 ára, næstur varð H. F. Reeve, 16 ára, og sá þriðji C. Bruning, 13 ára. Pátttak- endur voru 24. Kept var í 4 flokkum og keptu svo saman til úr- slita efstu menn hvers flokks. Skákþing um meistaratign Bretlands stóð til að háð yrði í ágúst. Úrslit ókunn enn. Skákháskóli (Akademi) er nýlega stofnaður og tekinn ti! starfa ' Moskwa á Rússlandi. F.r hann undir eftirliti stjórnarvaldanna. Meðal kennaranrtá (prófessoranna) eru Dus Cholimiski og Selesieff, báðir þektir skákmeistarar. Skólinn stendur yfir í 3 mánuði á ári. þetla nrun vera fyrsti og eini skákháskóli í lieimi og þykir mikið °g merkilegt nýmæli. Að vísu mun áður haf.i farið fram kensla í skákfræði í barnaskólum í Þýskalandi og ef til vill víðar. I n n 1 e n d . Fátt er frjettnæmt frá skákfjelögum vorum síðan síðasta hefti Skákblaðsius kom út. Sumar- og haustannir hamla mönnum víðast- hvar frá því, að stofna til skákfunda. Taflfjelag Reykjavíkur hefir þó haft skákfundi nokkurn veginn reglulega í sumar og haust. Og 'iú munu reglulegir skákfundir vcra byrjaðir í flestum skákfjelögum. Skákfjelag Akureyrar byrjar reglulega fundi með þessum mánuði. Nýlega átíi Skákblaðið tal við góðan skákmann úr Grímsey. Ljet hann þess geíið, að skáklíf væri að dofna í eynni, en spil að verða algengari dægrastytting. Er mjög leitt slíkt að frjeíta, eklci síst vegna þess, að mjög hefir Ijómað um Grímseyinga um áratugi Scm skákmenn. Ættu þeir í nafni skáklistarinnar að efla fjelagsskap sinn eflir ítrasía rnegni og vernda hlotinn skákheiður sinn með ’Újum og öflugum æfingum og fjörugu skáklífi. Nýmæli er það, að ritsímaskák er ákveðið að hefjist milli 6 n'anna úr í'aflfjelagi Rvíkur og 6 manna úr Skáksambandi Noregs. i-r tilætlunin að teflt verði á 2 borð og stýri hvoru tafli 3 menn. þetta nrjög ánægjulegur vísir samvinnu íslenskra skákinanna og e(lendra. — Óneitanlega virðist oss þó hefði verið tilhlýðilegra, að ''ó unga Skáksamband íslands hefði verið í samningum um þetta ’Úniæli og ráðið til skákmennina, þótt á liinn bóginn vjer teljum n'álinu borgið eins og því er komið.

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.