Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 8

Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 8
54 ÍSLENSKT SKAKBLAÐ eru seint á 10. öld e. Kr. Talar hann þar um það setn algenga skemtun í Persíu. Að öðru leyti verður ekki með vissu sjeð, hve- nær það barst þangað. En þaðan hefir það flust til Arabíu og varla seinna en kringum 780. — Arabar hafa orðið mjög hrifnir af skáktaflinu og iðkað það af miklu kappi, Bókmentir þeirra næstu aldir eru mjög auðugar af ritverkum um skák, og eru enn til ýms handrit frá þeim tímum, er sýna skákiðkanir þeirra. Jafnvel eru til í hapdritum skákdæmi arabisk með ráðningum. Arabar nefndu skáktaflið shatranj, og er það afbökun á sanskrítarorðinu caturanga. Peir komu lögum og reglum skáktaflsins á fastan fót og margir þeirra urðu frægir fyrir skáklist sína. Pegar á 9. öld voru uppi 3 frægir skákmenn og skákrithöfundar, sem hjetu A1 Adli, Al Razi og A1 Culi. Á sömu öld er og getið uni mjög fiman blindteflara í Persíu, og um sömu mundir var sonur Persa eins kallaður taflmað- urinn Abu Haf?. Skákhöfundar Araba trá þessum tíma skýrðu ekki taflbyrjanirnar eins og við gerum nú, heldur röðuðu þeir mönnun- um í ýmsar ímyndaðar stöður á taflborðið, sem þeir nefndu svo ýmsum nöfnum og byrjuðu taflið út frá þeim. Frá Arabíu fluftist skáktaflið til Spánar, sennilega á 8. öld. Var það teflt þar og annarsstaðar í Evrópu um 500 ára skeið á sama hátt og eftir sömu reglum og það hafði teflt verið í Asíu Á Spáni var taflið orðið mjög algengt um árið 1000, en nokkru fyr meðal Araba þar. — Til Ítalíu barst það fyrir 1050, og er þess fyrst getið þar árið 1061. En svo er það ekki fyr en hjer um bil heilli öld síðar, að skáktaflið berst til Frakklands, en þaðan litlu síðar til Eng- lands. Fyrsta skýringin á skáktafli í bókmentum Englands er á latínu, eftir Alexander Neckham ábóta (d. 1217), í bók hans »De naturis rerum«, sem er einskonar alfræðibók. 18. kafli þessarar bókar hljóðar einvörðungu um skák. Til íslands virðist skáktaflið hafa borist"seint á 12. öld. Að minsta kosti þykir víst, að Snorri Sturluson og ýmsir aðrir málsmetandi menn íslenskir hafi kunnað að tefla skák. — Bygt á því, að klerkar og munkar þessara tíma voru einkum vel að sjer í skáklist og skákfræði og höfðu taflið mjög um hönd, er ætlað, að íslendingar, sem gengið höfðu í dóm- skóla og klausturskóla í Englandi, þar sem líka bók Neckhams var mjög lesin, hafi flutt það með sjer þaðan hingað til lands. En að munkar og klerkastjett hafði sjerstaklega skáktafl um hönd á rót sína að rekja til þess, að teningsspil öll voru harðlega bönnuð í kanoniskum lögum. Víða í íslenskum sögum er skáktafla getið, en oft mun það vera rangnefnt í stað hnefatafls? sem mjög var iðk-

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.