Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 24

Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 24
70 ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ frá því geti kornið góðir skákmenn og einkum að út frá því breiðist áhugi fyrir skák í nærliggjandi hjeruð. B R .T E FABALKUR. Gísli Pjetursson! Skákblaðið þakkar ágætt brjef yðar. Blað- inu er óblandin ánægja að því, að meðtaka brjef frá skákvinum landsins, og ekki síst, er þeir eiga heima í fjarlægustu hjeruðuni. Væntum þess, að eiga eftir að meðtaka fleiri brjef frá yður um skák- mál og skáklíf í hjeraði yðar. Mun blaðið fúslega birta kafla um slík efni. — Hvað snertir ráðningu yðar á skákenda í I. hefti Skák- blaðsins, vísast til ráðningar á honum í þessu hefti, og er þar full skýring á því, hvernig flestum hefir orðið á, að rata inn á villigöt- ur í ráðningunni. — Því miður getur Skákblaðið ekki birt »tafllok« yðar, því að þótt byrjunarleikurinn sje snjall, er hann og mátið í 3ja leik of augljóst. — Ekki getur Skákblaðið heldur gefið yður leið- beiningu um bók þá eflir Niemzovitch, er þjer talið um, nje um sjerstaka »hans aðferð« í skák. Höfum hvergi sjeð hennar getið. Sveinn Halldórsson! Skákblaðið þakkar yður fyrir brjef yðar nýlega meðtekið ásamt skákdæmum. Hafa 2 þeirra verið tekin til birtingar í þessu hefti. t a r Svart. I. O K. Eftirfarandi fafllok hefir fyr- verandi póstmeistari Fr. Möller (heiðursfjelagi í Skákfjelagi Ak- ureyrar) látið oss í tje. Hefir liann geymt þessi tafllok í minni, en glatað höfundarheit- inu. Hefir hann látið þess getið, að erfitt myndi að ráða þessa þraut. Væntum þó, að lesendur Skákblaðsins láti ekki þess vegna hugfallast, en geri tilraun til að ráða tafllokin og sendi Skákblaðinu ráðningar sínar.

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.