Íslenskt skákblað - 01.05.1926, Blaðsíða 4

Íslenskt skákblað - 01.05.1926, Blaðsíða 4
74 fSLENSKT SKÁKBLAD engin töfl frá yngri árum hans; þau tefld töf!, sem varðveitt eru nútímanum, eru frá elliárum hans, og eru nær alt saman forgjafa- töfl, sem þá, og löngu síðar, var títt að meistararnir tefldu við sjer lakari skákmenn til þess að sýna yfirburði sína. Tii eru fáeinar tefldar blindskákir eftir hann, því að hann iðkaði einnig þessa íþrótt; en ekki gat hann teflt meira en 3 skákir í einu og það með mikilli áreynslu. Pykir það lítið hjá nútímans meisturum, t. d. Aljechin eða Reti. Skákrit Philidors voru þau merkustu, sem birt höfðu verið fram á hans tíma. Hann var fyrsti maðurinn, sem gagnrýndi til hlítar tefld töfl, byrjanir og tafllok, og er þannig fyrirmynd síðari rithöfunda. Af byrjunum hans er frægust »Vörn Philidors«, sem var afar- mikið notuð alt fram á miðja 19. öld, en nú lítið sem ekkert vegna annara betri, sem síðar hafa verið uppgötvaðar. Taflaðferð Philidors er sjerkennileg að því, að hann leggur aðaláherslu á peðastyrk taflsins. Hann teflir peðunum sem mest hann getur fram á borðið — helst saman og á miðborði, en notar yfirmennina meira til styrktar en áhlaupa. Þetta líkist þannig mjög »positions«-skákinni, sem reynt hefir verið að fjalla um í fyrri grein- um Skákblaðsins. Aðferð hans var alveg ný, enda liðu mörg ár> þar til hún að nokkru leyti var tekin upp aftur. Auk þess að Philidor var skákmaður með afbrigðum, þá var hann einnig frægt tónskáld og mikils metinn fyrir operu-leikrit sín í París (Opera comique). Hann var búsettur í París til 1790, en flúði svo þaðan — undan stjórnarbyltingunni miklu — til Englands og bjó þar til dauðadags. Labourdonnais. Eftir fráfall Philidors liðu allinörg ár svo, að Frakkar og Englendingar, sem nú voru forgöngumenn skáklist- arinnar í Evrópu, áttu engan mann, sem um var hægt að segja með vissu, að væri »sterkasti maðurinn«. Herforinginn Le Breton des Chapelles (f. 1780) skaraði einna mest fram úr, enda Ijet hann mikið til sín taka og þóttist ósigrandi. — Mestur skákmaður Eng- lendinga var þá William Lewis (f. 1787), mjög merkur skákrithöf- undur. — Deschapelles skoraði á hann, annan Englending, J- Cochrane, og Frakkann Labourdonnais. Bauð hann Lewis peð og leik í forgjöf — 3 töfl, en liinum peð og 2 leiki — 7 töfl hvorum. Pessi töfl voru öll tefld í St. Claud 1821 og endaði með sigri Des- chapelles yfir Cochrane, en hann tapaði fyrir hinum tveim, og öll- um skákunum fyrir Labourdonnais. Eftir þetta dró Deschapelles

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.