Íslenskt skákblað - 01.05.1926, Blaðsíða 6

Íslenskt skákblað - 01.05.1926, Blaðsíða 6
76 ÍSLENSKT SKAKBLAÐ aðallega vegna hjartabilunar. Skáksögu lians var því mestmegnis lokið eftir skákþingið í London 1851, þar sem hann aðeins náði 4. verðlaunum. Pjóðverjinn Adolf Anderssen hlaut fyrstu verðlaun (sigraði Staunfon með +4 + 1) og var hann síðan um áraskeið talinn mestur allra skákmanna. Skákaðferð Sfauntons er aftur ólík Labourdonnais. Hann sýnist hafa lítið hugmyndaflug í taflmensku sinni, en vinna mestmegnis á aðgætni — og í vörn. Aðferð lians er merkileg vegna þess, að hann virðist hafa skapað hana algerlega sjálfur. Staunton var alkunnur vísindamaður. Einkanlega eru merkileg rit lians um Shakespeare, stórskáld Englendinga. — Lesendum blaðs- ins til frekari skýringar, fara hjer á eftir 3 skákir, sín eftir hvern mann. /. H. H. MEISTABAÞINGIÐ í M O S Ií Y A . 1 frjettum síðasta heftis var minst á þetta skákþing, sem háð var fyrir árslokin 1925. Skal nú drepið á þetta nánara hjer vegna þess, að þarna keptu margir frægustu stórmeistarar nútímans, — og svo vegna hinnar miklu og eftirfektarverðu þátttöku Sowjet- Rússlands. Áherslan, sem Sowjet-Rússar hafa lagt á skák, er aðdáanleg. Áður var lögð heldur lítil rækt við alvarlega skák í Rússlandi, og meistarar þeirra höfðust mest við hjá öðrum þjóðum. Nú má sjá annað. Ríkið sjálft hefir þegar tekið að sjer skákmálin og gert skák- taflið að lið í uppeldisfræði barna með því að láta kenna það í öll- um skólum. Ennfremur er nú búið að stofnsetja skákháskóla (Academi) í Moskva. Skáksamband var myndað um alt Rússland, og telur nú 45,000 ineðlimi — er það tala, sem aðrar þjóðir skilja ekki, — en er þó aðeins fárra ára gamalt. Árangurinn af þessu verki þeirra er glæsi- legur, og skal reynt að sýna það með eftirfarandi línum. Skákþingið var sett af ríkisdómaranum Krylenko, sem margir kannast við, en hann er forseti sambandsins. Meðal þeirra, sem hjeldu þar ræður, voru þeir Capablanca og Lasker. Síðan var tekið til starfa og teflt í stórum og skrautlegum sal, þar sem var gos- brunnur á miðju gólfi til þess að kæla loftið. Daglega kvað hafa verið um 1500 áhorfendur og beið þó margt úti fyrir til að kom- ast að ef iosnuðu sæti,

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.