Íslenskt skákblað - 01.05.1926, Blaðsíða 16

Íslenskt skákblað - 01.05.1926, Blaðsíða 16
86 ISLENSKT SKÁKBLAÐ 1915 Eggert Guðmimdsson.*) 1916 Pjetur Zóplióníasson. 1917 Eggert Guðmundsson. 1918 Sami. 1919 Stefán Ólafsson. 1920 Eggert Guðmundsson. 1°21 Stefán Ólafsson. 1922 Sami. 1923 Frímann Ólafsson.**) 1924 Sigurður Jónsson. 1925 Eggert G. Gilfer. 1926 Sigurður Jónsson. Skákþingið 1926 hófst í Reykjavík 4. apríl síðastl. og stóð til 14. s. m. eða í 10 daga. Mun þetta vera merkasta skákþing, sem háð hefir verið á íslandi, að því leyti, að þar voru samankomnir flestir öflugustu skákmenn landsins, og þingið sóttu 3 taflmenn úr Skákfjelagi Akureyrar. En síðastl. 3 ár a. m. k. hafa einungis tafl- menn úr Reykjavík tekið þátt í þingi þessu, og aldrei fleiri en 4—5 í I. flokki (1923 aðeins 2). Nú tefldu í I. flokki 9 taflmenn, 7 úr Taflfjelagi Reykjavíkur, þar af 4 úr II. fl. þess fjelags, og 3 úr Skák- fjelagi Akureyrar. Hlutskarpastur varð Sigurður Jónsson, sem náði I. verðlaunum með 7 vinningum, tapaði aðeins einni skák, og tók þar í annað sinn íslenska meistaranafnbót. Eggert G. Gilfer, hinn fyrverandi meistari, hlaut II. verðlaun, með 61/2 vinningi, tapaði 2 skákum fyrir Il.-flokks mönnum á þinginu, þótt telja megi hann með okkar allra snjöllustu taflmönnum. Sýndu þeir annars, þessir II. flokks taflmenn, á þinginu, sem tefldu í 1. flokki, þeir Ingólfur Pálsson, Sigurjón Fjeldsted og jafnvel Árni Árnaspn, að þeir eru I- flokks taflmenn, þótt þeir hafi ekki tekið »stigið« ennþá. Pá hlaut III. verðlaun Ari Guðmundsson, úr Skákfjelagi Akureyrar, með 5’/2 vinningi, en IV. verðlaunum skiftu með sjer þeir Ing. Pálsson, Sig- urjón Fjeldsted, úr Taflfjelagi Reykjavíkur, og Stefán Ólafsson, úr *) Eggerf Quöinundsson, Jakobssonar tiinburmeistara i Reykjavik, orgel- og pianoleikari, hefir lekið upp ættarnafnið Gilfer fyrir I eða 2 árum síðan. Höfum vjer af vangá slept ættarnafni lians, þar sem vjer höfum áður getið hans hjer í blaðinu, og biðjum hann veívirðingar á þvi. Ritstj. **) 1923 tóku þáít I Skákjiingi íslendinga einungis 2 Il.-flokks nienn nr Taflfjelagi Reykjavíkur, og vitum vjer ekki, hvort fjelagið hefir viðurkent sig- urvegarann skákmeistara fyrir þetta ár. Ritstj.

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.