Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.02.1933, Blaðsíða 2

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.02.1933, Blaðsíða 2
18 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands í heilum kroppum, þó að um væri beðið, og undu versl- anir þvi illa. Frá sjónarmiði félagsins var ekkert við þetta að at- huga, ef það hefði getað náð íil að selja öllum þeim einstaklingum, er vildu kaupa heila kroppa. En eftir að félagið rak sig á, að bæði menn af félagssvæðinu og úr nánasta nágrenni þcss, keptust við að selja versl- unum og frystihúsum við innkaupsverði, og jafnvel lægra en innkaupsverð félagsins, breytti það um. Versl- anir gátu þá fengið kjötið fyrir j>að lágt vcrð, að þær gátu selt einstaklingum það aftur i lieilum kroppum, svo að svaraði koslnaði, fyrir sama eða jafnvel lægra verð en félagið seldi fyrir. Til þess að lialda viðskipl- unum áfram, varð félagið því að semja við verslan- irnar um meiri eða minni afslált á þcirri 10 aura verð- framfærslu, sem ákveðin var. En mcðan innkaupsverð félagsins var ákveðið miklum mun hærra en von var um að fá fyrir kjötið á erlendum markaði, var auð- vitað sjálfsagt að nota heldur innlenda markaðinn, svo sem auðið var, jafnvel þó að falla yrði alveg frá 10 aura verðframfærslunni. Síðastl. iiaust var innkaupsverðinu stilt svo í hóf, að ekki yrði stórtap fyrir félagið, þó að eilllivað af kjöti yrði að flytja á erlendan markað. En eftir áætl- unum um sölu sláturfjár síðastl. liaust, voru miklar líkur til þess, að félagið yrði að flytja mikið út að þcssu sinni. Félagsstjórninni þólti því ilt, að geta ekki trygt félaginu það verð, scm ýtrustu líkur hentu til, að unt væri að fá fyrir þann hluta kjötsins, er seljast mundi innanlands. Ákvað stjórnin þvi, að söluverð til einstaklinga skyldi núna vera 15 aurum hærra en innkaupsverð pr. kgr. (i stað 10 aura áður), en sam- tímis skyldi hin gamla, ákveðna 10 aura verðframfærsla gilda ólireytt til verslana, og þurftu þær þá siður að kvarta, þar sem þeim var gert kleift að selja kjöt frá

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.