Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.02.1933, Blaðsíða 10

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.02.1933, Blaðsíða 10
2G Félagsrit Sláturfélags Suðurlands þeirra svo að segja eingöngu á tísku, en tiskan liefir einatt sýnt sig að vera dutlungasöm og valtur grund- völlur til að byggja afkomu sina á. Lægsta verð, sem eg veit til að silfurrefa-par liafi verið selt fyrir, var 800 krónur síðastl. haust. Þar við bætast svo 2 búr með húsum, sem kosta minst 200 kr. hvort og girðing utan um þau, sem varla getur kostað minna cn 200 kr., cf í lagi á að vera. Stofnkostn- aður með eilt par mun þvi láta nærri að vera 1400 krónur. Aftur á móti getur fóðrið verið mjög ódýrt, og sé lieppnin með, getur fengist ágætur arður af stofn- kostnaðinum, sérstaklega i byrjun, meðan líklegt er að geta selt dýr til lífs — en ef parið misheppnast og á enga hvolpa, þá er mikið í húfi, ekki síst fyrir þann, sem ráðist hefir í fyrirtækið af lítilli getu. Rvik. 20. jan. 1933. II. Bergs. Leiðlieininpr um slátrun nautgripa og meðferð á nautgripakjöti. Nautgripi, sem ætlaðir eru til slátrunar og sölu, er best að fá liingað lifandi, enda er það seljanda trygg- ing fyrir liæsta verði á samskonar kjöti. En sé þeim slátrað lieima, er nauðsynlegt að gera þá lil að öllu leyti strax, og fylgja hér nokkrar leiðbeiningar um slátrun gripanna og meðferð kjötsins. Að senda gripi dauða í skinninu, stórskemmir kjötið og fellir það í verði, auk þess sem fláning hér kostar nokkuð. Það, sem aðallega þarf að atliuga, er þetta: Þess skal vandlega gætt, að skrokkurinn óhreinkist

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.