Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.02.1933, Blaðsíða 12

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.02.1933, Blaðsíða 12
28 Félagsrit Sláiurfélags Suðurlands Verður að gæla þess vandlega, að umbúðirnar blotni ekki í flutningnum, því að verði kjötið fyrir utanað- komandi bleytu, verður það mjög ljótt útlits. Tungur úr veturgömlum og eldri nautgripum, sem slátrað er heima, vili féiagið gjarnan kaupa, og ijorg- ar fyrst um sinn fyrir þær kr. 1.25—2.00 hvert stykki. Skulu þær skornar þannig úr, að tunguræturnar fylgi, og séu þær óklofnar og heilar. Tungurnar verða að scnd- ast félaginu nýjar. Langa og garnir, að undanskildum ristli, úr sömu gripum kaupir íelagið einnig, cf það er heill og óslitið og öll óhreinindi liafa verið skoluð úr þvi strax eftir slátrun. Getur félagið borgað fyrir þetla alt að 50 aur- um úr grip. Þetta má senda hvort lieldur er nýtt eða vel saltað. Englandsmarkaður. Samkv. samningum þeim, er Englendingar gerðu við nýlendur sinar á Ottawa-ráðstefnunni síðastl. sumar, leyfist öðrum en nýlendum þeirra ekki að flytja frosið kjöt til Englands, nema sem nemur ákveðnum hundraðshluta af þvi kjölmagni, er þangað var flutt af framleiðslu ársins 1931. Fer þcssi hundraðshluti minkandi ársfjórðungslega alt niður í 65%, og niður í það á innflutning- urinn að vera kominn á miðju ári 1934. Frá íslandi nemur þetta rúmlega einum skipsfarmi. Samtímis fer jiað árlega minkandi,. sem hægt verður að selja til Noregs af saltkjöti með bærilegum tollkjörum. Eru takmarkanir á innflutningi þegar komnar til framkvæmda i Englandi. Þannig mátti Es. Brúarfoss ekki koma þangað með fullfermi síðustu ferðina á fyrra ári — cn samtímis liefir verð- lag á kjöti jiar hækkað töluvert. Ekki skal því vanlreyst að órcyndu, að undanþága fáist, ís- landi til handa, svo að vér mcgum flytja til Englands það kjöt, er vér nauðsynlega þurfum að selja þangað í framtíðinni, og njótum þar með verðhækkunar þeirrar, er takmarkanirnar or- saka. — Enda mun varla ofmælt, að íslenskum landbúuaði sé það lífsspursmál. —

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.