Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.02.1933, Blaðsíða 15

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.02.1933, Blaðsíða 15
Félagsrit Slátarfélctgs Suðiirlands 31 Víða er pottur brotinn. Fællesslagteriet í Osló, sem er sláturfélag bænda austanfjalls í Noregi, og telur um 10 þús. félagsmenn, gcíur mánaðarlega út rit, sem það sendir félagsmönn- 11111 sínum, og má af því sjá, að margt cr likt með skyldum. í liefti því, er út kom í nóvember síðastl., er lcvartað undan því, bve mikið berist að af kjöti á stuftum tíma uð liaustinu, og orsaki það óviðráðanlegt verðfall. Þar segir m. a. svo: ,.l hinu mikla kjötflóði þessa árs féll verði'ð á lakari kjötteg- undum, eins og kunnugt er, alt niður i 50—60 aura pr. kgr., sem er óvenjulágt verð i Noregi, og hefir heldur elcki skort klögu- málin í þessu sambandi. En kynlegt er það, að átölur framleið- endanna eru oft á þá leið, að þeir kenna félaginu beinlinis um hið lága verð, alveg eins og það sé félaginu að kenna, að mark- nðurinn er yfirfullur af mögru og lélegu kjöti. Nei, félagið hefir uin uudanfarin ár, bæði í blaði sínu og á fundum, reynt að stöðva haustflóðið, og það, sem hér er sagt, er nðeins framhald þess, sem sagt hefir verið á hverju liausti. Fé- lagið fullyrðir hinsvegar, að það liafi lijálpað mjög til, að ekki befir tekist enn ver til með lélega kjölið. Ilugsið yður alla skrokk- ana, sem notaðir hafa verið til niðursuðu og í pylsur. Hvaða verð mundi hafa fengist fyrir þá, ef þeir hefðu átt að hrúgast UPP á yfirfullum kjötmarkaði og félagið liefði ekki haldið þeim í tiltölulega stöðugu verði, þrátt fyrir alt. Keppinautar félagsins liafa auðvitað reynt að nota tækifærið, og ekki vantar þá æfinguna. Og þeir fá góðar viðtökur, — lika hjá félagsmönnum vorum. Því hefir mjög verið haldið á lofti, að félagið hafi borgað undir 100 kr. fyrir 3 sláturgripi. Já, hugsið yður! Þrír blámagrir gripir, sem vega til samans 200 kgr. á 50 aura — kr. 100.00, og þar frá dregst kostnaður. Það verður elcki meira. Svo tala menn um, að hægt hefði verið að selja gripina fyrir liærra verð til lífs. Er

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.