Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.04.1933, Blaðsíða 8

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.04.1933, Blaðsíða 8
56 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands kostnaðai'samt að ala þær. Hér skulu gefnar nokkrar leiðbeiningar um gæsarækt. Tegundir gæsa. Það eru til margar tegundir gæsa. Heppilegastar fyrir íslenska staðhætti munu vera þess- ar þrjár: Toulouser, Fmdener og ítalskar gæsir. Toulouser gæsirnar eru franskar og taldar stærstar allra gæsategunda. Þær eru gráar, svipaðar á lit og villi- gæsir liér á landi. Meðalþungi gæsar er 15 pund, en gæsarsteggja 18 pd., miðað við fullþroska fugla. Þær verpa að meðaltali 20—30 eggjum og eru sæmilega góð- ar til að unga út. Emdener gæsir eru þýskar, tæplega eins stórar og Toulouser, en nálega eins þungar. Þær eru al-hvítar, og líta þvi reittir skokkarnir mjög vel út. Þær verpa svipað og Toulouser, eru fúsar til að unga út og góðar rnæður. ítalskar gæsir eru livítar, en töluvert minni en fyr nefndar gæsir, þungi fullþroskaðrar gæsar er 10—12 pd., steggurinn 12—14 pd. Þessi tegund er frjósömust allra gæsategunda og er ekki um of, þó að sagt sé, að þær verpi 40—60 eggjum. Geta þær jafnvel orpið alt að 100 eggjum. Þær eru fremur góðar til útungunar, en sök- um hins háa varps, er það ekki fyr en seint að vorinu, sem þær vilja liggja á (þær vilja ekki liggja á fyr en í enda varptímans) þess vegna cr nauðsynlegt að liafa hænur eða vél lil útungunar á þeim eggjum, sem þær gela ekki ungað út sjálfar. ..Útungun... Gæsaeggjum má unga út á þcnnan hátt: 1. Með vélum, 2. Mcð þvi að láta gæsirnar gera það sjálfar og 3. Með þvi að láta hænur gera það. Hér skal aðeins minst á tvær síðustu aðferðirnar. Þær taka 28 —29 daga eflir aldri eggjanna. Það er nauðsynlegt í byrjun varptímans, sem er síðast í mars, ef um köld hús er að ræða, að liirða eggin nokkurnveginn jafnóðum úr hreiðrunum, og þeim er orpið, svo að þau frjósi ekki-

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.