Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.04.1933, Blaðsíða 10

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.04.1933, Blaðsíða 10
58 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands á móti óróleg, er best aö lofa henni að eiga sig, þangað til útungun er lokið. Það er nauðsynlegt að snúa eggj- unum á iiverju kveldi um leið og liænan er tekin af, þvi að hænan hefir sjálf ekki þrótt til að snúa svo stór- um eggjum. Til þess að geta séð, hvort maður hefir snúið, er nauðsynlegt að merkja eggin tveim megin. Þegar hænan hefir legið á í 8 daga, skal taka eggin og hera þau upp að sterku ljósi og má þá auðveldlega sjá, hvort eggin eru frjó. Ef tekið er nýtt egg og borið að sterku ljósi, þá sést, að það er alveg tært, en aftur á móti cr egg, sem er ófrjótt á áttunda degi töluvert farið að dökkna i miðjunni og eins er þá komið dálítið loft- i)orð í gildari endann. Þau egg', scm reynast ófrjó við þessa skoðun, á að taka frá og er best að harðsjóða þau strax og geyma svo á köldum stað, þangað til ung- arnir eru komnir út, eru þau þá söxuð smátt og gefin ungunum sem fyrsta fóður og er ekki liægt að gefa þeim öllu betra í byrjun. Önnur skygning á eggjunum er heppi- legt að fari fram á 21. degi, og eru þá þau egg, sem mað- ur sér, að unginn liel’ir ekki þroskast i, tekin og þeim fleygt, því að þau eru ekki nothæf til fóðurs. Það er nauðsynlegl á meðan á álcgunni stendur, að lialda moldinni í hreiðrinu lítið eitt rakri, og á 26. degi er gott að taka eggin og leggja þau í volgt vatn (3714° C.) i þrjár mínútur. Þetta Iiefir þau áhrif, að ungunum veitir létt- ara að brjóta skurnið og komast út úr því. Eg vil vara menn við því að bleyta mjög mikið moldina, því að of mikil blcyta getur orsalcað það, að ckki verði nægi- leg útgufun úr egginu, og unginn iiefir þá ekki nóg rúm til að snúa sér í þvi og drepst á siðustu stundu. Sömu reglur gilda með útungun með gæsunum sjálfum, nema hvað ekki þarf að hugsa um ralca á eggin, ef gæsin hefir aðgang að vatni til að synda í, á meðan ó útung- un stendur. Hæfilegt ei\ að selja 10—12 cgg undir hverja gæs. Það er mjög erfitl að láta gæsir liggja á annars

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.