Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.04.1933, Blaðsíða 12

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.04.1933, Blaðsíða 12
60 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands er best að flytja hana á þann stað, sem hún á að vera og byrja á fóðrun. Best er að lofa gæsinni að ráða, hve- nær hún vill fara af stað með ungana, en eftir að hún er farin úr hreiðrinu með þá, mega þeir ekki vera í sama búsi og aðrar gæsir liggja á í, því að það gerir þær órólegar og getur orsakað, að þær hætti álegu- Sé ekki liægt að lofa ungunum að baða sig daglega, frá því að þeir eru 2—3 daga gamlir, er iiætt við, að þeir blotni, ef þeir eru úti í mikilli rigningu, og verð- ur því að gæta þess, að liýsa þá, sé um slík tilfelli að ræða. Annars er ekki þörf, eftir fyrstu vikuna, að hýsa gæsarunga, ef þeir liafa gæs fyrir fóslru. Ekki þarf það að vera koslnaðarsamt, að koma sér upp gæsastofni. Sé völ á hænum til útungunar, er ekki annað en að kaupa nokkur egg og láta hænuna unga þeim út. Þetta er svo ódýr leið, að flcstir ættu að geta komið sér upp stofni af þessum húsdýrum. Stofn. Það er heppilegt yfir varptímann, að hafa í einum flokki 3—4 gæsir og einn stegg. Ef um stærri flokk er að ræða, þar sem fleiri steggir eru saman, er liætt við áflogum, og getur það orsakað, að meiri liluti eggjanna verði ófrjór. Sé gæsaeignin stæi'ri en svo, að einn gassi sé nægilegur, er nauðsynlegt að flokka þær yfir varptímann. Það rná ekki unga út eggjum und- an ársgömlum gæsum, neina til slátrunar, því að þær eril ekki taldar fullþroskaðar fyr en tveggja ára. Nauð- synlegt er, að liafa vatn eða sjó banda aligæsum, til að Ixaða sig úi', einkum yfir varptímann, því að öðrum kosti getur maður átt á hættu að fá ófi'jó egg. Hýsing. Engin liúsdýr þola betur velrarkuldann hér ú landi en einmitt gæsir, og þurfa þær því lítil húsa- kynni. Það er ekki þörf að liýsa gæsir, nema yfir köld- ustu vctrarmánuðina og á suinrin er beinlínis illa gerl að lxýsa þær. Ilúsin mega vera köld, en ekki of þröng

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.