Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.04.1933, Blaðsíða 13

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.04.1933, Blaðsíða 13
Félagsrit Sláturfélags Suðurlands 61 «g þarf að gæta þess, að gólfið sé ekki blautt. Gott er að þekja gólfið með moði, sagspónum eða sandi. Áburður, Fátt er talið betra til þess að breyta órælct- arlandi í frjósama jörð, en að hafa gæsir á því. Eg álíl heppilegt, seinni bluta sumars, að hafa þær í færi- kvíum á túnum um nætur, þvi að það er ekki smá- ræðis áburður, sem margar gæsir skilja eftir i nátt- staðnum. Fiður og dúnn. Best er að reita gæsir sem fyrst, eflir uð þeiin hefir verið slátrað, því að séu þær farnar að kólna, er mikið fastara á þeim fiðrið og þar af leið- andi mikið erfiðara að ná þvi af. Það er nauðsynlegt uð reita gæsir í tvennu lagi, fiðrið í eitt ílát og dúninn í annað. Eflir því, sem eg liefi komist næst, eru á að giska 50—60 gr. af dún og fyllilega annað eins af fiðri ú hverri gæs. Eftir þvi verði, sem er nú á þessari vöru, er þetta ekki svo lítið atriði til athugunar, þegar um útreikning ú afkomu þessara liúsdýra er að ræða. Sjúkdómar. Fáar skepnur eru eins hraustar og gæs- ir, og má segja, að sjúkdómar þekkist ekki hjá þess- um fuglum. Það er talið, að gæsir geti lifað heilan mannsaldur, og er það mikill kostur, að þurfa eklci oft að endurnýja stofninn. Verö á nautgripakjöti hefir heldur farið hækkandi, svo að nú má gera ráð fyr- ir lcr. 1.10 fyrir kgr. af góðu og vel meðförnu kjöti af ungum nautgripum. Sé um úrvalsgripi að ræða, geta þeir orðið borgaðir aðeins liærra verði. Alikálfakjöt hefii hækkað að sama skapi. Haganlegt er fyrir félagið að fá nú nautgripa- og kálfa- kjöt sem oftast eflir liendinni.

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.