Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.04.1933, Blaðsíða 14

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.04.1933, Blaðsíða 14
(52 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands Gelding lamba. Einatt liefir veri'ð á það minst á fundum í félaginu, að; eitt ráð til þess að fá lioldmeiri og feitari dilka væri það, að gelda hrútlömbiri á vorin. Hefir þetta mætt nokk- urri andstöðu dýravina, vegna þess, að því mundu fylgja þjáningar fyrir lömbin, en heldur er þetta léttvæg ástæða, vegna þcss að vitanlegt er, að gelding háir lömbunum mjög lítið, sé liún vel gerð, og á það verður auðvitað að leggja áherslu. Hitt verður að teljast þyngra á metunum, að viðurkent er um allan lieim, að betri vara fáist með því móti, enda jafnvel nokkur áhersla lögð á það, að kjöt, seni seljast á á enskum markaði, sé af geldingum, en ekki hrúfum, og hvar sem framleiðendur hjóða vöru sina, mega þeir aldrei láta undir liöfuð leggjast, að liafa hana svo útgengilega, sem kostur er á. Hitt hafa gætnir bændur reynt, að geldingar leggja sig' lítið eða ekkert minna en hrútar, þó að minni séu að jafnaði. Eggjaframleiðsla er nú orðin það mikil, að búast má við, að þess verði skamt að bíða, að ómögulegt verði að selja öll eggin ný fyrir bærilegt verð, meðan mest framboð er af þeim, fram eftir vorinu. Eggjaframleiðsla er enn ekki komin í það horf hér, að eggin fallisl til nógu dreift til þess, að þau séu ávalt ný á boðstólum, enda er það víst, að þó að of mikið kunni að verða af eggjum einhvern tima vorsins, verð- ur fljólega of lítið af þeim aftur, þegar út liallar sumri. Er ófært lil þess að vita, að félagsmenn verði í vand- ræðum með egg sín og geti ekki selt þau fyrir bærilegt verð. Hefir Sláturfélagið því gert ráð fyrir að geta tek- ið á móti þeim eggjum þeirra, er ekki ganga út eftir hendinni, og geyma þau (preservera), þar til markað- ur opnast að nýju.

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.