Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.06.1933, Blaðsíða 3

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.06.1933, Blaðsíða 3
Félagsrit Sláturfélags Suðurlands 67 fyrii’ því, að breyting verði gerð til skipulags á framléiðslu þannig, að í sumum héruðum verði aðalálierslan lögð á sauðfjárrækt, sem eru betur til þess fallin, í öðrum héruð- uni á nautgriparækt, þar sem það á betur við. Um þetta Urðu altmiklar umræður, og urðu fundarmenn ekki á einu niáli um breytinguna, hvort heppileg yrði cða livernig gera ætti. Við a. kom fram eftirfarandi tillaga frá Páli Stefáns- syni: „Fundurinn felur stjórn félagsins að rannsaka, hvort ekki sé tiltækilegt, að deildirnar leggi til mcnn, nú þegar að nokkru og siðar að mestu leyti, til þess að vinna að slálrun sauðfjár að' liaustinu hjá félaginu, og annist deild- Jrnar sjálfar kaupgreiðslu til þcirra manna.“ Samþykt með 5 gegn 1. Við b. kom svohljóðandi ályktun: „Fundurinn aðhyllist hugmynd þá, er kemur fram í til- lögu þcirri, er samþykt var á deildarfulllrúafundinum við Olfusá 3. þ. m., um að glæða áhuga manna fyrir fjöl- breylni í búnaði, svo sem að því að fækka sauðfé þar, scm fjárræktarskilyrði eru lök, en taka þess í stað nautgripa-, svína-, alifuglarækt o. s. frv., og telur heppilegustu leið til þessa, að lialda uppi fræðslu um þau efni í félagsriti fé- lagsins og fyrir milligöngu ráðunauta Búnaðarfélaganna.“ Samþ. með öllum gr. atkv. 6. Fundagerðir dcildafunda. a. Sumarslátrun. Þar urðu miklar umræður. Eftirfarandi tillaga kom fram: „Fundurinn samþykkir, að fyrix-komulag sumarslátrun- ar skuli vera sama og s. 1. ár, þannig að félagið skiptir benni á milli deildanna, en deildarstjórar milli deildar- manna sinna. Rétt telur fundurinn, að fyrirmálslömb gangi fyrir málbornum lömbum að sumrinu til, sem og að

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.