Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.06.1933, Blaðsíða 12

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.06.1933, Blaðsíða 12
76 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands Ætla mætti, að það væri dýrt að halda fundi á Hótel Borg, en svo er ekki. Hóteleigandinn leggur til ókeypis húsnæði fyrir alla fundi, er þess óska, meðan húsrúm lcyfir. Einasti arður, sem hann hefir af þessu er sá, ef fundarmenn kaupa sér einhverja hressingu svo sem kaffi eða öl, enda er það mjög hentugt og tímasparnaður, að fundarmenn geti fengið slílct á fundarstaðnum í stað þess, að eyða löngum tíma í að sækja það sinn i hverja áttina. Slátrun lamba i sumar. Eins og sjá má af fundargerð síðasla aðalfundar fé- lagsins, er ákveðið, að íyrirkomulag sumarslátrunar verði sama og var s.l. ár, þannig, að félagið miðlar henni milli deildanna, en deildarstjóri hverrar deildar ákveð- ur, liver dcildarmanna lians skuli komast að í livert sinn. Þurfa deildarstjórar að senda félaginu sem fvrst skýrslu um það, hve mörgum lömbum deildarmenn þeirra óska að koma til sölu á sumrinu, og skal þar tek- ið fram, hve mörg þeirra séu virkileg fyrirmálslömb, og hve mörg málborin. Yerða fyrirmálslömbin þá tekin fyrst, cn þar næst önnur bráðþroska lömb. Þó skulu þeir menn — að öðru jöfnu — ganga fyrir í því að koma slíkum lömbum að, sem ekki liafa riotið sumarsölu næstu ár á undan. Eftir að lömb eru alment orðin i slátrunarliæfu standi„ er ekki ætlast til að menn velji eingöngu vænstu lömb- in til sumarsölu, það mundi aðeins leiða til þess, að þeim mun minna yrði af vænu lambakjöti í haust, — en fé- lagið þarf á góðri vöru að halda oftar en á sumrin. Hins- vegar verða menn vel að athuga það, að á sumrin eru lömb aðeins tekin til daglegrar smásölu, en lil þeirra hluta duga aðeins lioldgóð lömb á hverjum tíma. Bjóði

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.