Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.06.1933, Blaðsíða 13

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.06.1933, Blaðsíða 13
Félagsrit Sláturfélags Suðurlands 77 félagið rýrt, lioldlaust kjöt í daglegri smásölu, verður hað til þess, að viðskiptamenn þess snúa frá og kaupa kjötið þar, sem þeir fá það betra. Sá hættulegi misskilningur virðist liafa ríkt lijá sum- Um, að það væri um að gera að senda þau lömb á sumr- in, sem ckki væru líkleg til að ná sæmilegum flokki að haustinu. Þetta er algjör villa, því að það kjöt, sem kemur á sumrin og er svo lélegt, að það getur ekki tal- Jst boðlcg vara eins og það kemur fyrir, verður að setja 1 frost til geymslu þar til einhverntima verður hægt að 'inna úr því boðlega vöru. Getur því ekki orðið horgað liaerra verð fyrir það en samskonar kjöt á haustin. Er því augljóst, að það er aðeins skaði fyrir seljandann að órepa slík lömh niður að sumrinu, áður en þau hafa náð þeini þroska, er þau geta náð. Æskilegt væri að skipulag og félagsandl væri í svo góðii lagi, að þeir, sem erfitt eiga með að geyma lömbin fram á haust, fengju að sitja fyrir á sumannarkaði, en hinir, sem betri aðstöðu hafa til að geyma lömbin, jafn- vel að skaðlausu, fram á vetur, notfærðu sér frekar verðhækkun þá, er væntanlega kemur fram að liaust- slátrun lokinni. Að þessu sinni verður deildarstjórum ekki skrifað sér- staldega um þessi efni, heldur eru deildarstjórar þeirra úeilda, er til Reykjavíkur sækja, hér með vinsamlega úeðnir að senda félaginu umtalaðar tilkynningar, um iömb til sölu í sumar, sem allra fyrst. Markaöshorfur í hausf. Nú hefir verið samið bæði við Norðmenn og Englend- inga um innflutning þangað á kjöti frá íslandi. Eftir samningunum við Norðmenn má flytja þangað saltkjöl á næsta liausti með viðunandi tollkjörum, er nemur sem næst lielmingi alls þess kjöts sem flytja þarf úr landinu miðað við meðalsláfrun, og eftir gangi kjöt-

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.