Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.07.1933, Blaðsíða 9

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.07.1933, Blaðsíða 9
Félagsrit Sláturfélags Suðurlands 89 „Að vísu verður maður ekki ríkur af þessu, en það er að minsta kosli tvöfalt við það, sem maður fengi fyrir besta nautakjöt og besta flesk á sama tíma“. Það kostar minna að framleiða lambakjöt en flesk eða nautakjöt. Og það liefir auk þess þann kost, að hægt er að framleiða það af norslcu fóðri og á norsku beitilandi (af- réttum), sem enginn hörgull er á. Lömbin þurfum við ekki að ala á fóðri frá Kanada eða öðru útlendu skepnu- fóðri“. Allir skrokkarnir seldust við hæsta verði. Það kom því t'kki að sök, þó að gimbrarnar væru lembar og þeim slátrað 20 dögum (nokkrum aðeins liálfum mánuði) fyr- ir burð. Gimbrarnar voru í góðum holdum að haustinu. Um veturinn var þeim gefið gott liey og fóðurrófur, eins mikið og þær vildu, og þar á eftir allmikið af hveitikorni, og svo maís undir það síðasta. Gimbrunum var slátrað mcð venjulegum liætti. En strax þegar blóðið var nokkurn veginn runnið út, var rist á kviðinn og fóstrið tekið út. Það var þá enn þá lifandi °g því stungið strax, svo að blóðið gæti vel runnið úr þvi. Við það verður bæði skinn og kjöt fínna. Kjötið af þessum „lambalömbum“ er hvítt og fallegt og sérstaklega ljúffengt. Skinnin (breiðdindlarnir) voru spýtt á vegg (í skugga) og er þau voru orðin þur eftir fáa daga, voru þau tekin inn og látin niður í kislu og ofurlitlu af naftalín stráð i þau. Skinnin hafði höf. ekki selt, þegar greinin var skrifuð, en hann áætlar, að liann fái um 15 kr. (norskar) fyrir bvert. „Og það getur talist gott. Geti maðurfengiðþað verð fyrir skinnin af þessum litlu lambalömbum, sem vantar ~0 daga upp á að vera fullburða, þá hefir maður ástæðu til að vera ánægöur. Það kostar nokkuð meira að ala lembda gimbur heldur en gelda, en ekki nálægt því 15 brónum meira".

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.