Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.04.1942, Blaðsíða 14

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.04.1942, Blaðsíða 14
14 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands stofn varasjóðs er nú 1% af verði seldra vara, anlc vaxta. Hefir svo verið, síðan árið 1937. Áður var varasjóðstil- lagið 1% af verði innkeyptra sláturfjárafurða, en í fyrn- ingarsjóð er lagður Iiluti af rekstrarhagnaði hvers árs og vextir. Auk þessa Iiel'ir gengið lil hans styrkur úr ríkis- sjóði skv. lögum uin frystihúsabyggingar, tekjur af lirað- frystingu á fiski og annarra nola frystihússins þá tínia, sem félagið liefir getað komið þvi við, vegna eigin afnota. Vöxtur þessara sjóða er einn glæsilegasti þátturinn í þró- un Sf. Sl. þessi ár. Stofnsjóður félagsmanna liefir vaxið á þessum (i árum úr 144 þús. kr. i 305 þús. kr., eða um 161 þús. kr. Tekjur lians eru, auk vaxta, stofnfjártillag nýrra félagsmanna, 10 kr. frá hverjum við inngöngu í félagið. Lagt hefir verið í stofnsjóð al’ félagsmönnum, eins og áður hefir verið getið, 44% viðskiptaupphæðar árin 1936—37, en x/2% af viðskiptum síðan 1938, samkvæmt lagabreytingu það ár. Auk þess lögðu félagsmenn fram af frjálsum vilja 3% af viðskiptum sínum á árunum 1936—37 í stofnsjóð, vegna endurbygginga Sf. Sl. og árið 1939 gekk einnig til hans ■endurgreitt verðjöfnunargjald, 5 aurar pr. kgr. al' verð- jöfnunarskyldu kjöti. Úr slofnsjóði hefir 31. des. s.l. alls verið greitl 135 þús. kr., innstæður dánarhúa og manna, sem flutt hafa af félagssvæðinu eða hafa hælt framleiðslu sláturfjár. Hæstar eru greiðslur úr stofnsjóði árið 1940 (þegar undanskilið er árið 1920, en þá gengu Borgfirðing- ar úr félaginu með stofnfé sitt). Stafar það af þvi, að þá var tekið upp að gefa út stofnfjárviðskiptabækur, eu innkalla stofnhréfin. Við ógildingu hréfanna kom til út- horgunar stofnfé eigenda, sem glatað Iiöfðu stofnhréfum sínum, en nú fengu hækur i hendur. Tala félagsmanna i árslok 1941 er 2.139; hafa þvi 122 fleiri gerzt lelagsmenn en úr því hafa horfið vegna dauðs- falla, flutnings o. s. frv. á þessu tímabili.

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.