Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.04.1942, Blaðsíða 16

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.04.1942, Blaðsíða 16
16 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands þjóð að verjast á sínum heimavígstöðvum, útrásir og inn- rásir stoða elcki. Vörn íslendinga liefir verið sú, að grynna á gömlum skuldum, og gróðafé verður ekki betur varið. Einstaklingar liafa gert þetta, einnig félög, bankar og rík- issjóður. Það er vilað, að traustasta hrynjan í þeirri við- ureign, sem verður, þegar þar að kemur, er að vera fjár- liagslega sjálfstæður, þeim, sem svo er um, er það létt verk að hafa í sig og á og jafnvel að lialda í horfinu. Sf. Sl. hefir eins og aðrir grynnt á gömlum skuldum og hælt hag sinn, sem sjá má al’ þessari yfirlitsgrein, er hér birtist og hefir við það færst drjúgum nær því marki, að verða svo stætt, að það sé sjálfu sér nóg um rekstrar- fé. Það eru þér, félagsmenn, sem hafið hyggt ]>að upp og treyst það með viðskiptum yðar og stuðningi, og það skal vður þakkað hér með. Margt er að starfa að ói'riði lokn- um. Land okkar liefir, gegn öllum gönilum spádómum, færzl inn á ófriðarsvæðið. Hér skal það látið liggja milh hluta, livort hér verða hernaðarátök eða ekki. Komi lil þess, verður mannvirkjum og eigum spillt. Þótl ekki komi til ]>essa, er hitt víst, að margt gengur úr sér og fyrnist, sakir vantandi viðhalds og endurnýjunar, sem stafar af dýrleika efnis og vinnuaíls. Einstaklingurinn orltar litlu í víðtæku uppbyggingar- starfi, ef kreppa og viðskij>tasjúkdómar torvelda það. En efling Sf. Sl. ætti að vera félagsmönnum allmikil trygging gegn hervirkjum kreppunnar, sem í vændum, er, þvi að það vill styðja bændastéttina, en ekki steyj>a henni, og það gelur veitt henni því meiri stuðning sem það eflisl meira, og það eflisl ]>vi belur sem þátttaka bænda í félags- skapnum verður almennari, en (ill dreifing lamar það. Athugið það, hændur, hvort sem þér eruð félagsmenn eða ekki, að Sl'. Sl. hefir tæki og gelu til að taka við öll- um ykkar slátrunarpeningi, án annars aukins tilkostnaðar en vinnulauna við ]>á viðskiptaaukningu og að ekki er eftir auknum hagnaði að slægjast fyrir ykkur að dreifa

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.