Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1942, Blaðsíða 1

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1942, Blaðsíða 1
FÉLAGSRIT SLATURFELAGS SUÐURLANDS X. árg. Reykjavík, sept. 1942. 2. tbl. Kjötverð og útborgun sláturfjárafurða í haust. Kjötverðlagsnefnd hefur nú ákveðið heildsöluverð á kjöti í haust, og var það gengið í gildi, þegar slátrun hófst í Reykjavík að þessu sinni. Sumarslátrun verður því eng- in. Yerðið er kr. 6.40 pr. kgr. af 1. verðflokk, kr. 6.10 fyrir 2. verðflokk og kr. 5.80 fyrir 3. verðflokk. Ærkjöt lcemur ekki undir þessa flokka, enda er það ekki verðskráð af nefndinni. Ekki byggist verð þetta á markaðshorfum á erlendum markaði né heldur þvi, að vissa sé fyrir, að allt kjötið selj- ist innan lands því hvort tveggja er, að ef til þess kemur, að flytja verði kjöt úr landi, er ekki von á nema mjög lágu verði fyrir það og, að líkur henda varla til þess, að hin er- lendu setulið kaupi nú eins mikið af íslenzku kjöti og þau gerðu s. 1. ár. Verðákvörðun þessi hyggist því fyrst og fremst á þörf bænda fyrir það, að fá tilkostnaðarverð fyrir afurðir sínar og því, að síðasta Alþingi befur samþykkt heimild til ríkisstjórnarinnar til að bæta svo upp verð þess kjöts, sem út kann að verða flntt, að það verði ekki lakar úti en hitt, sem selt verður á innlendum markaði. Sláturfélagið mun vera eina félagið á landinu, sem á- vallt hefur borgað mestan hluta fjárverðsins út við mót- töku, strax að liaustinu. Þó að þetta hafi þótt nauðsyn og

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.