Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1942, Blaðsíða 4

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1942, Blaðsíða 4
28 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands Fyrir Rangárvallasýslu: Guðjón Jónsson, Ási, Sigurþór Ólafsson, Kollabæ, Sigurður Tómasson, Barkarstöðum, Ivristján Ólafsson, Seljalandi. Fyrir Árnessýslu: Skúli Gunnlaugsson, Bræðratungu, Guðm. Guðmundsson, Efri-Brú, Jón Ögmundsson, Vorsabæ, Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu. Fyrir Kjósarsýslu: Björn Birnir, Grafarholti. Fyrir Borgarf j arðarsýslu: Hallvarður Ólafsson, Geldingaá. Enn fremur stjórnarmenn, nema Pétur Ottesen, báðir endurskoðendur og forstjóri félagsins, og eru þá allir mættir, sem sæti eiga á fundinum. Var þá gengið til dagskrár. 1. Skýrsla félagsstjórnarinnar: Árið 1941 var mjög hagstælt fyrir félagið, og félags- menn fengu mjög verulega hækkun á verði sláturfjár- afurða frá því, sem var næsta ár á undan. Við móttöku um iiauslið (1941) greiddi félagið kr. 2.80 út á kgr. af 1. fl. kjöti, í stað kr. 1.85 næsta haust á undan, og að loknum reikningsskilum ársins hefir félagið enn fremur greitt kr. 0.40 á hvert kgr. af verðjöfnunarskyldu kjöti. Hefir félagið þar með greitl kr. 3.20 fyrir hvert kgr. af 1. fl. kjöti, og er það sama og heildsöluverð kjötsins var þetta liaust. Kjötuppbótin öll nam kr. 326.988.00. Út á gærur greiddi félagið kr. 1.50 pr. kgr. við móttöku, en ]>ar sem aðeins helmingur af gæruframleiðslu lands- manna er þegar seldur, er óvist uin heildarsöluverð þeirra enn. Þegar það liggur fyrir, verða gærurnar bættar upp, allt upp i söluverð þeirra, þar sem rekstur ársins 1941

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.