Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1942, Blaðsíða 9

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1942, Blaðsíða 9
Félagsrit Sláturfélags Suðurlands 33 Þættir úr starfssögu Sf. Sl. 1931—1941. Auk skýrslna og greinargeröa um rekstur Sf. Sl. og upp- lýsinga i sambandi við hann, er birtar bafa verið á fund- um og í Félagsriti fyrir eitt ár í senn, liefir Sf. Sl. þrívegis gefið út ýmsan fróðleik úr starfssögu sinni, sem náð befir yfir lengra timabil auk Félagsrits I, er út kom haustið 1915. Þar er fyrst að nefna Aldarfjórðungs minningarrit, gefið út í janúar 1932, um starfsemi félagsins á árunum 1907—30, annað yfirlit birtist um árin 1931—35 í janúar- liefti Félagsrits 1937, og hið þriðja um.árin 1936—41 kom út í vor í sama riti. Minningarritið náði yfir lengstan tima, enda var það ilarlegast. I inngangi greinarinnar um árin 1931—35 er þess getið, að þar sem aðeins var um að ræða 5 ára tíma- bil í rekstrarsögu Sf. Sl., j'rði ítarlegri greinargerð að bíða, þangað til lengra liði fram og hún næði yfir lengra tíma- bil. Síðan eru liðin 6 starfsár félagsins, og þykir því hæfi- legt að líta nú yfir þessi 11 ár í einni heild, ekki vegna þess, að það hafi verulegt hagfræðilegt gildi, lieldur aðal- lega til þess að spara þeim mönnum vinnu og heilabrot, er siðar yrðu til þess að rita sögu Sf. Sl., t. d. að loknu 50 ára starfi. Því verður hér tekið upp ýmislegt, sem litlu máli sýnist skipta fyrir starf félagsins í dag, en fremur er ætlað til geymslu, ef það gæti nolazt sem heimild siðar meir. Hér verður því aukið við hinar tvær síðastnefndu rit- smíðar og þær færðar til samræmis við sönm þætti í Minningarriti, en ekkert, sem prentað hefir verið, vcrður endurtekið bér, en getið verður lielztu breytinga, sem orðið hafa á ýmsum starfsgreinum félagsins og starfs- liði þess, síðan Minningarritið kom út, og ekki hefir verið getið áður í þessu riti.

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.