Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1942, Blaðsíða 26

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1942, Blaðsíða 26
50 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands fól í sér ákvæði um árlega minnkandi saltkjötssölu til þeirra með viðunandi tollkjörum. Það var því sýnt, að eina tiltækilega úrræðið var að frysta þeim mun meira af kjötinu til útflutnings, sem norski saltkjötsmarkaður- inn gelck saman. Nú var félagið lílt við þessu búið. Stærð frystihúss félagsins, sem var reist 1913, var að mestu miðuð við Reykjavíkurmarkaðinn og slátrun þar, en slátrun útbúanna byggðistiá saltkjötssölu, en þá var mark- aður fyrir það rúmur og allöruggur í Danmörku og Nor- egi. Meðan viðskiptakreppan var hörðust, árin eftir 1930, þótti ekki gerlegt áð ráðast í stórfelldar húsahyggingar, og keypli félagið því frystingu af öðrum, en hún var fá- anleg á kreppuárunum, meðan deyfð var yfir öllu athafna- lífi bæjarins. Frystihúsið var endurbyggt og stækkað árið 1937, eins og kunnugt er. Raunar fengust síðar breyting- ar á norska viðskiptasamningnum, sem voru okkur i vil, en þess naut aðeins skamma stund, þvi að Noregur var lier- numinn af Þjóðverjum snemrna vors 1940, og var salt- kjöt þar með úr sögunni sem útflutningsvara. í þessum kafla eru þrjú linurit. Hið fyrsta sýnir magn þess kindakjöts, sem inn hefur verið lagt 1931—41, og hvernig það liefur verið verkað; annað sýnir framleiðslu pylsugerðar og hið þriðja magn þess, er niðursuðuverk- smiðjan hefur unnið úr, en síðan 1940 liefur liún aðeins soðið niður kjöt. Söllunin fer yfirleitt minnkandi til lárs- ins 1939; eftir það hverfur hún af framangreindum ástæð- um, enda veitir kjötverðlagsnefnd síðan ekki söltunarleyfi þeim, er liafa ráð á frystihúsum, þvi að nú er ekki um annan saltkjötsmarkað að ræða en innan lands, og hann er fullsetinn af þeim aðiljum, er ekki liafa komið sér upp frystihúsum. Sala á nýju kjöti er yfirleitt svipuð frá ári til árs allan tímann, þótt nokkuð fari hún eftir verð- lagi og kau])getu ahnennings. Frysting og kjötiðnaður (pylsugerð og niðursuða) fer mjög eftir þvi, live mörgu fé er slátrað; því meira sem kjötmagnið er, þeim mun

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.