Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1942, Blaðsíða 31

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1942, Blaðsíða 31
Félagsrit Sláturfélags Siiðurlands 55 Ferðabók Eggerts og Bjarna. Margt hefur verið ritað um íslenzkt þjóðlíf og atvinnu- hætti til sjávar og sveita, menningu og ómenningu, siði og ósiði, hæði satt og logið. Þorvaldur Thoroddsen telur i Landfræðissögu sinni urmul liöfunda, sem gert liafa þessu efni skil fyrr og siðar, útienda menn og innlenda, og má um þá segja, að þar sé misjafn sauður i mörgu fé. Flest þessara hóka fjallar um hjátrú og hindurvitni fyrri aída og lýsa að þvi leyti menningarstigi þjóðarinnar á þeim tímum, ef satt er frá sagt, og liöfundum sjálfum, eða lærðum mönum, ef þeir liafa trúað þessum kynjum, en fvrir þá voru þessar bækur oftast ritaðar. Tvö rit 18. aldar eru þó, hvað sem liinum líður, stórmerk og óyggjandi heim- ild um þjóðhagi og menningu þess tíma, þau eru Jarða- hók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns og Ferðahólc Egg- erts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. En þótt Jarðabókin sé stórmerkileg og nákvæm, því að hún nefnir áhúanda og eiganda hverrar jarðar, áhöfn hennar, galla og gæði, er hún svo bosmamikið rit, að þess er ekki að vænla, að hún nái mikilli útbreiðslu, enda er sú raunin á um bækur, sem lengi eru að koma út. Ferðabókin var gefin út á vegum Visindafélagsins danska. Hún var prentuð i Sórey í 550 eintökum árið 1772 og er iá dönsku, sjaldgæf bók og dýr. Á þýzku kom hún út á árunum 1774-75 og á frakknesku 1802. Nú er í ráði að gefa hana út i íslenzlcri þýðingu á næstunni, og er það vel farið, því að hér er um merka bók að ræða, þótt þess megi ekki vænta, að allt, sem í lienni stendur, sé í fullu gildi eftir nærri tvær aldir. Mér datt í hug að geta um þetta í Félagsritinu, þvi að það lcemur í liendur svo margra bænda og bændasona, og þessi bók á ekki síður erindi til þeirra en fræðimanna. Nú er oft stagazt á því, að menn haldi ekki tryggð við sveitirnar, að byggð lands- ins færist saman, því að menn fýsi lítt þar að vera. Eg

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.