Austurland


Austurland - 29.11.1979, Síða 2

Austurland - 29.11.1979, Síða 2
 __________ÆUSTURLAND__________________________ Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Ágást Jónsson, Árni Þormóflsson, Bjarnl Þórflarson, Gnflmundur Bjarnason og Kristinu V. Jóhanasson. Rltstjóri: Ólöf Þorvaldsdótdr *. 7571 — k *. 7374. Aoglýilnear og dreifing: Birna Geirsdóttir *. 7571 og 7454. Pótthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiflda, aaglýilagar: Egilibraut 11, Neskanpitað dad 7571. Preatnu Nespreat. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Hvað er í húfi? Nú, þegar aðeins eru örfáir dagar til kosninga, er nauð- legt að kjósendur geri sér glögga grein fyrir að hverju þeir vilja stuðla með atkvæði sínu. Þrátt fyrir allar málaflækjur og blekkingarvefi má auðveidlega greina hvert er markmið flokk- anna hvers um sig, ef menn aðeins gefa sér tíma til íhugunar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú kastað hanskanum. Hann boðar leiftursókn gegn verðbólgu. Sú sókn beinist gegn lífskjörum fólks í landinu og boðar óheft frelsi auðmagnsins til að deila og drottna. Langt er nú síðan flokkur auðhyggjunnar hefur dirfst að boða jafn ómeng- aða afturhaldsstefnu. * Framsóknarflokkurinn er það afl í íslenskum stjóm- málum, sem erfiðast er að átta sig á. Hann hefur tvær stefnur hið fæsta í flestum málum og kjósendur, sem styðja hann, vita í rauninni aldrei hvað peir em að kjósa. Stundum er það harðvítug afturhaldsstjóm en stundum framfarasinnuð stjóm. Hvort heldur er fer eftir J>ví hvort unnið er með íhaldinu eða Alþýðubanda- laginu. Vinstri menn ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir kjósa Framsókn. Afleiðingin getur vel orðið harðsnúin íhaldsstjóm, sem þeir umfram allt vildu forðast. AJþýðuflokkurinn á höfuðsökina á falli vinstri stjóm- arinnar og bíður nú síns dóms fyrir það. Mikil er upp- hefð hans pessar vikurnar, en pví meira verður fall hans á sunnudaginn. Alpýðuflokkurinn nýtur nú sæt- leika valdsins fyrir náð íhaldsins og leggur kapp á að hagnýta það vald til áróðurs og sér til pólitísks fram- dráttar. Flokkurinn stefnir opinskátt að samvinnu við íhaldið eftir kosningar um stjóm landsins undir kjör- orði þess um leiftursókn. Annars svarar ekki kostnaði fyrir þetta blað að eyða púðri á Alþýðuflokkinn, sem nú er að veslast upp hér eystra, meðal annars vegna fjand- skapar Braga Sigurjónssonar og Kjartans Jóhannssonar í garð Austfirðinga. Mönnum er líka ljóst, að hér er á ferðinni varalið íhaldsins, sem til verður gripið, ef með þarf til að hrinda í framkvæmd leifturstríði pess. * Vinstri sinnaðir kjósendur eiga aðeins um eitt að velja ef þeir vilja vera trúir hugsjónum sínum og pað er að kjósa Alþýðubahdalagið. AlJjýðubandalagið hefur lagt fram fastmótaða stefnu í efnahagsmálum og öðmm J>eim málum, sem mestu varða fyrir þjóðina. Það er eindreginn og ókvikull vinstri flokkur, sem berst fyrir hagsmunum alþýðu til sjávar og sveita, en gegn auð- byggjunni hvort sem hún er kölluð einkaframtak, frelsi einstaklingsins eða frjálshyggja. Það berst gegn stór- iðju í eigu útlendinga og fyrir óskoruðu valdi þjóðar- innar yfir eigin landi, Miðnesheiði líka. Stefna Alpýðu- bandalagsins er ljós, bæði af verkum pess og stefnu- skrá. Hver sá, sem greiðir Jm' atkvæði kýs alhliða framfarasókn, harða andspymu gegn erlendu valdi og þrotlausa baráttu fyrir bættum hag almennings. — B. Þ. Birgir Stefánsson Hentistefnuflokkurinn Framsóknartlokkurirui galt mikið athroð í Alpingiskosmnfi- unum í fyrra, eins og öllum er kunnugt. Þetta virðist hafa ieitt tii hreinnar uppiausnar í forustu- iiði fiokksins. Forkólfar Fram- sóknar og ýmsir minni spámenn settust niður hnípnir og sleiktu sár sín. £n pegar Framsóknarmenn höfðu sieikt mesta sviðann úr kosningasárunum, fóru peir að leita sér að einhverjum sökudólg, sem þeir gætu kennt um fyfgis- hrunið í kosningunum. Þennan sökudólg fundu Framsóknarmenn von bráðar og hafa haldið uppi stöðugum árásum á hann síðan bæði ieynt og ijóst. En hver var hann pá pessi söku- dólgur, sem varð pess valdandi, að kjósendur um land allt tóku pá ákvörðun svo púsundum skipti að dæma Framsóknarflokkinn eftir verkum hans og hentistefnu og veita honum maklega ráðningu í kosningunum í fyrra? J ú, Framsóknarmenn komust að peirri niðurstöðu, að Alpýðu- bandalagið væri sökudófgurinn, — og á Alpýðubandalaginu skyldi hefna ófaranna. Það hefur raunar verið aumkun- arvert og broslegt í senn að sjá málflutning Framsóknarblaðanna alit frá síðustu kosningum. Öll einkennast pau skrif af sárindum og reiði pess sigraða, sem ein- ungis kennir öðrum um, en dettur ekki í hug að líta í eigin barm til að leita orsaka ófaranna. Við lestur sumra furðu- skrifa f Austra fær lesandinn pað á tilfinninguna, að Framsóknar- mönnum gremjist einna mest, hvað steína Aipýðubandaiagsms er skynsamleg og rökíöst og hversu pmgmenn Alpýðubanda- lagsms haia rækt vei pað íorustu- hiutverk, sem fófk í kjördænunu hefur trúað perm fyrir. Skrif Austra bera æði oft með sér steínulaust ráðleysi öfund- sjúkra manna blandað persónu- iegri óviid i garð forystumanna Alpýðubandaiagsins. £n vissuiega kasta pessir skriffmnar steinum úr gierhúsi, er peir tala digur- barkalega um hentistefnu og að stefnumiðum sé siælega fram- íyigt. Þar er Aipýðubandalagið rétti- lega sagt andvígt hávaxtastefnu, en jafnframt skaminað fyrir að hafa í rikisstjórninni staðið að framkvæmd á hávaxtastefnu krata og Framsóknar. En eins og kunnugt er hafa peir fundið upp pað pjóðráð að hækka vexti til að geta lækkað pá aftur. Það er í raun verið að skamma Alpýðu- bandalagið fyrir að hafa ekki sprengt ríkisstjórnina á pessu, en lofað Framsókn og krötum að koma fram sinni fáránlegu vaxta- stefnu. Þar er farið háðuiegum orðum um iandbúnaðarstefnu Alpýðu- bandalagsins og reynt að gera pingmenn pess tortryggilega í peim efnum. En Framsókn, sem ævinlega hefur pótst vera flokkur bænda öðrum fremur, hefur aldrei haft neina stefnu í landbúnaðar- málum og svíður auðvitað sárt, að landbúnaðarstefna Alpýðu- bandalagsins á mikinn hljómgrunn meðal bænda og pjónar hagsmun- um peirra vel, eins og pegar er Ijóst orðið. Þetta polir Framsókn ekki. Og hinn nýi formaður flokksins og fyrrverandi landbún- aðarráðherra hefur lýst pví yfir, að Framsóknarflokkurinn sé ekki lengur bændaflokkur. Þar er Aiþýðubandalagið skammað, og pá sérstaklega Lúðvík Jósepsson, fyrir pað í einni greininni að hafa staðið svo mynd- arlega að uppby.ggingu atvinnu- lífs í sjávarplássum, m. a. með kaupum skuttogara, en í annarri grein er svo reynt að pakka Fram- sókn pessa uppbyggingu. Mörg fleiri dæmi mætti nefna um mótsagnakennd taugaveiklun- arskrif í Austra, en ekki skal tekið meira rúm tii pess að sinni. Að lokum vil ég skora á alla góða Austfirðinga að efla Alpýðu- bandalagið enn að mun sem for- ustuflokk í kjördæminu og treysta afl pess í glímunni við íhald hinna flokkanna. Framboðslisti Alþýðu- bandalagsins er skipaður Aust- firðingum eingöngu. Aipýðu- bandalagið treystir heimamönnum fullkomlega til að halda vel á málefnum kjördæmisins og lands- ins alls á Alþingi. En á iistum hinna fiokkanna tróna Reykvík- ingar' alis staðar í efstu sætiun, en nöfn heimamanna notuð til að fylla töiuna á listunum. Berum G-listann — lista Aust- firðinga fram til sigurs. Birgir Stefánsson Skrítin skattalœkkun Ihaldsmenn halda pví mjög á lofti, að þeir ætli að aflétta peim sköttum, sem vinstri stjórnin lagði á. Hins vegar fer litlum sögum af pví, að peir ætli að létta af þeim sköttum, sem þeir hafa sjáifir iagt á, en peir hafa verið flestum öðrum framtakssamari við að hækka skatta ag öðrum mönnum naskari á að finna upp nýja skatta. En á priðjudaginn 20. p. m. komst upp um strákinn Tuma. Þá sagði Matthías Bjamason, að peir íhaldsmenn ætluðu að flytja verkefni frá ríkinu til sveitarfélag- anna og afsala til peirra hluta af ríkistekjum. Skrítin skattalækkun pað! Ætii komi ekkj út á eitt fyrir gjaldendur hvort peir greiða skatta sína tii ríkis eða sveitarfélaganna. — B. Þ. Hvað verður... Framh. af 4. síðu. halli á Skipaútgerð ríkisins. 10. Oiíustyrkurinn til peirra, sem kynda purfa hús sín með oiíu, yrði stórlega lækkaður, enda hefur Sjálf- stæðisfiokkurinn alltaf verið á móti pví jöfnunargjaldi. Auk alls pessa er svo boðskap- ur Sverris Hermannssonar og Sjálfstæðisflokksins: að minnka niðurgreiðslur á kjöti og mjólk og hækka verðið. að gefa alia verðlagningu frjálsa að gefa vaxtahækkun frjáisa sem þýða myndi nú um 60% vexti. að banna sfðan vísitölutryggingu á launum. Þannig á að knýja fram lækkun kaups um 25% á næstu 6 mán- uðum. Verkamenn, bændur og sjó- menn eiga að fórna, en kaupsýslu- menn mega ráða sinum tekjum sjálfir. Sýning á batiklist efitr listakonuna Sigrúnu Jónsdóttur, verður opnuð í Egilsbúð, Neskaupstað, 1. sunnudag í aðventu, 2. des. n. k. kl. 16 og lýkur sunnud. 9. des. n. k. Sýningin verð- ur opin 16—22 alla daga. Á sýningunni verður m. a. hökull úr Norðfjarðarkirkju unninn af Sigrúnu. MENNINGARNEFND Tilboð Tilboð óskast í Mazda 818 árg. 1973 og Hillman Hunter, árgerð 1970. Bifreiðarnar seljast í tjónsástandi. Tilboðum skal skilað til Fjórðungsskrifstofu BÍ, Eski- firði, fyrir 10. desember 1979, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar. FJÓRÐUNGSSKRIFSTOFA BRUNABÓTAFÉLAGS ÍSLANDS, Eskifirði, sími 6272 Kjörfundur TIL ALÞINGISKOSNINGA í NESKAUPSTAÐ Kjörfundur hefst sunnudaginn 2. desember kl. 9.30 f. h. í Sjómannastofunni í Neskaupstað. Umboðsmenn lista mæti ásamt kjörstjórninni kl. 8 f. h. Undirkjörstjórnin í Neskaupstað

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.