Austurland


Austurland - 10.01.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 10.01.1985, Blaðsíða 1
Austurland HJOLA- STILLINGAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 10. janúar 1985. 1. tölublað. Heimsmet í fallþunga? Ján Guðmundsson með Morubotnu ogþrílembingunum. Ljósm. Sigurður Þ. Vilhjálmsson. Á sl. hausti hætti Jón Guð- mundsson í Neskaupstað fjár- búskap, eftir að hafa stundað hann hér í meira en þriðjung aldar, og fargaði öllum sínum kindum. Ekki er ótrúlegt, að ein ærin hans Jóns, hún Moru- botna, hafi ásamt þrílembing- unum sínum sett íslandsmet ef ekki heimsmet í fallþunga eftir eina á með lömbum. Tekur blaðið fúslega við fréttum af frekari fallþungametum. Morubotna var undan á frá Reykjum í Mjóafirði og hrútn- um Roða, sem var af Holtskyni í Þistilfirði. Hann vigtaði 132 kg á fæti og hafði 60 kg fallþunga, er honum var slátrað. Morubotna var fædd 1978 og var því 6 vetra, er henni var Við byggjum skála Á sl. hausti var því marki náð, að skáli skiðamiðstöðvarinnar í Odds- skarði varð fokheldur og heldur meira. Húsið er fullmálað að utan, gler í gluggum, vatn og skólp frá- gengið og rafmagn komið inn. Húsið er hið vandaðasta og þeim til sóma, sem að stóðu. Ef það er einhver, sem ekki veit, þá er skíðamiðstöðin eign þriggja sveitarfélaga. Neskaupstaður á 50%, Eskifjörður á 30% og Reyðarfjarð- arhreppur á 20%. Sveitarfélögin hafa fjármagnað byggingu skálans í þeim hlutföllum, sem eignarhlutur þeirra er. Hvenær við getum lokið við inn- réttingar og tekið húsið í notkun, fer alveg eftir, hvað sveitarfélögin leggja til verksins, en þau hafa ekki mikið aflögu þessa stundina. Við erum nú samt bjartsýn á að geta þokað verkinu áfram, þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu og er það von okkar að geta einangrað húsið og komið snyrtiaðstöðu í það horf, að viðunandi verði í vetur. Einangrun erum við búin að kaupa og er hún komin á staðinn. Það mjög svo takmarkaða fjármagn, sem við höfum, verðum við að nýta sem allra best. Þess vegna vonumst við tíl að geta unnið ein- hverja sjálfboðavinnu við þennan lokaáfanga. Vel skipulögð vinna get- ur skilað okkur vel áleiðis að því marki, sem er að fullklára húsið fyrir næstu áramót. Við leitum því til allra, sem vilja leggja okkur lið og biðjum þá að hafa samband við: í Neskaupstað Kristin ívarsson og Stefán Pálmason, á Eski- firði Guðjón Björnsson og á Reyðar- firði Hjördísi Káradóttur. Því fleiri sem taka þátt í þessu þeim mun léttara verður framhaldið og með tilkomu skálans opnast ótal möguleikar til margvíslegrar starfsemi og mikið öryggi er að hafa hús þama uppi. Svona í lokin: Ef einhver fyrirtæki, félög eða ein- staklingar vilja gefa í húsið fé eða búnað, þá væri það vel þegið. Með skíðakveðju, Kristinn ívarsson, formaður byggingamefndar. Peningalykt? Eins og alkunnugt er hefur skilningur manna á háska og/ eða óþægindum af völdum mengunar í margvíslegum myndum mjög farið vaxandi á síðari árum og jafnvel svo að barátta gegn mengun er veiga- mikill þáttur í stefnuyfirlýsing- um sumra stjórnmálaflokka. Einkum er þetta áberandi þegar rætt er um stóriðju. Hér í Neskaupstað er starf- andi fiskimjölsverksmiðja, eins og raunar víðar á Austurlandi, og veldur hún mikilli loftmeng- un. Sérstaklega gætir þessa þeg- ar veður er hvað kyrrast og blíðast. Ýkjulaust má fullyrða að mengun frá verksmiðjunni hafi stórspillt fyrir fólki að njóta þeirrar einstöku veðurblíðu sem ríkjandi hefur verið það sem af er vetri. Oft er ástandið þannig dögum saman að ekki er opn- andi gluggi á íbúðum eða hægt að hengja þvott til þerris fyrir þessum ófögnuði. Hvort fnykur þessi og þau efni sem honum fylgja eru skaðsöm heilsu manna getur undirritaður ekki fullyrt um sökum vanþekkingar, en telur ekki ólíklegt að svo geti verið. Nú skal það skýrt fram tekið að athugasemdir þessar eru ekki gerðar af illum hug til þessa fyrirtækis né skilningsleysis á því hversu gagnlegt það er bæjarfélagi okkar og raunar öllu þjóðfélaginu. Hins vegar telur undirritaður að stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki sýnt nægi- legan skilning eða áhuga á því að bæta hér um, því tæknilega mun það ekki lengur vand- kvæðum bundið. Par sem þetta er mál sem alla bæjarbúa snertir, væri æskilegt að forráðamenn fyrirtækisins kæmu á framfæri hér í blaðinu, eða öðrum þeim vettvangi sem bæjarbúar almennt eiga aðgang að, hvert sjónarmið þeirra er og hvort skjótra úrbóta er að vænta. Einnig væri æskilegt að heyra hvort bæjarstjórn, sem kjörin er til að gæta hagsmuna okkar bæjarbúa í þessum efnum sem öðrum, hefur eitthvað til málanna að leggja. 6. janúar 1985, Þórður Kr. Jóhannsson. slátrað og hafði eignast allst 13 lömb, var einlembd gimbrarár- ið, en síðan þrisvar tvílembd og tvisvar þrílembd. Hún gekk gjarnan í Nípunni norðanverðri og oft langt fram á vetur og virð- ist henni og lömbum hennar hafa orðið gott af kjarngresinu þar. Sl. vor eignaðist Morubotna þrjú lömb, eins og áður hefir komið fram, eina gimbur og tvo hrúta. í haust vigtuðu lömbin 46, 47 og 48 kg á fæti, eða ails 141 kg. Fallþungi Morubotnu og þrí- lembinganna svo og afurðaverð var sem hér segir: Morubotna Verð kr. Fallþungi 34 Gæra . . . Mör . . . kg .... 2.808 .... 180 .... 124 Slátur . . . .... 136 Þrflembingarnir Samtals 3.248 Verð kr. Fallþungi 63 kg ....... 7.159 ....... 441 ....... 260 Slátnr ..... ....... 4(18 Samtals 8.268 Afurðir alls kr. 11.516 Morubotna með þrílembingana sína. Ljósm. Sigríður Wíum. Framsókn hrókerar Milli hátíðanna var það tilkynnt, sem reyndar hafði lengi legið í loftinu, að Tomas Árnason hefði verið skipaður bankastjóri við Seðlabankann. Þann sama dag sagði Tómas af sér þingmennsku sem 4. þing- maður Austurlands, en við tók Jón Kristjánsson, félagsmála- fulltrúi á Egilsstöðum og rit- stjóri Austra. Jón var 1. vara- þingmaður framsóknarmanna á Austurlandi og hefir setið á Alþingi sem slíkur. AUSTURLAND óskar Jóni Kristjánssyni alls góðs í starfi. Kjarnorkuvopnum og radarstöðvum mótmælt Fundur í Alþýðubandalaginu í Neskaupstað haldinn 2. janúar 1985 mótmælir harðlega uppsetningu radarstöðva í hernaðarþágu, sem fyrirhugaðar eru á Norðausturlandi og Vestfjörðum. Skorar fundurinn á stjórnvöld að virða sterk og almenn mótmæli, sern fram hafa komið gegn slíkum radarstöðvum og hverfa alfarið frá fyrirhuguðum framkvæmdum, er auka hættu á hernaðarátökum hér á landi. Þá skorar fundurinn á stjórnvöld að mótmæla harðlega áætl- unum Bandaríkjaforseta um flutning kjarnorkuvopna til ís- lands á ófriðartímum og hvetur til, að Alþingi álykti sem fyrst í þessu máli til að tekinn verði af allur vafí um, að hér á landi verði aldrei kjarnorkuvopn. o Fundur í Alþýðubandalagi Héraðsmanna haldinn á Egils- stöðum 5. janúar 1985 skorar á það Alþingi er nú situr að marka um það afdráttarlausa stefnu, að aldrei komi til greina að leyfa flutning kjarnavopna til fslands eða staðsetningu slíkra vopna hérlendis. Fundurinn vekur athygli á að þær framkvæmdir sem unníð er að og aformaðar eru á vegum Bandaríkjahers og Nató hérlendis tengjast augljóslega kjarnorkuvígbúnaðaráætlunum á íslandi og nálægum hafsvæðum. Fundurinn mótmælir sér- staklega framkomnum áformum um byggingu nýrra ratsjár- stöðva í hernaðarþágu á Vestfjörðum og Langanesi og telur það grófa blekkingu að tengja umræðu um þau efni við örygg- ismál sjómanna og farþega í innanlandsflugi.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.