Austurland


Austurland - 10.01.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 10.01.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 10. JANÚAR 1985. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir- Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað — ©7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Ratsjárstöðvar og hernaðarnet Bandaríkjanna Ein af jólagjöfum ríkisstjórnarinnar til íslensku þjóðarinnar var fyrirheit um, að hér skuli reistar nýj- ar hernaðarratsjárstöðvar á Vestfjörðum og á Langa- nesi og búnaður allur endurnýjaður í þeim ratsjár- stöðvum, sem fyrir eru á Stokksnesi við Hornafjörð og á Suðurnesjum. Ratsjárstöðvar þessar eiga síðan að tengjast nýrri miðstöð Bandaríkjahers í Keflavík og verða hlekkur í gífurlegu upplýsinganeti Banda- ríkjahers á norðurslóðum, sem nú er verið að færa út og fullkomna. Það er Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, sem er látinn leika jólasveininn í þessum nýjasta hernað- arleik Bandaríkjanna hérlendis og auðvitað kemur hann fram í sauðargæru, eins og hæfir innihaldi í pokanum. Þannig gefur utanríkisráðherra í skyn, að hug- myndin að byggingu þessara ratsjárstöðva sé til kom- in fyrir íslenskt frumkvæði og þegar áætlanir um þær voru kynntar í byrjun jólaföstu, var mikið gert úr gildi þessara nýju hernaðarmannvirkja fyrir almenna flugumferð og skipasiglingar við landið, en lítið sem ekkert sagt um hernaðarþáttinn. Það liggur þó fyrir, að þessi dýru hernaðarmann- virki verði að fullu kostuð af Bandaríkjaher og Nató og upplýsingarnar, sem ratsjárnar afla, ganga í gegn- um sjálfvirk boðkerfi til höfuðstöðva Bandaríkja- hers. Nokkrir íslendingar eiga hins vegar að fá að stússa í kringum þessar sjálfvirku stöðvar til að sinna viðgerðum á búnaði og halda opnum vegum að þeim, líklega 5-10 manns að hámarki. Þannig verður reynt að gera þessi hernaðarmannvirki sakleysislegri í aug- um almennings. Nýju ratsjárstöðvarnar eru einn þáttur af mörgum í stórauknum hernaðarumsvifum Bandaríkjamanna hérlendis, sem birtast m. a. í byggingu olíubirgða- stöðvar og hafnar í Helguvík og undirbúningi að neð- anjarðarstjórnstöð á Keflavíkurvelli, þaðan sem unnt á að vera að stjórna hernaðaraðgerðum í sjö daga, eftir að kjarnorkustyrjöld væri skollin á. Bandarískur fræðimaður á sviði vopnabúnaðar færði utanríkis- og forsætisráðherra ljósrit af banda- rískum embættisskjölum, sem eiga að sýna, að Bandaríkjaher hafi um langt árabil miðað áætlanir sínar við að flytja kjarnorkusprengjur til íslands á ófriðartímum. Þegar Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra bað um skýringar á þessum skjölum hjá bandarískum stjórnvöldum, var honum gefið langt nef frá Washington og sagt opinberlega, að um svona hluti spyrðu menn alls ekki innan Nató, en auðvitað Bak jólum Framh. af 4. síðu. Ef vinstri menn ættu að ljá máls á þessum ráðstöfunum, þurfa þessi fyrirtæki að verða framleiðslusamvinnufélög, því að í hlutafélagsforminu er auð- urinn það afl sem öllu ræður, og með athæfi þessu er arðráni gert hátt undir höfði um leið og góð- um fyrirtækjum er rænt úr þjóð- areigu. í öðru lagi má spyrja: Mætti ekki koma einkafyrirtækjum og hlutafélögum í hendur starfs- manna þeirra? Þarf þetta bara að gilda um ríkisfyritæki? Og íhaldsmenn munu svara að bragði: „Nei, það er algjör óþarfi, þau eru svo vel rekin“. Þarna kemur f ljós sú einfeldn- ingslega trú, að þeir sem vinna hjá einstaklingi eða einhverri klíku vinni störf sín betur en þeir, sem starfi í þágu hins opin- bera. Allir heilvita menn sjá, hvers lags kjaftæði þetta er. En til þess að þessi falska kenning birtist sem sannleikur, hefur ver- ið fundið upp einfalt bragð. Öll- um launatöxtum hefur verið haldið niðri svo fáheyrt er. Þeir eru síðan notaðir til að skammta opinberum starfsmönnum tekj- ur á meðan annað fólk er á „frjálsum markaði" og þiggur tvöföld eða þreföld laun í einka- geiranum. Þegar lélegasti starfs- krafturinn er af þessum sökum orðinn eftir hjá því opinbera, rísa þorsteinar pálssynir allra flokka upp og segja: „Sjáið, menn verða bara að drullusokk- um við að vinna hjá ríkinu, komum þeim nú frekar til manns og búum til mörg einka- fyrirtæki úr ríkinu". Þetta er svokölluð „endur- reisn atvinnulífsins" og guð má vita hvað, en í raun er hér fyrst og fremst um að ræða endur- reisn þess misréttis, sem íslenskt þjóðfélag einkenndist svo mjög af fram á þessa öld, en alda- mótakynslóðin beitti sér fyrir að afnema, um leið og hún braut þjóðinni leið til sjálfstæðis með samtakamætti sínum og einurð. Þetta er aðför að þeirri samhjálp, sem þjóðin hefur beitt sér fyrir með ríkisvaldið og ríkissjóð að vopni. Norðf irðingar—Austf irðingar Verslunin er flutt að Egilsbraut 5 Opna föstudaginn 11. janúar Opnunartími verður virka daga kl. 13 — 18 og laugardaga kl. 13 — 15 Blóm — blómaskreytingar — gjafavara Ath. breytt símanúmer 7679 Verslunin Myrtan Egilsbraut 5 Neskaupstað ®7679 hafi Bandaríkjastjórn alltaf ætlað að biðja íslendinga um leyfi til að fá að flytja hingað kjarnorkuvopn, ef til ófriðar drægi. Ratsjárstöðvarnar og aðrar fyrirhugaðar fram- kvæmdir Bandaríkjahers hér á landi sýna það ótví- rætt, að verið er að reyra ísland enn fastar í hernað- arnet Bandaríkjanna á norðurslóðum. Land okkar er þannig sett í fremstu víglínu átaka í kjarnorku- styrjöld og það í nafni öryggis og varnarhagsmuna. Svo langt er gengið, þegar endurreisa á hernaðar- mannvirki á Langanesi og við ísafjarðardjúp, að reynt er að tvinna þau mál saman við öryggismál sjómanna og áhafna í innanlandsflugi. Svo er að sjá sem forysta Framsóknarflokksins ætli að ganga í heilu lagi í net íhaldsins og Geirs Hall- grímssonar í ratsjárstöðvarmálinu eins og á öðrum sviðum. Við bíðum eftir leiðara í Austra um þennan jóla- boðskap ríkisstjórnarinnar. Hver er afstaða þing- manna Framsóknarflokksins til þessa máls og stór- aukinna hernaðarumsvifa Bandaríkjahers hérlendis? H. G. Félagshyggjufólk: Er það virkilega svo, að við sjáum ekki, hvað er að gerast? Sé svo, er brýnt að við öflum okkur þekk- ingar á því hið bráðasta. Ekki er víst, að hópurinn verði jafn sundurleitur að þeirri þekking- aröflun lokinni, enda verður þá kominn tími átaka, og verkið sem vinna þarf verður mikið, og baráttan sjálf tekur ekki enda, fyrr en að hinum spilltu og kas- úldnu íhalds- og frjálshyggju- sjónarmiðum er feykt í burtu í eitt skipti fyrir öll. Göngum ótrauð fram gegn nýju ári og lærum af því liðna. ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Sigurður Guðjónsson, húsa- smíðameistari, Melagötu 13, Neskaupstað varð 75 ára 28. des. sl. Hann er fæddur í Nes- kaupstað og hefir alltaf átt hér heima. Brynjar Júlíusson, kaupmaður, Ekrustíg 6, Neskaupstað varð 50 ára í gær, 9. jan. Hann er fæddur á Dalvík, en fluttist til Neskaupstaðar 1961 og hefir átt hér heima síðan. Jón Guðmundsson, verslun- armaður, Nesgötu 43, Neskaup- stað verður 80 ára á sunnudag- inn, 13. jan. Hann er fæddur á Þrasastöðum í Stíflu í Skaga- fjarðarsýslu og átti þar heimili til 22 ára aldurs. Hann fór til sjós 15 ára og var sjómaður í rúm 25 ár. Hann bjó á Ólafsfirði í 10 ár, á Húsavík í 10 ár og á Súgandafirði í lVi ár, þar sem hann var verkstjóri. Hann flutt- ist til Neskaupstaðar 1948 og gerðist fyrsti verkstjóri við fisk- vinnslustöð SÚN og gegndi því starfi í um 20 ár. Um 10 ára skeið starfaði hann svo sem verslunarmaður hjá Verslun SÚN. Jón hefir ætíð verið fjár- bóndi jafnframt öðrum störfum og allt til sl. hausts. Jón er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Pétursdóttir, sem dvelst á ellideild Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað. Þau eignuðust 4 dætur. Seinni kona Jóns var Helga Guð- mundsson, fædd Hansen, frá Klakksvík í Færeyjum. Þau áttu eina kjördóttur. Helga lést 5. nóv. 1980. Þá á Jón einn son. Jón mun taka á móti gestum á heimili sínu að Nesgötu 43 á laugardaginn 12. jan. Kirkja Barnastarfið í Norðfjarðar- kirkju hefst nk. sunnudag, 13. janúar kl. 1030 f. h. Sóknarprestur.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.