Austurland


Austurland - 17.01.1985, Page 1

Austurland - 17.01.1985, Page 1
Austurland 35. árgangur. Neskaupstað, 17. janúar 1985. HJÓLASTILLINGAR Benni & Svenni ® 6399 & 6499 2. tölublað. Breiðablik - íbúðir aldraðra í Neskaupstað Laugardaginn 12. janúar fór fram hátíðleg og hlýleg athöfn í setustofu íbúða aldraðra í Nes- kaupstað, en þá fór formleg vígsla íbúðanna fram og bygg- ingarnefnd afhenti bæjarstjórn þennan fyrsta byggingaráfanga. Fjölmenni var við athöfnina og þágu gestir veitingar að henni lokinni. Byggingarsaga Stefán Þorleifsson, formaður byggingarnefndar rakti sögu byggingarinnar og lýsti húsnæð- inu í ræðu sinni og stjórnaði at- höfninni. jL. Stefán Porleifsson flytur vígslu- rœðuna. Ljósm. B. S. Upphaf þessarar byggingar má rekja til tillögu, sem Bjarni heitinn Þórðarson, fyrrverandi bæjarstjóri flutti í bæjarstjórn Neskaupstaðar 1977 um skipan nefndar til að kanna aðstöðu og hagi aldraðs fólks í Neskaupstað með byggingu íbúða fyrir aldr- aða fyrir augum. Um þetta mál náðist strax einhuga samstaða í bæjarsjórn Neskaupstaðar og í byggingarnefndinni, sem haldið hefir 50 fundi, hefir ætíð verið svo góð samstaða, að aldrei hef- ir þurft að skera úr málum með atkvæðagreiðslu. Fyrsta skóflustunga var tekin að byggingunni 29. júlí 1980 og vorið 1981 fóru útboð fram. Teikningar og hönnun annaðist Arkitektastofan sf. eða þeir Ormar t>ór Guðmundsson og Örnólfur Hall. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen annaðist hönnun burðarvirkja og bygg- ingareftirlit, sem Magnús Magnússon, verkfræðingur hafði með höndum ásamt Krist- jáni Knútssyni, bæjartækni- fræðingi í Neskaupstað. Aðal- byggingarverktaki var Byggð hf. í Neskaupstað, en fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins er ívar S. Kristinsson, bygginga- meistari. Múrarameistari var Gísli Hafliðason, pípulagninga- meistari Jón Svanbjörnsson, rafvirkjameistari Sveinn Ó. Elíasson og málarameistari Hilmar Símonarson, allir í Nes- kaupstað. Hvammur hf. í Nes- kaupstað smíðaði innréttingar nema eldhúsinnréttingar, sem Akur á Akranesi smíðaði. Flutt var inn í fyrstu íbúðirnar 10. maí 1984 og um mánaða- mótin júní og júlí var flutt í allar íbúðirnar. Húsnæðið Húsið er á tveimur hæðum og stendur vestan við Fjórðungs- sjúkrahúsið og er sambyggt því með tengibyggingu. Húsið til- heyrir Mýrargötu, eins og Sjúkrahúsið, en stendur þó í raun nær götunni Breiðabliki, sem liggur út frá því að neðan. íbúðirnar eru alls 12, 6 á hvorri hæð. Einstaklingsíbúðir eru 8,38 m2 hver og hjónaíbúðir eru 4, 51.5 m2 hver. Alls er íbúðahúsnæðið 929 m2 eða 3.117 m3. í hverri íbúð er stofa, eitt svefnherbergi, baðherbergi og eldhúskrókur og auk þess fylgja hverri íbúð tvær geymslur og svalir uppi og sólpallur niðri. Þá er sameiginleg setustofa á efri hæðinni og vinnustofa á neðri hæðinni. íbúðirnar eru sérstaklega smekklegar og þægilegar og láta íbúarnir mjög vel af að búa í þeim. Fjármögnun Heildarkostnaður við íbúð- irnar er nú um 19 millj. kr. Bæjarsjóður Neskaupstaðar hefir lagt fram fé til byggingar- innar svo og Verkalýðsfélag Norðfirðinga, Starfsmannafélag Neskaupstaðar og einstakling- ar. Góð lánafyrirgreiðsla hefir fengist hjá fjölmörgum aðilum mest hjá Byggingasjóði ríkisins, og einnig hjá öðrum sjóðum. Þá hafa íbúðunum borist marg- ar góðar gjafir: peningagjafir frá hjónunum Margréti Björg- vinsdóttur og Gunnlaugi Sig- urðssyni, Einari Jónssyni, Mið- stræti 6, Neskaupstað, sem nú er látinn, Jóni Karlssyni, til minningar um afa hans, Karl Guðmundsson, allmörgum börnum, sem haldið hafa hluta- veltur til ágóða fyrir bygginguna og frá Lionsklúbbi Norðfjarðar, sem gaf húsgögn í setustofuna. Öllum þessum aðilum þakkaði Stefán Þorleifsson fyrir hönd byggingarnefndar. Breiðablik Byggingarnefndin hafði efnt til hugmyndasamkeppni um nafn á íbúðirnar og valdi nafn úr þeim tillögum, sem bárust. Stefán tilkynnti þá ákvörðun nefndarinnar, að húsnæðið Kirkjukórinn söng undir stjórn Ágústs Ármanns Þorlákssonar. Ljósm. B. S. Nokkrir íbúar Breiðabliks og gestir. Ljósm. B. S. skyldi heita BREIÐABLIK og gaf því nafn. Tillaga um nafnið Breiðablik barst frá Guðmundi Bjarnasyni, en reyndar hafði Stefán stungið upp á þessu nafni áður í byggingarnefndinni. Nafnið Breiðablik er sótt í goðafræðina, eins og menn vita, en það var bústaður Baldurs góða - hins hvíta áss - og var bjartara yfir þeim bústað en öðrum stöðum. Ræða og söngur Að góðri yfirlits- og vígslu- ræðu Stefáns Þorleifssonar lok- inni flutti sóknarpresturinn, séra Svavar Stefánsson ræðu og lýsti blessun yfir Breiðabliki og íbúum þar og færði hann Breiðabliki biblíu að gjöf frá sóknarnenfd Norðfjarðar- kirkju. Kirkjukór Norðfjarðar- kirkju söng undir stjórn Ágústs Ármanns Þorlákssonar einn sálm og eitt ættjarðarlag. Allt var þetta vel og hlýlega gert. Framh. á 2. síðu. Unnið að lausn loftmengunarvandans Um fátt hefur verið meira Fyrsta stigið var fólgið í því rætt manna á milli undanfarið að endurnýja allan búnað aftan en þá miklu loftmengun frá loðnubræðslum sem við Aust- firðingar höfum þurft að búa við í veðurblíðunni í vetur. í síðasta tbl. AUSTUR- LANDS birtist svo grein um „peningalyktina" frá fiskimjöls- verksmiðju SVN og var óskað eftir upplýsingum frá fyrirtæk- inu um hvort búast mætti við bættu eða óbreyttu ástandi. Skal nú reynt að veita um- beðnar upplýsingar. Það er rétt að það er ekki lengur tæknilegt vandamál að stórdraga úr loftmengun frá fiskimjölsverksmiðjum, en flestar lausnir hafa þó byggst á endurnýjun alls þurrkarakerfis- ins og verið óviðráðanlega dýrar. Stjórnendur SVN hafa reynt að fylgjast grannt með þróuninni í þessum málum og fyrir tveimur árum var Stefán Örn Stefánsson vélaverkfræð- ingur fenginn til að kanna kostn- að við mengunarvarnir í tengsl- um við endurnýjun og endur- bætur á reykblásurum og reyk- göngum við eldþurrkara fiski- mjölsverksmiðjunnar. í ársbyrjun 1984 barst fyrir- tækinu skýrsla frá verkfræð- ingum ásamt tillögum um að- gerðir í þremur stigum. við þurrkarana og m. a. setja upp fullkomnar rykskiljur. Þessar rykskiljur eiga að ná 96 - 98% af rykinu úr reyknum, en þær breyta engu um „peninga- lyktina“. Þessu verki var lokið sl. haust. Annað stig felst í því að reisa sjóþvotta- og kæliturn við hlið rykskiljanna. Þar er reykurinn kældur með sjó í eða niður fyrir 20°C, en það er sú krafa sem Hollustuvernd ríkisins hefur sett fram. Þessi búnaður, þ. e. öflugur sjóþvottur á eftir vönduðum rykskiljum mun að mati verk- fræðingsins gjörbreyta ástand- inu til hins betra og að hans áliti er þetta eina færa leiðin sem ekki byggir á endurnýjun þurrk- arakerfisins í heild, en það væri margfalt dýrara. Þriðja stigið er svo varma- vinnsla til olíusparnaðar. Stefnt er að því að vinna þetta verk í sumar, en það kostar mik- ið og er því háð þeim skilyrðum að lán fáist til framkvæmdanna frá Fiskveiðasjóði (um það var sótt sl. haust) og að veiðar og vinnsla hafi rekstrargrundvöll. F. h. stjórnar Síldarvinnslunnar hf, Kristinn V. Jóhannsson.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.