Austurland


Austurland - 17.01.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 17.01.1985, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 17. janúar 1985. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi Stígðu ný spor í Helgarreisu Flugleiða! RÍÓ í Broadway © 7119 ÞAÐERLAN AÐ SKIPTA VIÐ SPARISJÓÐINN Sparisjóður Norðfjarðar Lyftaranámskeið fækka slysum Sl. föstudag hélt Vinnueftirlit rfkisins eins dags frumnámskeið í Neskaupstað fyrir stjórnendur gaffallyftara og sóttu það 30 manns. Á laugardaginn fóru svo fram verkleg próf fyrir stjórn- endur gaffallyftara og dráttar- véla. AHs tóku 48 manns próf. Forstöðumaður Vinnueftir- litsins á Austurlandi, Skúli Frá Leikfélagi Neskaupstaðar Næstkomandi sunnudag held- ur Leikfélag Neskaupstaðar aðalfund sinn í Tónskólanum og hefst hann klukkan 17. Væntir stjórn Leikfélagsins að gamlir félagar láti nú sjá sig og nýir fé- lagar eru að sjálfsögðu vel- komnir. Það er ætlun stjórnar, ef nægur áhugi verður á fundin- um, að koma á laggirnar kvöld- skemmtun í mars og því er brýnt að allt áhugafólk fjölmenni á fundinn og leggi á ráðin. Það þarf vart að tíunda það hér hversu mikilvægt það er hverju bæjarfélagi að hafa starf- andi leikfélag og því er þessi til- raun gerð nú til að blása lífi í félagið á nýjan leik. Við sjáumst á sunnudaginn. Frá stjórn LN. Magnússon á Egilsstöðum, stóð fyrir þessu námskeiði sem og fyrri námskeiðum og AUST- URLAND hitti hann að máli og spurði um gagnsemi lyftaranám- skeiða og fleira. D Þið hafið haldið allmörg námskeið að undanförnu, erþað ekki? ¦ Slík námskeið hafa verið haldin árlega í mörg ár og nú í haust voru haldin 6 námskeið víðs vegar í kjördæminu og þau sóttu 62 menn. Þá var m. a. haldið námskeið hér í Neskaup- stað, en það sóttu fáir sem og annars staðar vegna mikillar vinnu á þeim tíma. Þetta nám- skeið núna er hins vegar mjög fjölmennt. D En það er ekki nóg að sækja námskeiðin, það verður að taka próf á tœkin, er það ekki? ¦ Alveg rétt, og það er einmitt nokkuð algengt, að menn fari á námskeiðin, en nái sér ekki í réttindin jafnframt, þ. e. taki próf. Það er alltof mikið um það, að réttindalausir menn séu á þessum vélum. Nú er stefnt að því að koma lagi á þessi mál og hefur tekist samvinna milli Vinnueftirlits ríkisins og lög- reglunnar um átak í þessum efnum. Það er fengin vissa fyrir því, að f ærri slys verða og minna tjón verður, eftir að þessi mál tóku að færast í betra horf. ? Eru vinnuslys mjög tíð við vinnu með gaffallyfturum? ¦ Já, % allra vinnuvélaslysa verða við vinnu með gaffallyft- urum, svo að það er brýn nauð- syn, að stjórnendur þeirra hafi tilskilin réttindi. D Eitthvað að lokum, Skúli? ¦ Já, það er of lítið gert að því að kjósa öryggistrúnaðarmenn í fyrirtækjum. Þeir eiga hins vegar að vera til staðar skv. lögum um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum frá 1980 og eiga að vera tengi- liðir milli starfsmanna, stjórn- enda fyrirtækja og Vinnueftir- litsins. Ástandið í þessum efn- um hefur lagast, en fólk mætti fylgjast með þessu. Þá er líka mikill misbrestur á því, að vinnuslys séu tilkynnt til Vinnueftirlitsins, en það á að gera skv. áðurnefndum lögum. Að endingu vil ég biðja AUSTURLAND að koma á framfæri þökkum Vinnueftir- litsins til Framhaldsskólans í Neskaupstað, Kaupfélagsins Fram og Síldarvinnslunnar hf. fyrir lán á aðstöðu og tækjum við framkvæmd þessa nám- skeiðs og verklegu prófanna, en þessi afnot voru látin í té ókeyp- is. B. S. Innanlandsfargjöld: Flugleiðir bjóða 40% lækkun með APEX Flugleiðir bjóða fram APEX fargjöld á innanlandsleiðum, frá og með föstudeginum 12. janúar. Afsláttur frá venjulegu fargjaldi er 40%. APEX far- gjald verður þó ekki í gildi til og frá Akureyri, heldur mun HOPP-fargjald verða áfram í boði á flugleiðinni milli Akur- eyrar og Reykjavíkur. APEX fargjöld Rugleiða í millilandaflugi hafa notið mik- illa vinsælda undanfarin ár og auðveldað fólki að ferðast milli landa. Á síðasta ári gerðu Flug- leiðir ýmsar lagfæringar á far- gjöldum innanlands til hagsbóta fyrir farþega og með tilkomu APEX fargjaldanna hefur enn verið stigið stórt skref til bættrar þjónustu. Reglur um APEX fargjöld eru fáar og auðskildar. Sem fyrr segir er afsláttur 40% af venju- legu fram og til baka fargjaldi, en ekki er hægt að kaupa APEX miða aðra leið. Börn innan tólf ára fá helmingsafslátt. Bóka þarf far fram og til baka og kaupa farseðil minnst sjö dögum fyrir brottför. Gildistími farseðils er 21 dagur frá upphafi ferðar, en lágmargsdvöl er fimm dagar. Hætti farþegi við flugferð eða mætir ekki til flugs, er heim- ilt að endurgreiða 50% af and- virði farseðils. Ef veður hamlar flugi þá ferð sem APEX farseð- ill gildir í, má nota hann í næsta flug eða fá hann endurgreiddan að fullu. Hamli veður heimflugi, má nota næsta flug eða fá 50% af andvirði farseðils endur- greitt. Sætafjöldi er takmarkað- ur. Sem dæmi um verð má nefna, að venjulegt fargjald til Reykja- víkur frá Egilsstöðum fram og til baka er kr. 4.622.00 - en APEX fargjald er kr. 2.773.00. Venjulegt fargjald frá ísafirði fram og til baka er kr. 3.232.00 -en APEXkostarkr. 1.939.00. APEX fargjöld gilda til og frá þessum stöðum á eftirtöld- um dögum og kosta eftirf arandi: Flugvellir Dagar Krónur Egilsstaðir Fimmtudaga og laugardaga . . . . 2.773.00 Hornafjörður Mánudaga og miðvikudaga . . . . 2.445.00 Húsavík Mánudaga og miðvikudaga . . . . 2.352.00 Patreksfjörður Mánudaga og miðvikudaga . . . . 1.877.00 Sauðárkrókur Þriðjudaga og sunnudaga . . . . . 1.866.00 Vestmannaeyjar Miðvikudaga og laugardaga . . . . 1.349.00 ísafjörður Þriðjudaga og laugardaga . . . . . 1.939.00 Þingeyri Mánudaga........... . . 1.856.00 Norðfjörður Laugardaga .......... . . 2.862.00 Gerður Guðmundsdóttir. Ljósm. lngþór Sveinsson. Frá aðalfundi Þróttar Á aðalfundi íþróttafélagsins Þróttar í Neskaupstað, sem haldinn var 29. desember sl. voru gerðar verulegar breyting- ar á lögum félagsins. Miða þess- ar breytingar að því að deilda- skipta félaginu og hefur hver deild sérstaka stjórn og eigin fjárhag. Deildir innan Þróttar eru nú: Knattspyrnudeild, Skíðadeild, Blakdeild, Hand- knattleiksdeild, Sunddeild og Frjálsíþróttadeild. Halda þessar deildir aðalfundi sína nú í janú- ar. Yfir deildunum er síðan að stjórn félagsins sem hefur eftirlit með störfum deildanna, kemur fram fyrir félagið út á við, sam- ræmir fjáraflanir o. fl. Skipulag þetta tíðkast víða hjá íþróttafé- lögum og hefur reynst vel. Á aðalfundi Þróttar var lýst kjöri íþróttamanns félagsins og varð Gerður Guðmundsdóttir skíðakappi (með meiru) fyrir valinu að þessu sinni. í öðru sæti varð Marteinn Guðgeirsson og í þriðja sæti Ólafur Viggósson. Þá var ný stjórn kosin fyrir félagið og hana skipa: Guð- mundur Bjarnason formaður, Jóhann Tryggvason varafor- maður, og aðrir í stjórn: Guð- mundur Yngvason, Lilja Hulda Auðunsdóttir og Elma Guð- mundsdóttir. Þórhallur Jónasson gaf ekki kost á sér til formennsku þar sem hann flytur nú úr bænum um stundarsakir a. m. k. Voru Þórhalli þökkuð frábær störf í þágu félagsins á undanförnum árum. G. B. Flugvallarskattur er ekki innifalinn í þessu verði. Fréttatilkynning. Fyrirspurn svarad í AUSTURLANDI10. janúar sl. er spurt hvað bæjarstjórn Neskaup- staðar hafi til málanna að leggja í sambandi við mengun frá fiskimjöls- verksmiðju Síldarvinnslunnar hf. Því er til að svara að bæjarstjórn hefur oft rætt þessi mál við stjórnend- ur fyrirtækisins og fylgst með tilraun- um þeirra til að bæta ástandið. Heil- brigðisnefnd fer með þessi mál fyrir bæjarstjórn og sl. haust átti formaður hennar fund með framkvæmdastjór- um SVN og fulltrúa frá Hollustuvernd ríkisins um leiðir til úrbóta. Hefur heilbrigðisnefnd m. a. lagt til við Holl- ustuverndina að verksmiðjan fái ekki starfsleyfi nema lögð verði fram áætl- un um úrbætur. Þá fylgjast heilbrigð- isfulltrúi og hafnarvörður með meng- un í sjó, sem getur verið engu minna vandamál en á að vera mun auðveld- ara að hindra. Vonandi tekst Síldarvinnslunni að koma máli þessu í höfn á þessu ári því það er alveg ljóst að fólk sættir sig ekki við að búa til frambúðar við óbreytt ástand. Frá bæjarstjórn Neskaupstaðar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.