Austurland


Austurland - 24.01.1985, Qupperneq 1

Austurland - 24.01.1985, Qupperneq 1
Austurland HJÓLASTILLINGAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 24. janúar 1985. 3. tölublað. Eskifj arðarskóli í nýtt húsnæði Víðivellir, elsta skólahús á Eskifirði. Petta gamla skólahús var kvatt kl. 1400 þann 8. janúar. Skólastjóri ávarpaði nemendur og kennara af tröppum hússins, síðan var farið í skrúðgöngu um bæinn og endað við nýja skólann. í fararbroddi voru fánaberar og einn nemandi, sem hélt á klingjandi skólabjöllunni úr gamla skólanum, sem verður nú varðveitt sem minjagripur í nýja skólanum. Nýja skólahúsið er alls rúmir 1700 m2 og er það á þremur hæðum. Á jarðhæð, sem tekin var í notkun á síðasta skólaári, eru þrjár kennslustofur, tvær handmenntastofur og mjög góð aðstaða til kennslu í heim- ilisfræðum, alls um 660 m2. Á annarri hæð voru nú teknar í notkun þrjár kennslustofur og einnig mjög góð aðstaða fyrir kennara og skólastjóra, alls um 500 m2. Einnig er á annarri hæðinni bókasafn um 160 m2, Nýja skólahúsið. Ríkisstjórnin segi af sér Á allfjölmennum og góðum fundi í Alþýðu- bandalaginu áFáskrúðsfirði 10. janúar sl. þar sem báðir þingmenn flokksins í kjördæminu voru mættir, var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Fundur Alþýðubandalagsins, Fáskrúðsfirði haldinn 10. janúar 1985 skorar á núverandi ríkis- stjórn að segja tafarlaust af sér. Hver dagur, sem hún situr við stjórnvölinn, er þjóðinni svo dýr - og þá sérstaklega hinum almenna launamanni - að við slíkt verður ekki unað lengur.“ Priðjudaginn 8. janúar sl. flutti Eskifjarðarskóli alla starfsemi sína í nýtthúsnæði við Strandgötu. Nýja skólahús- ið er það þriðja í skólasögu Eskifjarðar, fyrsta skólahúsið var tekið nýbyggt í notkun við stofnun skólans í janúar 1883. Það hús er enn í fullri notkun sem íbúðarhús á Eskifirði og heitir nú Víðivellir. Árið 1910 var síðan annað skólahús tekið í notkun og hefur það verið í fullri notkun undir skólahaldið til þessa dags. Þetta skólahús er eðlilega orðið nokkuð úr sér gengið og fullnægir á engan hátt kröfum tímans, en það mun verða notað áfram og verður tónlistarskólinn þar til húsa, einnig fœr byggðarsögunefnd þar inni og félagsmálaráð. sem ljúka á við nú í ársbyrjun og er fyrirhugað, að bæjar- bókasafnið verði þar einnig til húsa auk skólabókasafns. Þá er ólokið við efstu hæðina, sem er minnst að flatarmáli eða um 400 m2, en þar verða þrjár kennslustofur og stofa fyrir raungreinar og vonast menn til, að sú hæð verði tilbúin fyrir næsta skólaár. Tilkoma þessa nýja húss er alger bylting í húsnæðismálum Eskifjarðarskóla, því að þegar verst lét, fór kennsla fram á fimm stöðum í bænum, en nú er allt komið á sama staðinn í nýja húsinu og íþróttahúsinu, sem stendur við hliðina á því og var tekið í notkun haustið 1971. Nemendur við skólann eru um 200, fastráðnir kennarar 11 og 3 stundakennarar starfa við skólann auk skólastjóra Jóns Inga Einarssonar. G. B. Gamla skólahúsið. Seyðisfjörður önnur hæsta fisklöndunarhöfn landsins Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið Vinna hafín í frystihúsi Fiskvinnslunnar Samkvæmt bráðabirgða- tölum Fiskifélagsins eru Vest- mannaeyjar hæsta fisklöndun- arhöfn landsins árið 1984 ineð tæpar 175 þús. lestir. Önnur í röðinni er svo Seyðisfjörður með rúmlega 108 þús. lestir, þar af munu um 102 þús. lestir vera loðna. í frystihúsi Fiskvinnslunnar hf. á Seyðisfirði hófst vinnsla aftur mánudaginn 14. janúar, en hún hafði þá legið niðri í rúma 5 mánuði. Eins og áður hefur komið fram í blaðinu seldi Fiskvinnsl- an togarann Gullberg hlutafé- laginu Ottó Wathne og ber hann nú nafn félagsins. Tilgangurinn með sölu skipsins mun hafa ver- ið að laga fjárhagsstöðu Fisk- vinnslunnar. Nýr framkvæmdastjóri, Adolf Guðmundsson lögfræð- ingur, stjórnar nú rekstri Fisk- vinnslunnar og er honum óskað velfarnaðar í starfi. Engum ætti að blandast hugur um að sjó- sókn og fiskvinnsla eru lífæðar íslensks atvinnulífs og þar má helst enginn hlekkur bresta eigi vel að fara. J. J. / S. G. Frá skíðadeild Þróttar Skíðadeild Próttar mun verða með skíðamarkað á notuðum skíðavörum að Ncsbakka 5 (í bílskúrnum hjá Frímanni Sveinssyni) laugardaginn 26. janúar kl. 16 - 19. Þeir sem vilja koma með skíðavörur á markaðinn, vin- samlega komi þeim að Nes- bakka 5 í dag, fimmtudaginn 24. janúar og á morgun, föstudag- inn 25. janúar kl. 20 - 22. Skiðacleilílin.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.