Austurland


Austurland - 31.01.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 31.01.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 31. JANÚAR 1985. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttii, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, ÞórhaUur Jónasson og Smári Geirsson. Ritatjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) 87756. Auglýaingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Miklar hækkanir - vaxandi ójöfnuður Nú um áramótin hækkuðu gjaldskrár rafveitna og mest hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Bilið á milli heim- ilisrafmagns og húshitunarkostnaðar á landsbyggð- inni annars vegar og á Reykjavíkursvæðinu hins veg- ar fer nú vaxandi hröðum skrefum á nýjan leik. Það var Landsvirkjun, sem reið á vaðið með því að hækka heildsöluverð á rafmagni um 14% þrátt fyrir yfir 400 millj. kr. viðbótartekjur af orkusölu til álversins. Hefur gjaldskrá Landsvirkjunar hækkað samtals um 87% í tíð þessarar ríkisstjórnar á sama tíma og kaup hefur verið skert stórlega og verðbætur verið afnumdar með lögum. Rafmagnsveitur ríkisins fá nú að hækka taxta sína um 20% að meðaltali og rafhitunartaxtar hækka um 15% eða í 76 aura kílóvattstundin hjá notendum, þótt aukið sé við niðurgreiðslur á raforku úr ríkis- sjóði. Á sama tíma hækkar heimilisrafmagn hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur ekki nema um 12% og Hita- veita Reykjavíkur hefur ekki hækkað sína taxta að þessu sinni. Því vex nú bilið bæði varðandi heimilis- rafmagn og húshitunarkostnað landsbyggðinni mikið í óhag þvert ofan í margítrekuð fyrirheit ríkisstjórn- arflokkanna og Sverris Hermannssonar, iðnaðarráð- herra sérstaklega. Ein af ástæðunum fyrir því, að Rarik fær nú meiri gjaldskrárhækkun en Rafmagnsveita Reykjavíkur er sú, að iðnaðarráðherra beitti sér fyrir lækkun verð- jöfnunargjalds af raforkusölu úr 19% í 16% rétt fyrir jólin. Rarik hefur fengið í sinn hlut 80% af þessu gjaldi og Orkubú Vestjarða 20%, en gjaldendurnir eru að miklum meirihluta af Reykjavíkursvæðinu. Er áætlað tekjutap Rafmagnsveitnanna og Orkubús Vestfjarða vegna þessarar lækkunar um 67 millj. kr. Við atkvæðagreiðslu um verðjöfnunargjaldið á Al- þingi 20. des. sl. felldi stjórnarliðið tillögu frá Hjörleifi Guttormssyni þess efnis, að lækkun verðjöfiiunar- gjaldsins mætti ekki hafa í för með sér aukið misrétti í raforkuverði milli Iandsbyggðar og Reykjavíkur. í tíð Hjörleifs sem iðnaðarráðherra var dregið stór- lega úr mismunun á verði heimilisrafmagns eða úr um 90%, sem bilið var milli Rarik og Reykjavíkur haustið 1978 niður fyrir 25% á árinu 1980. Var þess síðan gætt, að þetta bil gleikkaði ekki á nýjan leik, þar til nú að það fer vaxandi og nemur 35%. Verðhækkanir á opinberri þjónustu, sem nú dynja yfir, koma illa við alla notendur, en bitna þó mun harðar á landsbyggðinni, eins og þessi dæmi um orku- verðshækkanirnar sýna svart á hvítu. H. G. Helgi Seljan: Um fj árveitingar 1985 Fjárveitingar til fram- kvæmdaþátta hafa sennilega aldrei verið svo aumar sem nú. Út yfir taka fjárframlög til Aust- urlands í hafna- og flugvallamál- um. í raun er aðeins ein höfn framkvæmdalega á blaði, þ. e. Stöðvarfjörður. Og í flugmálum er nær skilað auðu utan tækja- og öryggisbún- aðar, enda upphæðin sú vesæl- asta af öllum eða 3.5 millj. Skökku skýtur þetta við þá staðreynd, að 100 millj. eru teknar að láni vegna flugstöðvar í Keflavík. Um skólana gildir að veru- legu leyti það, að ríkið er að greiða útlagðan kostnað sveitar- félaganna frá síðasta ári. Engin ný framkvæmd er enn tekin inn og kemur það sér sums staðar afar bagalega. í dagvistarmálum eru aðeins greidd um 60% áætlaðrar fjár- þarfar og um sumt er þar hið sama að segja: þetta er skuld- greiðsla s. s. stærsta upphæðin er á Reyðarfirði. Heilbrigðismálaráð Austur- lands mun hafa sent raunhæfar tillögur til ráðuneytisins um fjárframlög, en þær tiilögur sáum við þingmenn aldrei og er það mjög eftir öðrum vinnu- brögðum við afgreiðslu þessara fjárlaga. Sundurliðun fjárveitinga í helstu framkvæmdaþætti er þessi og er þá ekki getið vissra aukafjárveitinga til nokkurra skólabygginga, þar sem sveitar- félögin voru komin lengst fram úr í framkvæmdum. Þús. kr. Menntaskólinn, Egilsst. 1.500 Framhaldsskólinn, Nesk. 1.000 Héraðsskólinn, Eiðum 1.000 Aðrir skólar: Seyðisfjörður.......... 1.900 Eskifjörður............ 1.600 Skeggjastaðahreppur . 700 Vopnafjörður .... 1.400 Jökuldalur .............. 200 Egilsstaðir ............. 800 Fellabær .............. 1.000 Eiðahreppur ............. 600 Fáskrúðsfjörður . . . 350 Stöðvarfjörður .... 200 Breiðdalshreppur . . . 900 Djúpivogur............... 900 Geithellnahreppur . . 50 Kirkja Messa í Norðfjarðarkirkju nk. sunnudag, 3. febrúar kl. 1400 e. h. Sóknarprestur. Þús. kr. Nesjahreppur......... 50 Mýrahreppur......... 400 Borgarhafnarhreppur . 600 Hofshreppur ............. 800 Fræðsluskrifst., Reyðarf. 135 Dagvistun: Borgarfjörður .... 150 Reyðarfjörður .... 1.600 Eskifjörður.............. 300 Búðir................... 400 Stöðvarfjörður . . . 150 Egilsstaðir ...... 600 Höfn .................... 500 Breiðdalsvík ............. 10 Sjúkrahús og heilsugæslustöðvar: Bakkafjörður.............. 300 Seyðisfjörður........... 3.200 Egilsstaðir ............ 1.500 Neskaupstaður .... 1.500 Mi. kr. Djúpivogur ....:. 1.500 Höfn .................. 1.000 Hof...................... 500 Hjúkrunarheimili aldraðra: Vopnafjörður .... 1.000 Egilsstaðir ........... 1.000 Höfn .................... 100 Hafnir: Bakkafjörður........... 6.400 Fáskrúðsfjörður . . . 500 Stöðvarfjörður .... 7.400 Höfn .................. 1.600 Flugvellir: Vopnafjörður .... 1.000 Borgarfjörður .... 1.000 Breiðdalur ............ 1.000 Djúpivogur............... 500 Ur sjúkraflugvöllum: Fáskrúðsfjörður . . . 500 Félagsstofnun um framleiðslu og sölu á kartöflum á Austurlandi Síðastliðið vor stofnuðu nokkrir kartöfluframleiðendur á Héraði með sér félag. Hugmyndin að þessari félags- stofnun var upphaflega kynnt á Búnaðarsambandsfundi, sem haldinn var á Hallormsstað sl. vor. Leist fundarfulltrúum fremur vel á þessa hugmynd og voru þeir beðnir um að kynna hana, hver innan síns búnaðarfélags. Síðar reyndist áhugi fyrir því, að félagssvæðið næði yfir starfs- svæði Búnaðarsambands Aust- urlands, er nær frá Bakkafirði til Álftafjarðar að báðum með- töldum. Sú hefur og raunin á orðið og ber félagið heitið „Fé- lag kartöfluframleiðenda í Múlasýslum“. Eru kartöfluframleiðendur hér með hvattir til að ganga í félagið. Tilgangur félagsins er m. a. sá að efla og bæta kartöflufram- leiðslu á félagssvæðinu, einnig meðferð kartaflna er stuðlað gæti að aukinni neyslu, að gæta hagsmuna félagsmanna í hví- vetna og annast dreifingu, pökkun og heildsölu á kart- öflum. Hefur félagið tekið á leigu húsnæði að Lagarbraut 4, Fella- bæ, þar sem er pökkunarað- staða í neytendaumbúðir og talsvert geymslurými að auki. Sala á kartöflum hefur verið fremur lítil hingað til, þar sem mjög margir íbúar í sveit og við sjó, settu niður í eigin garða sl. vor og uppskera yfirleitt mjög góð. Sala virðist þó vera að auk- ast nokkuð nú eftir áramót og hefur félagið selt talsvert magn af kartöflum og þá aðallega í sjávarþorpum. Starfsmaður, sem er Bragi Björgvinsson, Egilsstöðum, vinnur við pökkun og afgreiðslu í pökkunarstöðinni að Lagar- braut 4, Fellabæ, frá kl. 9-12 f. h. virka daga. Sími á staðnum er 97-1895. Heimasími Braga er 97-1251. Fréttatilkynning. Aukið eftirlit með fiskeldi Að gefnu tilefni vill stjóm Landssambands Stangarveiði- félaga ítreka ályktun, sem sam- þykkt var á aðalfundi sam- bandsins í október sl. þess efnis að auka verði eftirlit með fisk- eldis- og hafbeitarstöðvum vegna vaxandi sýkingarhættu. Þar eð í ljós hefur komið, að sjúkdóms hefur þegar orðið vart í eldisstöðvum í landinu, telur stjórn L. S. ekkert undanfæri að fjölga nú þegar starfsmönnum við sjúkdómaeftirlitið og skapa þeim viðunandi vinnuaðstöðu, svo að komið verði í veg fyrir að smit berist í villtan fisk í ám og vötnum landsins, en það hefði í för með sér óbætanlegt tjón um ófyrirsjáanlega framtíð. Fréttatilkynning.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.