Austurland


Austurland - 07.02.1985, Síða 1

Austurland - 07.02.1985, Síða 1
Austurland HJÓLASTILLINGAR Benni & Svenni ® 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 7. febrúar 1985. 5. tölublað. Skóli í Mig langar til að skrifa les- endum eitt lítið bréf um ofan- greint efni. Guðmundur Magnússon. Ég vænti þess, að allir hafi gert sér grein fyrir þeim breyt- ingum, sem hafa orðið og eru að verða á starfsemi skóianna. Kemur þar margt til. Ný þekking flæðir yfir og hefðbundnar námsgreinar breytast ört. Þá er vert að hafa í huga, að skólunum er ætlað að kenna ýmislegt, sem ekki til- heyrir venjulegum námsgrein- um, en er eigi að síður taiið Seyðisfjörður: Fundur um sj áv arútv egsmál Þriðjudaginn 15. janúar sl. var á Seyðisfirði haldinn fundur um sjávarútvegsmál á vegum sjávarútvegsráðuneytisins og voru þar framsögumenn sjávar- útvegsráðherra og forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Ráðherrann ræddi mest um kvótakerfið og reynsluna af því á sl. ári og gerði grein fyrir stjórn- un botnfiskveiða á árinu 1985. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, út- skýrði hlutverk og starfsemi stofnunarinnar og skýrði m. a. frá því nýmæli, að hún myndi í marsmánuði standa fyrir því að fimm togarar frá ýmsum stöðum á landinu legðu stund á skipu- legar rannsóknaveiðar á ýmsum veiðisvæðum. Fram kom í máli Jakobs, að breytt og hagstæðara ástand sjávar er líkíegt til að gefa aukna veiði vegna vaxtaraukningar fisksins. Fundurinn var allvel sóttur og svöruðu fundarboðendur greið- lega athugasemdum og fyrir- spurnum fundarmanna, sem voru allmargar. J. J. / S. G. sífelldri þróun mjög mikilvægt. Má þar til nefna starfsfræðslu, umferðar- fræðslu, kynfræðslu, fræðslu um ávana- og fíknilyf o. m. fl. Til viðbótar við þetta má nefna þá augljósu staðreynd, að skólinn verður að sinna í æ rík- ara mæli ýmsum þáttum uppeld- is, sem ekki tengjast beint hefð- bundnum námsgreinum. Orsakirnar eru augljósar: Sí- vaxandi þátttaka foreldra í at- vinnulífi landsmanna. Það er því alveg ljóst, að skól- inn verður að laga sig að breytt- um aðstæðum. Hann er þjónustumiðstöð al- mennings, ein styrkasta stoð foreldra í uppeldi barna þeirra. Breyting hans og þróun er því ekki neitt einkamál hans, þar þurfa fleiri að koma til. Ég nefni tvennt: 1. Enn markvissara og betra samstarf heimila og skóla - foreldra og kennara. 2. Vel útbúna kennslugagna- miðstöð í tengslum við fræðsluskrifstofuna. Um hið fyrra atriði fer ég ekki mörgum orðum að þessu sinni. Þar þarf að ríkja gagnkvæmt traust. Foreldra- og kennarafélög hafa víða sannað ágæti sitt. For- eldrar þurfa að kynnast ýmsum þáttum skólastarfsins og kenn- arar viðhorfum foreldranna. Með tilkomu grunnskólalaga frá 1974 öðlast þessi félög sér- staka viðurkenningu og er þeim ætlað „að styðja skólastarfið og efla tengsl milli foreldra og skóla“. Kennslugagnamiðstöð við fræðsluskrifstofuna er knýjandi nauðsyn. Ég nefni þetta sérstaklega vegna þess, að í sambandi við uppbyggingu skólasafna og kaup á kennslutækjum gjalda nemendur dreifbýlisins þess, hversu fámennir skólarnir eru. Þeir hafa hreinlega ekki fjár- hagslegt bolmagn til að koma á fót góðu skólasafni. Úr þessu má bæta með samvinnu sveitar- félaga og ríkisins um stofnun og rekstur öflugrar náms- og kennslugagnamiðstöðvar við fræðsluskrifstofuna. Lög gera ráð fyrir, að ríkissjóð- ur og sveitarfélög greiði að jöfnu stofnbúnað skólabókasafna og miðað var við 10 bækur á nemanda á árunum 1974 -1984. En í reynd er hér ekki aðeins um bækur og bókasöfn að ræða, heldur fjöl- breytilegt safn margs konar kennslutækja. í 72. gr. grunn- skólalaga segir svo m. a.: „í bóka- og námsgagnasafni eru bækur og annað prentað efni, kvikmyndir, myndræmur, skyggnur, glærur, myndsegulbönd og annað mynd- ritað efni, enn fremur hljóm- plötur, segulbönd og annað hljóð- ritað efni, svo og hvers konar tæki til flutnings á þessu efiii og firam- leiðslu í þau.“ Af þessu er alveg augljóst, að slíkum söfnum verður ekki komið á fót nema e. t. v. við fjölmennustu skólana, og þó ekki að öllu leyti. Hins vegar verður ekki við það unað, að hundruð og jafn- vel þúsundir nemenda víðs veg- Fjárhagsáætlun Neskaupstaðar Á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag voru fjárhagsáætlanir bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja lagðar fram. Stefán Þorleifsson forstöðu- maður fylgdi áætlun sjúkrahúss- ins úr hlaði, í máli hans kom fram að staða sjúkrahússins er nokkuð góð. Gert er ráð fyrir að heildar rekstrargjöld sjúkra- hússins verði tæplega 52 millj- ónir króna. Ásgeir Magnússon, bæjar- stjóri, mælti fyrir fjárhagsáætl- unum bæjarsjóðs og annarra bæjarfyrirtækja. Ásgeir kvað megineinkenni áætlunar bæjar- sjóðs vera aðhald, lagfæringu á lausafjárstöðu og að fram- kvæmdir yrðu í lágmarki. Áætl- aðar heildartekjur bæjarsjóðs eru um 62 milljónir kr., en heildargjöld um 54 milljónir kr., og tekjuafgangur því um 8 millj- ónir. Bæjarsjóður samþykkti sam- hljóða að vísa fjárhagsáætlun- um til síðari umræðu, sem fram fer þriðjudaginn 5. mars nk. E. M. S. Nýr sveitarstjóri á Egilsstöðnm Á fundi hreppsnefndar Eg- tvær atkvæðagreiðslur sem ilsstaðahrepps, sem haldinn enduðu með því að varpað var sl. sunnudag 3. febrúar var hlutkesti milli Helga Hall- var ráðinn nýr sveitarstjóri, f dórssonar yfirkennara á Eg- stað Guðmundar Magnússon- ilsstöðum og Sigurðar, þar ar sem nú lætur af störfum sem báðir höfðu fengið þrjú vegna aldurs. Við starfi sveit- atkvæði, en einn hrepps- arstjóra tekur nú Sigurður R. nefndarmaður hafði skilað Símonarson kennari úr Mos- auðu. fellssveit. Umsóknarfrestur Sigurður R. Símonarson er um starf sveitarstjóra rann út fæddur 8. apríl 1942. Hann á gamlársdag og voru um- lauk stúdentsprófi frá sækjendur um starfið ellefu. Menntaskólanum að Laugar- Nokkuð hefur vafist fyrir vatni árið 1962, kennaraprófi hreppsnefnd að koma sér úr stúdentadeild Kennara- saman um mann í starfið, skóla íslands 1968. Árið 1975 enda liðinn mánuður frá því réðst hann að Æfinga- og til- að umsóknarfrestur rann út raunaskóla Kennaraháskóla þar til gert var út um málið íslands, þar sem hann starfar sl. sunnudag. Sá fundur nú sem æfingakennari. hreppsnefndar varð all sögu- Sigurður er kvæntur Jó- legur, svo og öll afgreiðsla hönnu Jóhannsdóttur fóstru málsins, enda hreppsnefndin og eiga þau þrjú börn. þríklofin í málinu. Þurfti því M. M. ar um landið njóti ekki lögboð- innar aðstöðu til fræðslu og upp- eldis í skóluni sínum sökum þess eins, að þeir eru fámennir. Til viðbótar má svo bæta því við, að tölvuöld er gengjn í garð. Tölvu- notkun í skólum er þegar orðin staðreynd og mun fara vaxandi. Ég vona, að umræða fari fram um öll þessi mál bæði innan skóla og utan. Hér geta skólanefndir, sveit- arstjórnir og þróttmikil félög foreldra og kennara haft mikil áhrif á æskilega þróun mála. Ég hef í hyggju að kynna þetta mál enn frekar á næstu vikum»og mánuðum og vænti aðstoðar fyrrnefndra aðila. Með bestu kveðju, Guðmundur Magnússon. Gott þorrablót Hið árlega þorrablót Alþýðu- bandalagsins í Neskaupstað var haldið í Egilsbúð sl. laugardags- kvöld og var fjölmennt og fór hið besta fram. Heiðursgestir þorrablótsins voru Sigurjón Pét- ursson, borgarráðsmaður Al- þýðubandalagsins í Reykjavík og kona hans Ragna Brynjars- dóttir. Fór Sigurjón með gam- anmál og söng nokkra gamla bragi við frábærar undirtektir blótsgesta. Formaður Alþýðubandalags- ins, Viggó Sigfinnsson, setti þorrablótið með ávarpi. Blótsstjóri var Stefán Þor- leifsson svo sem verið hefir frá upphafi þorrablóta ABN og stjórnaði hann jafnframt kröft- ugum fjöldasöng. Ágúst Ár- mann Þorláksson lék undir allan söng á blótinu, sem var mikill. Annál ársins flutti Guðmundur Bjarnason og var hann einnig höfundur. Inn í annálinn var fléttað gamanvísum eftir Helga Seljan, Karl Hjelm og Tryggva Vilmundarson, en þær fluttu auk Guðmundar Helga Steins- son, Smári Geirsson og Þorlák- ur Friðriksson. Var þetta snjallt skemmtiefni og flutt með mikl- um ágætum, enda var flytjend- um óspart klappað lof í lófa. Bumburnar léku svo fyrir dunandi dansi fram á miðja nótt. B. S. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.