Austurland


Austurland - 14.02.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 14.02.1985, Blaðsíða 1
Austurland HJOLASTILLINGAR Benni & Svenni © 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 14. febrúar 1985. 6. tölublað. Tillaga Halldórs Árnasonar í stjórn Kísilmálmvinnslunnar: Framkvæmdir hefjist að vori Ríkið og aðrir innlendir aðilar standi að verksmiðjunni Á fundi stjórnar Kísilmálm- vinnslunnar hf. í síðustu viku flutti Halldór Árnason, fulltrúi Alþýðubandalagsins í stjórn verksmiðjunnar, svofellda til- lögu: Stjórn Kísilmálmvinnslunar hf. skorar á iðnaðarráðherra að leita nú þegar, eða í síðasta lagi fyrir 15. febr. nk., heimildar ríkisstjórnarinnar til að hefja byggingu kísilmálmverksmiðju Frá Taflfélagi Norðfjarðar Um áramótin voru haldin þrjú skákmót á vegum félagsins. Úrslit urðu sem hér segir: Hraðskákmót í yngri flokki: Vinningar 1. Þorsteinnn Jóhannsson IIV2 2. Guðjón Guðmundsson IOV2 3. Marteinn Hilmarsson 10 Þátttakendur voru 12. Jólahraðskákmót: Vinningar 1. Einar Már Sigurðarson IIV2 2. Eiríkur Karlsson IOV2 3. Páll Baldursson 10 Þátttakendur voru 12. Firmakeppni: Vinningar 1. Grunnskólakennarar (Eiríkur Karlsson, Gísli Sighvatsson) 7V5 2. Bæjarsjóður (Einar Már Sigurðarson, Stefán Guðjónsson) IVi 3. Síldarvinnslan (Páll Baldursson, Guðjón Smári Agnarsson) 7 Sl. þriðjudag hófst keppni í útsláttarmóti félagsins. Fyrir- komulag mótsins er þannig að sá sem tapar fellur út úr keppn- inni, en verði jafntefli heldur sá áfram sem hefur færri skákstig. Nk. þriðjudag hefst síðan skákþing Norðfjarðar, sem er helsta mót vetrarins, en þar er teflt um titilinn skákmeistari Norðfjarðar. Vonast er til að allir sterkustu skákmenn bæjar- ins taki þátt í mótinu. E. M. S. á Reyðarfirði, á grundvelli gild- andi laga nr. 70/1982, þannig að unnt verði að hefja framkvæmd- ir á komandi vori. I framhaldi af því verði kann- aður áhugi innlendra aðila ann- arra en ríkisins á eignaraðild að Kísilmálmvinnslunni hf. í greinargerð með tillögunni bendir Halldór m. a. á, að endurteknar athuganir og út- reikningar á arðsemi verksmiðj- unnar staðfesti, að hún geti orð- ið arðvænlegt fyrirtæki. Eins og fram hefur komið að undanförnu, er mikil umfram- raforka í landskerfinu, tvöfalt meiri en kísilmálmverksmiðjan myndi nýta og þannig búið að fjárfesta um 50 millj. banda- ríkjadala í raforkuframleiðslu, sem verksmiðjan gæti hagnýtt á móti 60 millj. dollara stofn- kostnaði við sjálfa verksmiðj- una. „Með þetta í huga og niður- stöður um væntanlega arðsemi verksmiðjunnar má ljóst vera, að veigamikil þjóðhagsleg rök eru fyrir því að gangsetja hana sem fyrst," segir Halldór í grein- Sögufélag Fáskrúðsfjarðar stofnað Laugardaginn 9. febrúar var stofnað hér að Búðum „Sögu- félag Fáskrúðsfjarðar". Markmið félagsins er að safna hvers konar fróðleik og heimild- um ásamt myndum frá liðinni tíð í því augnamiði að gefa síðar út sögu byggðarlagsins. Þetta er langtíma verkefni, þar sem margir verða að leggja hönd á plóginn. í fyrstu stjórn félagsins voru kjörin: Guðrún Einarsdóttir, Sigmar Magnússon, Sigurður Gunnarsson, Magnús Stefáns- son og Páll Ágústsson, til vara Friðrik Steinsson og Friðmar Gunnarsson. Nokkrir undirbúningsfundir hafa verið haldnir um þetta mál- efni, en aðalhvatamaður að stofnun þessa félags er Guðrún Einarsdóttir, Miðgarði. Gestur fundarins var Ármann Halldórsson, Egilsstöðum, sem gaf mörg góð ráð. Páll Ágústsson. argerðinni. íslensk stjórnvöld þurfi sjálf að meta það út frá þeim efnahagslegu forsendum, sem við búum við, hvort rétt sé að fara af stað með framkvæmd- ir, en láti það ekki vera komið undir erlendum aðilum. í niðurlagi greinargerðarinn- ar segir orðrétt: Ekkert er því til fyrirstöðu að byggja og reka kísilmálmverk- smiðju án erlendrar þátttöku, því sýnt hefur verið fram á, að hægt er á hagkvæman hátt að afla hráefna, tækniþekkingar og byggja upp öflugt markaðskerfi án erlendrar eignaraðildar. Með því að taka nú ákvörðun um að hefja framkvæmdir við verksmiðjuna styrkir ríkisstjórnin stöðu Kísilmálmvinnslunnar hf. Verksmiðjan gæti þá hafíð fram- leiðslu á árunum 1987 - 1988. Þá ber að hafa í huga að hinir hagstæðu samningar sem stjórn Kísilmálmvinnslunnar hf. gerði við Demag vorið 1983, um kaup á búnaði verksmiðjunnar renna út um næstu áramót (1985/86). Stjórnarmenn aðrir en Hall- dór tóku þá afstöðu eftir miklar umræður á fundinum að fresta að taka afstöðu til tillögunnar, en næsti stjórnarfundur í Kís- ilmálmvinnslunni er ráðgerður 26. febrúar nk. Fyrir þann tíma mun Stóriðjunefnd ríkisstjórn- arinnar halda enn einn fund með bandaríska stórfyrirtækinu Dow Corning í von um að fá þar svar við hugmyndum um, að þessi erlendi aðili kaupi 25% hlut í verksmiðjunni. Frá Reyðarfirði. Töfin á þessu stórmáli í hönd- um núverandi ríkisstjórnar er þegar orðin dýrkeypt fyrir þjóð- arbúið og byggðarlögin hér á Austurlandi. Því ætti tillaga Halldórs Árnasonar að fá óskorað fylgi í stjórn verk- smiðjunnar og á það reynir væntanlega fyrir lok þessa mán- aðar. Mikil aflaaukning í janúar Alls bárust til Neskaupstaðar tæpar 918 lestir af bolfiski í janúar og er það veruleg aukn- ing frá því í fyrra en þá bárust hingað aðeins 320 lestir. Aflinn sem á land barst skiptist þannig: Fisktegundir Kg Grálúða . . . . . . 126.227 Hlýri ..... . . . 8.587 Karfi ..... . . . 3.011 Keila ..... 80 Lúða ..... 65 Síld...... . . . 16.430 Þorskur .... . . . 636.425 Ufsi...... . . . 5.477 Ýsa...... 33.306 Alls 917.873 Togararnir þrír Barði, Birt- ingur og Bjartur lönduðu 830 tonnum af þessum afla en tæp Islandsgangan Á haustþingi SKÍ, sem haldið hver þeira a. m. k. 20 km að var á Egilsstöðum 9.-11. nóv. lengd. sl. var ákveðið að koma á allt að 5 trimmgöngum fyrir al- Ákveðið var, að mót þessi menning, sem kölluðust einu færu fram á eftirtöldum stöðum nafni íslandsgangan og væri árið 1985. 16/2áEgilsstöðum 9/3 á Akureyri 23/3 í Reykjavík 13/4áÓlafsfirði 4/5 á ísafirði Skógargangan .......25 km Lambagangan .......20 km Þingvallagangan ......42 km Lava Loppet . . 10 - 20 - 40 km Fossavatnsgangan .....24 km 88 tonn bárust á land af smærri bátum. Afli smábátanna sem togaranna var mjög góður í mánuðinum og til samanburðar má nefna að smábátar lönduðu aðeins 21 tonni hér í janúar í fyrra, og þeir voru fáir mánuð- irnir á síðasta ári sem togararnir öfluðu betur en nú í janúar. Þá bárust hér á land rúmar 13 þúsund lestir af loðnu í janúar en nær engin loðnuveiði var í janúar í fyrra. Þannig er ljóst af framan- rituðu að árið byrjar vel og von- andi tekst að semja áður en flot- inn stöðvast vegna verkfalla. G. li. Frá blaðinu: Aukablað Sigfinnur Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Norðfirðinga og forseti Alþýðusambands Austurlands verður sjötugur nk. þriðjudag, 19. fcbrúar. Af því tilefni kemur út auka- blað af AUSTURLANDI hann dag, þar sem m. a. birtist opin- skátt viðtal, sem B. S. hefur átt við Sigfinn. Sölubörn eru minnt á að koma í Nesprent og sækja bhið- ið kl. 11?" 19. febrúar. liitstj. Þátttökutilkynningu skal senda síma á viðkomandi stöðum, á til viðkomandi skíðaráða en Egilsstöðum í síma 97-1353. einnig má tilkynna skráningu í Fréttatilkynning. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.