Austurland


Austurland - 19.02.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 19.02.1985, Blaðsíða 1
Austurland 35. árgangur. Neskaupstað, 19. febrúar 1985. 7. tölublað. „Samstaðan er það sem gildir" Afmælisspjall við Sigfinn Karlsson sjötugan í dag er Sigfinnur Karlsson, fomaður Verkalýðsfélags Norð- firðinga og forseti Alþýðusam- bands Austurlands sjötugur. Á Sigfinni sjást þó engin ellimörk, hann er kvikur á fæti og starfs- þrekið óbugað. Vinnudagur Sigfinns er líka oft langur og eru þá helgidagar ekki undanskild- ir. Sigfinnur Karlsson, sem er einn af hinum ákveðnari og harðskeyttari „Norðfjarðar- kommum", hefir víða komið við á starfsferli sínum, en lengst og mest hefir hann unnið fyrir verkalýðshreyfinguna bæði heima á Norðfirði, á Austur- landi og á landinu öllu. Á þeim vettvangi sér verka Sigfinns hvarvetna stað, þar hefir honum verið trúað fyrir miklu og þeim trúnaði hefir hann ekki brugðist. Og margir eiga Sig- finni gott að gjalda, því að undir hrjúfu yfirborði á stundum býr hlýtt hjarta og góður hugur. í tilefni þessara tímamóta í ævi Sigfinns Karlssonar leitaði AUSTURLAND eftir viðtali við hann um hann sjálfan, störf hans og viðhorf. Sigfinnur varð góðfúslega við þessari málaleit- an og hér á eftir talar hann hreint út úr pokahorninu, eins og hans var von og vísa. ? Pú segir kannski fyrst svolítið frá uppruna þínum og œsku, Sigflnnur? ¦ Ég er fæddur hérna á Hóli í Neskaupstað 19. febrúar 1915. Faðir minn var Karl Árnason frá Borgum hérna hinum megin við fjörðinn, hann var sjómað- ur, og móðir mín var Vigdís Hjartardóttir, ættuð undan Eyjafjöllum. Þegar ég var7 ára, missti ég föður minn og rétt upp úr því flutti móðir mín til Vest- mannaeyja með tvær dætur, Sigfinnur með Ólu Helgu, dóttur sinni á heimili hennar í Dan- mörku. Heillaósk Alþýðubandalagið í Neskaupstað þakkar Sigfinni Karlssyni langt og giftudrjúgt starf í þágu sósíalista og verkalýðshreyfingar um áratuga skeið Félagið árnar Sigfinni allra heilla sjótugum og óskar þeim hjónum gæfu og gengis í framtíðinni Alþýdubandalagið í Neskaupstad sem voru yngn en eg, en eg var tekinn til fósturs að Skorrastað hjá Jóni Bjarnasyni, sem var þá bóndi og oddviti þar, og konu hans Soffíu Stefánsdóttur. Þar ólst ég upp og var til heimilis, þangað til ég var 23 ára eða 1938, þá flutti ég hingað út í Neskaupstað og hef átt hér heima síðan. Ég vil geta þess hér, að fóstri minn og fóstra voru mjög gott fólk og ég bar mikla virðingu fyrir þeim. D Svo fórstu burtu í skóla? ¦ Ég fór að Eiðum 1931 og var þar í tvo vetur eða til 1933 og þar mótaðist fyrst mín pólitíska skoðun. Á heimili mínu á Skorrastað heyrði maður lítið um annað talað en Framsóknar- flokkinn og framsóknarmenn og þingmenn Framsóknarflokksins þá, Ingvar Pálmason og Sveinn í Firði voru nokkuð tíðir gestir hjá fóstra mínum. Ég aðhylltist aldrei stefnu Framsóknarflokksins og mótað- ist róttækni mín m. a. af því, er við Einar í Mýnesi vorum skóla- félagar á Eiðum og unnum sam- an í málfundafélaginu og að skólablaðinu, en við vorum báð- ir mjög róttækir og hann þó enn frekar og fljúgandi mælskur á þeim árum. Síðan hef ég alltaf haldið við þessa stefnu mína, þó að oft hafi ég ekki gengið þær slóðir, sem sumir hafa viljað að ég gengi í sambandi við að hlýða foringj- unum. ? Pú stundaðir margvísleg störf á yngri árum, sjómennsku m. a., var það ekki? ¦ Ég fór til sjós strax 1930, var þá hér á litlum bát, sem hét Akkiles, með Einari Jónssyni og var nokkuð mikið með honum gegnum árin, meðan ég stund- aði sjó. Ég fór á nokkrar vertíðir til Vestmannaeyja eða alls 8 og var fyrstu vertíðina þar 1935. Árið 1942 fór ég á vélstjóra- námskeið og byrjaði það ár sem vélstjóri á Bryngeir með Ara Bergþórssyni sem skipstjóra og síðan á Hilmi með Valdimar Andréssyni sem skipstjóra. Svo var það einu sinni í róðri hér í Kistunni, að króntappinn brotn- aði í Hilmi. Pá hætti ég á Hilmi og fór að vinna í frystihúsinu og snemma árs 1944 fór ég að vinna hjá rafveitunni og var þar þang- að til í febrúar 1945, að ég byrj- aði hjá Verkalýðsfélagi Norð- Sigfinnur Karlsson. firðinga. Pá hætti Jóhannes Stefánsson þar og fór í önnur störf og ég tók við af honum og hef meira og minna verið við- loðinn verkalýðshreyfinguna síðan. Jafnframt starfi hjá Verkalýðsfélaginu vann ég á skrifstofu togaraútgerðarinnar frá 1949 til 1960, að togaraút- gerð Bæjarútgerðarinnar lauk með sölu Gerpis. D En þú tókst líka þátt í at- vinnurekstri sjálfur og varst um skeið framkvœmdastjóri stórrar söltunarstóðvar. Hvernig fór það saman við störfþín í verka- lýðshreyfingunni? ¦ Já, ég hef gengið hálfgerð víxlspor, þegar talað er um verkalýðshreyfinguna, því að um skeið gerðist ég stjórnandi atvinnufyrirtækis. 3. júní 1965 réðist ég að Sæsilfri hf. og var þar, þangað til það var lagt niður 1972. Ég kom þarna inn í veikindum framkvæmdastjór- ans, sem var Ármann Magnús- son, og hann kom ekki aftur til starfa, eftir að ég tók þarna við. Ég var búinn að vera nokkur ár með honum í reikningum og sem aðstoðarmaður hans. En allan þann tíma, sem ég var þarna, sat ég oft í samninga- nefndum og alltaf fyrir verka- lýðshreyfinguna. Vildi verka- lýðshreyfingin á Austurlandi, að ég héldi því starfi áfram og ég gerði það. ? Aðalstörf þín hafa lengst af verið í þágu verkalýðshreyfing- arinnar og þar gegnir þú marg- víslegum trúnaðarstörfum. Viltu rekja þennan feril aðeins fyrir lesendum? ¦ Þegar Alþýðusamband Aust- urlands var stofnað 1943, fór ég þar í fyrstu stjórn með Bjarna Þórðarsyni og Oddi Sigurjóns- syni. Bjarni var forseti, Oddur ritari og ég gjaldkeri. 1961 var ég kosinn forseti Alþýðusam- bands Austurlands og hef verið það síðan. Ég var fyrsti formaður C Sigfinnur og Valgerður taka á móti gestum á heimili sínu að Hlíðargötu 23 í kvóld

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.