Austurland


Austurland - 19.02.1985, Page 4

Austurland - 19.02.1985, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR, 19. FEBRUAR 1985. Sigfinnur með laxaseiði við Norðfjarðará. ■ Það er náttúrulega númer eitt, að verkalýðshreyfingin standi sameinuð. Ég hef þá reynslu gegnum svona langan starfstíma, að samstaða í málum verkalýðs- hreyfingarinnar er það, sem gildir. Það hefur ekki gildi að vera með raup og alls konar hill- ingar í fjarlægð, sem illt er að festa hendur á og sem menn halda, að sé veruleiki. Að mínu mati er það svo, að hvar svo sem maðurinn er í pólitík, þá verður hann að huga að því, að það sem hann er að vinna að í sambandi við verkalýðsmál er númer eitt, en pólitíkin númer tvö. □ Þrátt fyrir mikla vinnu, Sig- finnur, hefurðu átt þér ýmis áhugamál, sem þú hefur getað sinnt. Viltu segja eitthvað frá þeim? ■ í mesta áhugamáli mínu lenti ég óviljandi. Það var sumarið 1952, sem var mikið rigninga- sumar, að ég var beðinn að sækja laxveiðimenn norður í Vopnafjörð, en ég átti þá jeppa- bifreið. Ég fór og lenti í vitlausu veðri á fjöllunum, allar ár og lækir bandóðir. Þegar ég kom að Selá, var ekki hægt að kom- ast yfir hana, hún var algerlega ófær. Þeir voru dálítið inn með og urðu að fara út á brú. Síðan fórum við inn að Hauksstöðum, sem eru dálítið innarlega í Vest- urdalnum, en þar ætluðu mennirnir, sem ég var að sækja, að undirbúa að fá veiðileyfi síð- ar um sumarið. Þá sagði einn þeirra, sem ég var að sækja, Þórður Björnsson, að meðan þeir færu heim að Hauksstöðum Sigfinnur vigtar „þann stóra“ við veiðimannahúsið á Búastöðum. Sæmundur Sigurðsson horfiráog Sigurðursonur hans lengst t. v. að fá sér kaffi, skyldi ég taka stöngina hans og fara inn í ána og vita, hvort ég yrði var. Ég fór í næsta pytt rétt innan við og varð fljótlega var og missti þann fyrsta, enda hafði ég aldrei rennt fyrir silung eða lax áður og kunni ekkert að því. En það endaði með því, að ég kom með einn átta punda fisk með mér í bflinn. Þá fékk ég bakteríuna og eftir það hef ég á hverju einasta ári farið eitthvað á veiðar og vann mikið að þvf á tímabili að reyna að rækta upp Norðfjarðará og lagði í það mikla vinnu ásamt félögum mínum, sem voru með mér í því. En því miður, þótt við legðum mikla peninga og mikla vinnu í það að koma Norðfjarðará til og gera hana að laxá, þá tókst það ekki, en hún er allgóð silungsá. Síðan 1952 höfum við haft að- gang að Vesturdalsá, í Hauks- staðalandi fyrstu árin. Við vor- um þrír, Þórður Björnsson, Sig- urjón Kristjánsson og ég, en þeir eru báðir dánir, sem fórum þangað á hverju sumri og vorum viku eða svo og fiskuðum oft vel. Síðan myndaðist félags- skapur í kringum þetta og við tókum ána á leigu, Reykvíking- ar og við Þórður einir að austan. Og síðar þegar sá hópur hætti, þá stofnuðu Norðfirðingar eða Nesbæingar ásamt öðrum fé- lagsskap um þessa á og við höfum hana ennþá. Þetta er búið að vera mikið og gott sam- starf með okkur í þessari á. Bændurinr hafa verið liðlegir og við liðlegir við þá. Við eigum þarna veiðimannahús inni í miðjum dalnum hjá Búastöðum og við erum þarna á hverju ein- asta ári. Og það er sérstaklega skemmtilegt að vera þarna og maður á margar minningar um þann stóra og þann litla í þessari á. Ég hef fengið þarna stærstan fisk 20 punda, en ég held, að það hafi veiðst þarna stærsti fiskur 25 punda, ef ég man rétt, fyrir nokkuð mörgum árum. Þarna er dautt tímabil núna, en við lifum í þeirri von, að hann komi aftur. Þessi dauðu tímabil hafa komið áður í þessa á og víðar, en það hefur lagast aftur. Þetta er nú eitt af mínum „hobbíum“. Svo hef ég þar fyrir utan stundað nokkuð mikið spila- mennsku. Ég hef spilað mikið bridds og haft gaman af því og hef staðið fyrir því árum saman, að hér hefur verið spilað bridds á veturna. En það er með þetta eins og annað, að þegar aldur- inn færist yfir mann minnkar verið í góðum félagsskap. Upp úr þessum ferðum hygg ég, að hafi komið þetta samband Dana og íslendinga um skipti á sumarbúðum. Við fórum að huga að því, hvernig væri með þessar sumarbúðir og lögðum það svo fyrir forystu Alþýðu- sambands íslands og upp úr þessu komu svo skiptiferðirnar til Danmerkur, sem eru mjög mikið notaðar nú af verkafólki og fer vaxandi. Og ég hygg, að það eigi að leggja svolítið að fólki að fara þessar ferðir, því að það er mikil upplyfting í því Með ferðapelann í fjallgöngu neðan Drangaskarðs. áhuginn og eftir að áhuginn minnkaði hjá mér, hefur eng- inn komið til að taka við að halda þessu uppi, svo að briddsspilamennska í Nes- kaupstað liggur algerlega niðri, a. m. k. opinberlega, það er kannski eitthvað spilað í heimahúsum. Þetta eru nú aðal„hobbíin“ hjá mér fyrir utan að maður hef- ur náttúrulega stundum slegið á glas og það hefur nú verið svo- lítið „hobbí“ að vera í því. Það má kannski segja það hér, að þetta byrjaði nú svoleiðis að ég tel, að þetta hafi verið hálfgerð- ur vanmáttur í sjálfum mér, því að þegar ég byrjaði að taka þátt í félagsmálum, þá leit ég svo stórt á þá „stóru“ hérna, að ég kom mér eiginlega ekki að því að tala, nema þá að slá eitthvað í gler og þá var eins og opnaðist einhver gátt og það getur verið, að það eigi sinn þátt í því, að stundum hafi verið gert of mikið af því. □ Þú hefir ferðast allmikið líka, sérstaklega á seinni árum, er- lendis t. d. ■ Já, ég hef ferðast nokkuð mikið. Ég fór einu sinni til Kanaríeyja í boði Guðna Þórð- arsonar, Guðna í Sunnu, sem kallaður var. Hann bauð 50 - 60 manna hóp frá verkalýðs- hreyfingunni og mökum. Við vorum þar í fjóra daga. Það er nú það eina, sem ég hef farið í þá áttina. En ég hef farið nokkuð mikið um Norðurlönd- in og haft mikið yndi af því og og hús og aðbúnaður úti er fyrsta flokks. □ Jœja, Sigfinnur, viltu nú segja svolítið frá fjölskyldu þinni í lokin? ■ Já, ég er kvæntur Valgerði Ólafsdóttur, sem er héðan úr Neskaupstað, kjördóttir Ólafs Þórðarsonar og Helgu Gísla- dóttur. Hún var ung, þegar ég sá hana fyrst. Ég varð strax hrif- inn af henni og við vorum opin- berlega trúlofuð, þegar hún var 15 ára og ég 19 ára. Við giftum okkur á gamlársdag 1938 og við eignuðumst þrjú börn og tvö eru á lífi. Það eru Viggó, sem býr hér í Neskaupstað og Óla Helga, sem býr í Danmörku. Við misstum elsta barnið, sem hét Jón. Ég verð að segja það, að hefði ég ekki átt jafn góða konu og konan mín er, þá hefði ég ekki orðið það, sem ég er, að mínu mati. Oft var það svo, að þegar ýmislegt gekk úr hófi hjá mér, þá hafði hún þau áhrif á mig, að ég náði áttum, þannig hefur hún jafnað allt og lagað. Þó að ég hafi dæmt vissan hóp kvenna heldur ótæpilega, þá hef ég kynnst mörgum góðum og yndislegum konum og þar er konan mín vissulega sú stjarna, sem skærast skín og henni á ég mikið að þakka. AUSTURLAND þakkar Sigfinni viðtalið og óskar honum allra heilla sjötugum og velfarn- aðar- og heillaóskir undirritaðs fylgja með til hans og Völu. B. S.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.